Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 13
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands,
en umsóknarfrestur rennur út 20. janúar n.k.
Að þessu sinni verða veittir styrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar í
atvinnulífi, menningarmála og stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála.
Ráðgjafar á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með kynningu
á sjóðnum á næstu dögum þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um
gerð umsókna, styrkhæfni verkefna o.fl. Viðvera verður á eftirtöldum stöðum:
Stykkishólmur mánudaginn 14. janúar kl.10.00-12.00 í ráðhúsinu í Stykkishólmi
Grundarfjörður mánudaginn 14. janúar kl.13.00-15.00 í ráðhúsinu í Grundarfirði
Ólafsvík mánudaginn 14. janúar kl.16.00-18.00 í Átthagastofu í Ólafsvík
Búðardalur þriðjudaginn 15. janúar kl.13.00-15.00 í ráðhúsinu í Búðardal
Akranesi þriðjudaginn 15. janúar kl.10.00-13.00 í Landsbankahúsinu við Akratorg, 2. hæð
Hvalfjarðarsveit þriðjudaginn 15. janúar kl.13.15-15.00 í ráðhúsinu á Hagamel
Borgarnesi miðvikudaginn 16. janúar kl.10.00-12.00 á skrifstofu SSV að Bjarnabraut 8
Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi http://ssv.is/
má nálgast ýmsar upplýsingar og þar er einnig að finna umsóknarformið
http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands/. Notaður er íslykill til innskráningar.
Skömmu fyrir síðustu jól kom út
nýtt eintak af tímaritinu ROK.
Það er gefið út bæði á íslensku og
pólsku. Í tímaritunum eru greinar
sem tengjast bæði Íslandi og Pól-
landi. Þar er að finna viðtöl og
greinar um tónlist, ferðamennsku,
listsköpun og allt það sem gæti tal-
ist mannlegt. Fyrstu fjögur tölu-
blöðin komu öll út samtímis en
hugmyndin er að hér eftir muni
þau koma út á þriggja mánaða fresti
og það næsta í mars næstkomandi.
Ritstjóri blaðsins er Marta Mag-
dalena Niebieszczanska en með
henni í verkefninu er góður hópur
fólks. Þar á meðal Aleksandra Jan-
iszewska sem búsett er á Akranesi.
Blaðamaður Skessuhorns heim-
sótti Aleksöndru í síðustu viku og
ræddi við hana um tímaritið og líf-
ið á Íslandi.
Bara góð reynsla
af Íslandi
Aleksandra flutti til Íslands fyrir
ellefu árum til að vera nær móð-
ur sinni sem bjó á Akranesi. Fjór-
um árum síðar lést móðir henn-
ar en Aleksandra ákvað að búa
hér áfram. Hún kynntist mann-
inum sínum á Íslandi, en hann er
einnig pólskur, og saman eignuð-
ust þau tvo drengi. Þau vinna bæði
hjá Norðuráli og búa í fallegu ein-
býlishúsi á Akranesi. Aleksandra
segist hafa það gott á Íslandi og
að ekki sé á stefnuskránni að flytja
aftur til Póllands. „Ég hef bara
góða reynslu af Íslandi. Það sem
er kannski erfiðast við að vera inn-
flytjandi er að stundum finnst mér
ég ekki eiga neitt heimaland. Ég er
pólsk og því finnst mér Ísland ekki
alveg heimalandið mitt en á sama
tíma hef ég aðlagast íslensku sam-
félagi og passa því ekki alveg inn í
pólskt samfélag og finnst Pólland
því ekki alveg vera heima heldur,“
útskýrir Aleksandra. Aðspurð segist
hún ekki hafa haft mikla reynslu af
skrifum áður en hún gerðist blaða-
maður fyrir tímaritið ROK. En
hvernig endaði hún þá í því hlut-
verki? „Ég er í leikmaður í blaklið-
inu Bresa á Akranesi, en við erum
með rosalega flott lið,“ segir hún
og hlær. „Ég hafði stundum tekið
að mér að skrifa fréttir og grein-
ar um blakið á Íslandi fyrir vefsíð-
una icelandnews.is, sem Marta sér
um. Þar eru ýmsar fréttir frá Ís-
landi skrifaðar á pólsku. Svo var
haft samband við mig um að skrifa
fyrir ROK og ég ákvað að prófa og
nú stefni ég á að vinna áfram fyrir
tímaritið,“ útskýrir Aleksandra.
Ísland og Pólland
fögnuðu 100 árum
Eins og efalaust hefur ekki farið
fram hjá neinum lesanda Skessu-
horns fagnaði Ísland 100 ára full-
veldisafmæli á síðasta ári en sama
ár fagnaði Pólland einnig sama
áfanga. „Okkur fannst því upplagt
að gefa út þetta tímarit á þessu af-
mælisári bæði Íslands og Póllands,“
segir Aleksandra. En hvaðan kem-
ur nafnið á tímaritinu? „Eins og Ís-
lendingar vita þýðir rok á íslensku
mikill vindur eða stormur. En á
pólsku þýðir það ár. Þetta er því
orð sem hefur því merkingu í báð-
um löndum,“ svarar hún. Í tíma-
ritinu er að finna fjölda greina og
viðtala bæði við Íslendinga og Pól-
verja. „Það eru mjög fjölbreyttar
og skemmtilegar greinar í blaðinu
sem bæði Pólverjar og Íslending-
ar hefðu gaman af. Það búa margir
Pólverjar á Íslandi en sumir þeirra
eiga erfitt með að fylgjast með
því sem er að gerast á Íslandi því
þeir skilja tungumálið ekki nógu
vel. Með þessu tímariti gefst Pól-
verjum á Íslandi betra tækifæri til
að kynnast Íslandi og Íslendingar
geta betur kynnst Pólverjum,“ seg-
ir Aleksandra og brosir.
Ætlaði fyrst bara að
vera í eitt ár
Áður en Aleksandra flutti til Ís-
lands var hún í háskóla að læra
lögfræði en hún ákvað að taka sér
eitt ár í pásu og koma til Íslands
að eyða tíma með mömmu sinni.
„Og hér er ég ellefu árum seinna,“
segir hún og hlær. Aðspurð hvort
hún vilji ekki fara í háskóla á Ís-
landi segir hún það aldrei að vita.
„Í Póllandi er óvenjulegt að fólk
fari í háskólann svona seint í lífinu.
En þegar ég var háskólanum í Pól-
landi var einn maður kominn yfir
fertugt með mér í náminu. Hann
ætlaði fyrst að fara í háskóla þeg-
ar hann var yngri en konan hans
varð ófrísk. Hann ákvað að fara og
vinna á meðan hún menntaði sig,
þegar barnið var bara lítið. Svo
kláraði hún nám og opnaði sína
skrifstofu og þá var komið að hon-
um að fara í nám. Þegar ég ákvað
að koma til Íslands í eitt ár hugs-
aði ég til þessa manns og að það
væri alltaf tími til að fara í skóla
en ég vildi á þessum tíma frekar
vera með mömmu minni. Sem var
eins gott því við höfðum svo ekki
mikinn tíma saman. En nú er lið-
inn aðeins lengri tími en eitt ár. Ég
hugsa að ég fari ekki að læra lög-
fræði en ég get alveg hugsað mér
að fara í háskóla hér einn daginn,“
segir hún að endingu.
Hægt er að kaupa tímaritin
í pólsku versluninni MiniMar-
ket eða með því að hafa samband
í gegnum Facebook síðu ROK
tímarits, https://www.facebook.
com/roktimarit/.
arg/ Ljósm. Facebook síða ROK
tímarits
Tímaritið ROK er skrifað bæði á pólsku og íslensku
Það er góður hópur fólks sem kemur að tímaritinu ROK. Aleksandra er lengst til hægri á myndinni.
Fyrstu þrjú tölublöð af tímaritinu ROK komu út í desember.