Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 9 Í fréttaviðtali í Skessuhorni í des- ember síðastliðnum var sagt frá breytingum sem framundan eru í rekstri Framköllunarþjónustunn- ar í Borganesi. Þeir sem eingöngu lásu fyrirsögn fréttarinnar mis- skildu hins vegar innihald henn- ar. Hið rétta er að einungis stend- ur til að leggja einni vél, þeirri sem framkallar gömlu filmurnar. Rekstur hennar er of dýr miðað við fjölda filma sem enn eru í umferð. „Við höldum hins vegar áfram allri þjónustu við myndvinnslu, við- gerðir, teikningaplottun, plöstun og útprentun stafrænna mynda fyr- ir viðskiptavini. Við getum stækk- að ljósmyndir, sett á striga eða ál- plötur og fóm, allt eftir óskum,“ segir Svanur Steinarsson í samtali við Skessuhorn. „Aðrar breytingar í rekstri snúa að nýju vöruframboði eins og fram kom í fréttinni, garn- og lopasala er nýjung hjá okkur og minjagrip- ir og fjölbreytt gjafavara er í boði. Þá erum við áfram með passam- yndatöku og umboð fyrir Heims- ferðir. Á heimasíðu Framköllunar- þjónustunnar getur fólk séð vöru- og þjónustuframboð okkar,“ segir Svanur Steinarsson. mm Heldur áfram allri framköllun á stafrænu efni Svanur við gömlu filmuframköllunarvélina sem nú verður lagt sökum hás rekstrarkostnaðar. 20 ára ALDURSTAKMARK FORSALA MIÐ A HEFST Í ÍSLA NDS- BANKA FÖST UDAGINN 11. JANÚAR K L.9 Borðapantan ir á staðnum þann dag. Síðar geta þe ir sem eiga m iða pantað borð á netfanginu klubbur71@g mail.com AÐEINS ÞEIR SEM HAFA GREITT MIÐA GETA PANTAÐ BORÐ! ANNÁLL AKURNESINGA – árgangur ‘78 hjálpar okkur að muna allt það sem upp úr stendur og öllu máli skiptir ... Matur og ball: 9.200 kr. / Ball: 3.000 kr. Húsið opnar kl. 18.30 og salurinn kl. 19. Borðhald hefst kl. 20. Húsið opnar fyrir ballgesti kl. 24.ÍÞRÓTTAHÚSINU JAÐARSBÖKKUM LAUGARDAGINN 21. JANÚAR Matur & ball AÐGÖNGUMIÐI Matur & ball Húsið opnar kl. 19.30 Borðhald hefst kl. 20.00 Miðaverð: 7.500 kr. ÞORRABLÓT SKAGAMANNA ÓGLEYM ANLEG SKEMMT UN SEM EN GINN MÁ MIS SA AF! HREIMUR ÖRN HEIMISSON OG HLJÓMSVEITIN MADE IN SVEITIN STÓRKOSTLEG ÓVÆNT ATRIÐI SKAGAMAÐUR ÁRSINS GLEÐIN NI STJÓRN A EVA LAU FEY OG SIGRÚN ÓSK Íþróttahúsinu Vesturgötu 26. janúar 2019 Stefnt er að því að opna útibú fast- eignasölunnar Domusnova á Akra- nesi næstkomandi mánudag, 14. janúar. Víðir Arnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Domusnova, segir í samtali við Skessuhorn að fyrirtækið telji mikil tækifæri felast í fasteignamarkaðnum á Vesturlandi og þá sérstaklega á Akranesi. „Við teljum að aukinn fjöldi nýbygginga á svæðinu muni koma af stað miklu lífi í fasteignaviðskipi. Domusnova mun til að mynda hafa umsjón með sölu íbúða á Dalbrautarreitnum, sem Byggingafélagið Bestla ehf. byggir. Sá reitur er kærkomin við- bót á Akranesi fyrir heldri bæjar- búa og á neðstu hæð byggingarinn- ar verður félagsheimili fyrir eldri borgara. Stefnt er að því að skóflu- stunga verði tekin fljótlega. Einn- ig erum við að undirbúa aðkomu okkar að fleiri spennandi nýfram- kvæmdum á Akranesi á næstu miss- erum,“ segir Víðir, hinn bjartsýn- asti á komandi tíð. „Við teljum það styrk fyrir okkur að hafa útibú sem víðast þar sem við leggjum mikla áherslu á að vera til staðar fyrir okkar viðskiptavini og þjónusta þá vel í einu og öllu þegar kemur að sölu eða kaupum á fasteign. Opn- un útibús á Akransi er hluti af þeirri áherslu,“ segir hann. Að sögn Víðis er Domusnova ein af stærri fasteignasölum lands- ins, með 32 starfsmenn, þar af níu lögmenn og 22 löggilta fasteigna- sala. Aðalskrifstofan er í Kópa- vogi en einnig starfrækir fyrirtækið útibú á Selfossi. Útibú Domusnova á Akranesi verður til húsa að Still- holti 16-18, á þriðju hæð hússins. „Unnið er að því hörðum hönd- um að standsetja húsnæðið, von- andi tekst það í tæka tíð og við get- um boðið Akurnesingum og nær- sveitamönnum í kaffisopa,“ segir Víðir. „Tveir öflugir starfsmenn og „heimamenn“ munu starfa í úti- búinu okkar á Akranesi, þeir Ólaf- ur Sævarsson, löggiltur fasteigna- sali og Bjarni Stefánsson, löggiltur fasteignasali og lögmaður. Opnun- artími útibúsins verður frá 9:00 til 17:00 en að sjálfsögðu munu okk- ar menn verða til taks utan þess tíma ef óskað er,“ segir Víðir Arnar Kristjánsson að endingu. kgk Útibú Domusnova opnað á Akranesi eftir helgi Víðir Arnar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Domusnova. Ljósm. Domusnova. Stillholt 16-18, en í því húsi verður útibú Domusnova á Akranesi til húsa. Ljósm. úr safni/ mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.