Skessuhorn - 16.01.2019, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Kerfisbreyting í
þágu fólksins
Fjölmargir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu um áramót-
in og enn fleiri renna sitt skeið þegar líður á veturinn. Óhætt er að segja að
töluverðs skjálfta sé farið að gæta í röðum launafólks annars vegar og for-
svarsmanna atvinnulífsins og stjórnvalda hins vegar. Þess sjást víða merki.
Fjölmörg fyrirtæki halda að sér höndum, hafa þegar ráðist í ýmsar varúðar-
ráðstafanir og þannig hefur dregið úr þenslu. Á liðnu ári varð mikil endur-
nýjun í forystu verkalýðshreyfingarinnar og nokkuð ljóst og þeir nýju vend-
ir ætla að láta til sín taka. Vissulega hafa þeir talað frjálslega og því talsvert
undir að þeir geti staðið undir þeim væntingum sem þeir hafa vakið. Auðvit-
að þarf að bæta kjör þeirra sem verst eru settir, úr því ætla ég síst að draga.
Hins vegar þurfa kröfur um kaup og kjör að vera raunhæfar. En til að al-
menn kjarabót verði þurfa stjórnvöld að koma að borðinu. Um það er ég
ekki í minnsta vafa.
Sú skoðun helgast af því að umsvif í opinberum rekstri hafa aukist gríðar-
lega á liðnum árum án þess að nokkur hafi spyrnt við fótum. Í það minnsta
hef ég ekki heyrt einn einasta stjórnmálaflokk tala fyrir aukinni ráðdeild í
ríkisrekstri og lækkun samrekstrar. Ekki hefur verkalýðshreyfingin talað fyrir
því né heldur forsvarmenn Félags atvinnurekenda, sem að vel að merkja er
eingöngu félag stórfyrirtækja. Ég nefnilega fullyrði það að litlu og meðal-
stóru fyrirtækin í landinu eiga sér engan málsvara, félagsskap eða vettvang,
þar sem þeir geta komið saman, rætt málin og varið sína stöðu. Litlu og með-
alstóru fyrirtækin í landinu eru engu að síður þau langsamlega mikilvægustu.
Þau skapa um 70% starfa og skila mestu til samneyslunnar. Þetta eru fyrir-
tækin sem hafa orðið að taka á sig gengdarlausar skattahækkanir undanfarin
ár svo sem í formi aukinna lífeyrisgreiðslna, tryggingagjalds og okurvaxta á
markaði. Þá hafa tekjur ríkissjóðs vaxið hratt og örugglega á kostnað laun-
þega og tekna litlu og meðalstóru fyrirtækjanna.
Í komandi kjarasamningsgerð mun ég fylgjast grannt með því hvernig hin-
ir nýju vendir í verkalýðshreyfingunni munu sópa. Ætla þeir eingöngu að
krefjast hærri launa, eða ætla þeir að láta sverfa til stáls með því að krefja rík-
ið um að lækkun opinberra álaga þannig að launagreiðendur geti mögulega
staðið undir hærri kaupgreiðslum? Mér finnst að þar ættu áherslur þeirra að
liggja en óttast að þá skorti innsýn til að sjá hversu staða lítilla og meðalstórra
fyrirtækja er orðin knöpp.
Forsvarmenn launafólks átta sig að sjálfsögðu á bágri stöðu þeirra laun-
þega sem þeir eru í umboði fyrir. Þeir vita að húnsæðiskostnaður hefur rokið
upp úr öllu valdi á liðnum árum, þannig að láglaunamanneskja stendur vart
undir húsnæðiskostnaði. Þeir vita einnig að þar sem húsnæðisþátturinn er
inni í vísitölunni þá hefur hækkað húsnæðisverð haft gríðarleg áhrif til hækk-
unar skulda og aukinnar greiðslubyrði lána. Við höfum jú veika krónu sem
stjórnvöld og fjármagnseigendur krefjast að áfram verði notuð sem gjaldmið-
ill. En það kostar þær fórnir að Seðlabankann verður að halda uppi ofurháu
vaxtastigi, bankarnir og lífeyrissjóðagamblarar bæta svo verðbólguþættinum
við og þegar upp er staðið greiðum við hæstu húsnæðisvexti í Evrópu. Stað-
reyndin er nefnilega sú að hér á landi hefði orðið verðhjöðnun á síðasta ári ef
húsnæðisþátturinn hefði ekki verið reiknaður inn í vísitöluna. Þetta vilja hins
vegar ráðamenn, forsvarsmenn stórfyrirtækja, banka, lífeyrissjóða né annarra
sem höndla með peninga ekki ræða. Þeir sem eiga peninga, eða telja sig eiga
þá, græða á kerfinu eins og það er - á kostnað skuldugs almennings.
Það er því mín bjargfasta trú að ef bæta á kjör fólks í landinu og jafna bilið
milli ríkra og fátækra, þá þurfum við nýja sýn í efnahagsmálin. Við þurfum að
breyta þessu úrsérgengna kerfi í þágu fólksins. Vissulega verður það á kostn-
að þeirra sem eiga fleiri peninga en þeir þurfa að nota, og því mun vafalítið
sverfa til stáls.
Magnús Magnússon
Um árabil hefur tíðkast að bjóða
þeim nemendum Fjölbrautaskóla
Vesturlands, sem sækja dansleiki á
vegum skólans, að blása í áfengis-
mæli og taka um leið þátt í happa-
drætti, svokölluðum edrúpotti. Þeir
sem standast edrúprófið geta síðan
unnið til verðlauna í lok skólaárs.
Þátttaka í blæstri hefur undanfarin
ár verið um 50%. Á síðasta dansleik
var þátttaka aftur á móti einungis
23% og vakti það athygli starfsfólks
að óvenju margir nýnemar kusu að
blása ekki.
„Við viljum því biðla til ykkar,
kæru foreldrar/forráðamenn, að
taka umræðuna heima með börn-
unum ykkar,“ segir í tilkynningu
til foreldra nemenda skólans. „Það
hefur aldeilis sýnt sig og sannað að
þáttur foreldra í forvörnum skiptir
sköpum! Þar er meðal annars lögð
áhersla á að foreldrar leggi sig fram
um að vita með hverjum og hvar
ungmenni eru á kvöldin og um
helgar en rannsóknir hafa sýnt fram
á að fylgni er milli líðanar barna og
samveru með foreldrum,“ segir í
tilkynningu frá skólastjórnendum
í FVA og félagslífs- og forvarnar-
fulltrúum skólans.
mm
Færri nemendur í edrúpottinum
Plastmengun er víða í heiminum, á
sjó og landi. Nýleg rannsókn sem
Umhverfisstofnun vann um plast-
mengun í kræklingi við strend-
ur landsins leiddi í ljós að örplast
finnst í fjörukræklingi á öllum stöð-
um sem kannaðir voru. Ákveðið var
að rannsaka krækling því hann er
talin hentug bendilífvera fyrir mat á
örplastmengun í hafi. Þá var einnig
framkvæmt vöktun á plasti í maga
fýla því hún er notuð sem umhverf-
isvísir hjá OSPAR til að meta magn
plasts í yfirborði sjávar.
Í niðurstöðu um plastmengun í
kræklingi kom meðal annars fram
að fjöldi örplastagna var á bilinu 0
til 4 í hverjum kræklingi og fund-
ust plastagnir í 40–55% kræklings á
hverri stöð. Alls fundust 77 örplast-
agnir í 120 kræklingum sem voru
skoðaðir frá öllum stöðum. Meðal-
fjöldi örplastagna í heild var 1,27
per krækling og 0,35 per g kræk-
lings (votvigt). Plastagnirnar voru
aðallega þræðir (>90%, meðallengd
1,1 mm) og voru af ýmsum gerð-
um og litum. Ekki reyndist mark-
tækur munur á fjölda örplastagna í
kræklingi á milli stöðva við strend-
ur landsins.
mm
Örplast finnst í íslenskum kræklingi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra hefur skipað starfshóp
sem gera á tillögur að skipulagn-
ingu líknar- og lífslokameðferð-
ar á höfuðborgarsvæðinu, Suður-
nesjum, Suðurlandi og Vesturlandi.
Hópnum er ætlað að taka saman
yfirlit yfir þá þjónustu sem stendur
til boða sjúklingum sem eru í þörf
fyrir líknar- og lífslokameðferð og
búa í heilbrigðisumdæmum þessara
landsvæða, greina núverandi þörf
fyrir líknar- og lífslokameðferð á
starfssvæði viðkomandi heilbrigðis-
stofnana, gera tillögur um skipulag
og framkvæmd líknar- og lífsloka-
meðferðar á svæðinu og gera áætl-
un um kostnað við undirbúning og
rekstur í samræmi við tillögurnar.
Gert er ráð fyrir að hópurinn skili
heilbrigðisráðherra tillögum fyrir
1. júní 2019.
Áður hefur verið fjallað um líkn-
ar- og lífslokameðferð í heilbrigðis-
umdæmum Vestfjarða, Austurlands
og Norðurlands af hálfu starfshóps
sem skilaði heilbrigðisráðherra til-
lögum sínum á síðasta ári og mun
vinna hans nýtast í störfum hópsins
sem nú hefur verið skipaður.
Formaður nýja starfshópsins er
Berglind Víðisdóttir. Aðrir full-
trúar eru Valgerður Sigurðardóttir
tilnefnd af Landspítala, Rún Hall-
dórsdóttir tilnefnd af Heilbrigð-
isstofnun Vesturlands, Sigurður
Árnason tilnefndur af Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja og Anna María
Snorradóttir tilnefnd af Heilbrigð-
isstofnum Suðurlands. Starfsmaður
hópsins er Helga Harðardóttir, sér-
fræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.
mm
Starfshópur um líknar- og lífslokameðferðir
Fyrsta umferð spurningakeppni
framhaldsskólanna, Gettu betur, fór
fram í vikunni sem leið en keppn-
inni var útvarpað á Rás 2. Skólarnir
sem komust í sextán liða úrslit síðasta
kvöldið voru Verzlunarskóli Íslands,
Menntaskóli Borgarfjarðar, Mennta-
skólinn að Laugarvatni og Mennta-
skólinn á Akureyri, en sá síðarnefndi
bar sigurorð af liði Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi. Nemend-
ur Menntaskóla Borgarfjarðar voru
býsna öruggir í fyrstu umferð með
sigur gegn Fjölbrautaskólanum í Ár-
múla. Lið MB átti að mæta Kvenna-
skólanum í Reykjavík í annarri um-
ferð keppninnar í gær, þriðjudaginn
15. janúar, en keppni var ekki hafin
þegar Skessuhorn var sent í prentun.
mm/ Ljósm. Getspekifélag Mennta-
skóla Borgarfjarðar.
Lið MB mætti Kvennó í annari
umferð Gettu betur