Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Síða 7

Skessuhorn - 16.01.2019, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 7 www.skessuhorn.is Fréttaveita Vesturlands Nice & Mónakó sp ör e hf . Vetur 1 Glæsileg ferð á frönsku rivíeruna eða Côte d‘Azur þar sem við njótum lífsins og tökum þátt í hátíðahöldum heimamanna á blómahátíð í Nice og upplifum ævintýralega sítrónuhátíð í Menton. Fetum í fótspor kvikmyndastjarna í Cannes og látum suðrænan blæ leika um okkur í furstadæminu Mónakó. 28. febrúar - 7. mars Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 208.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við all- ar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins. Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur þeirra á hringveg- inum. Þá verður viðvörunarskilt- um breytt og einnig bætt við undir- merki á ensku á viðvörunarskiltum. Kostnaður við merkingar er áætl- aður um 70-80 milljónir króna. „Vegagerðin hefur einnig ákveð- ið að yfirfara hámarkshraða á þjóð- vegum í dreifbýli og breyta honum til lækkunar reynist þess þörf eða fjölga merkingum um leiðbein- andi hraða. Þá verður gerð úttekt á vegriðum á öllum brúm á stofn- og tengivegum. Lagfæringum verður forgangsraðað eftir ástandi brúnna og aðstæðum á hverjum stað eftir því sem svigrúm er í fjárheimild- um,“ segir í tilkynningu frá Vega- gerðinni. Eftir sem áður gildir sú gullvæga regla að ávallt ber að haga akstri eftir aðstæðum. Heildarfjöldi brúa á þeim þjóð- vegum sem teljast til stofn- og tengivega er 892. Af þessum brúm teljast 423 vera einbreiðar, þ.e. fimm metrar að breidd eða mjórri. „Mikil áhersla er lögð á að fækka einbreið- um brúm en ljóst er að langan tíma mun taka að útrýma þeim. Á und- anförnum þremur árum hefur stað- ið yfir átak varðandi bættar merk- ingar við einbreiðar brýr, sem m.a. felst í uppsetningu blikkljósa, og hafa nú allar brýr á hringvegi ver- ið merktar á sambærilegan hátt og sama gildir um nokkrar brýr utan hringvegar. Á fundi um vegamál í Reyk- hólasveit í síðustu viku sagði Guð- mundur Valur Guðmundsson, for- stöðumaður hönnunarsviðs Vega- gerðarinnar, að áætlaður kostnað- ur við að breikka einbreiða brú og gera tvölfalda væri um fimm millj- ón krónur metrinn. Þannig kost- aði um 100 milljónir að tvöfalda 20 metra langa brú. Af því leiðir að ár og dagar munu líða áður en ein- breiðum brúm hér á landi verður útrýmt. mm Hámarkshraði lækkaður við einbreiðar brýr WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2019-2020 Fr ee Co pyPublished by Skessuhorn - www.skessuhorn.is Travel W EST ICELA N D - Ferðast um Vesturland 2019-2020 - Your guide to W est Iceland West Iceland Vesturland Kynning á ferðablaðinu Travel West Iceland 2019-2020 Útgáfuþjónusta Skessuhorns, í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands, mun í apríl 2019 gefa út ferðablaðið Travel West Iceland 2019-2020. Blaðið verður á ensku og íslensku. Allir sem starfa við ferðaþjónustu á Vesturlandi og vilja koma sér á framfæri við ferðafólk eru hvattir til að vera með í blaðinu og gera sig sýnilega fyrir gesti. Þau fyrir- tæki sem eru skráðir samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands fá sem hluta af félagsaðild 1/8 aug- lýsingu í blaðinu. Auk þess eru stærri auglýsingar boðnar til sölu. Blaðið verður litprentað í A5 broti, 96-112 blaðsíður og gefið út í 60 þúsund eintökum. Efnistök í blaðinu verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þar verður almennur kafla um Vestur- land, héraðslýsingar fyrir Akranes og Hvalfjörð, Borgarfjörð, Snæfellsnes auk Dala og Reykhóla á ensku og íslensku sem og ábendingar um mark- verða viðkomustaði og náttúruundur. Kort verða á sínum stað auk viðburðaskrár og fjallað um Vestur- land að vetri. Helstu dreifingarstaðir nú verða á höfuðborgar- svæðinu, upplýsingamiðstöðvum um land allt, aðkomuleiðum ferðamanna á Vesturland og síðast en ekki síst á öllum helstu áningar- og ferðamanna- stöðum á Vesturlandi sjálfu. Lager af blaðinu verður ætíð til dreifingar hjá Markaðsstofu Vestur- lands í Borgarnesi. Einnig verður blaðið aðgengi- legt á www.skessuhorn.is og á www.west.is, þaðan sem ferðaþjónustuaðilar geta hvenær sem er hlaðið því niður og sent viðskiptavinum sínum á rafrænu formi. Lögð er áhersla á að auglýsendur noti alþjóðleg ferðaþjónustumerki í auglýsingum sínum. Auglýsingasala Panta þarf auglýsingapláss tímanlega eða í síðasta lagi fyrir 15. febrúar 2019. Boðið er upp á heil- síðuauglýsingar, hálfsíðuauglýsingar, 1/4 auglýs- ingar og 1/8 auglýsingar. Auglýsingaverð hefur verið lækkað frá því í fyrra. Um sölu auglýsinga sér Ingunn Valdís Baldurs- dóttir í síma 433-5500 eða á netfangið ferdablad@skessuhorn.is. Athygli er vakin á því að Markaðsstofa Vesturlands mun á þessu ári ekki gefa út bæklinginn West Iceland - The Official Tourist Guide. Við hlökkum sem fyrr til góðs samstarfs við ferða- þjónustufyrirtæki og aðra samstarfsaðila á Vestur- landi. Útgáfuþjónusta Skessuhorns Sími 433-5500 og ferdablad@skessuhorn.is. 1/1 1/2 1/4 1/8

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.