Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Side 9

Skessuhorn - 16.01.2019, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 9 Starfsmaður í fjármálaumsýslu Capacent — leiðir til árangurs Um er að ræða starf fyrir sveitarsjóð Kjósarhrepps, Kjósarveitur ehf. og Leiðarljós ehf. Spennandi verkefni eru fram undan við að byggja upp öuga fjármálaumsjón og stuðla að góðri þjónustu og aukinni upplýsingagjöf til íbúa og frístundahúseigenda. Starfsmaðurinn vinnur með sveitarstjóra, framkvæmdastjóra veitna, byggingarfulltrúa og oddvita Kjósarhrepps. Skrifstofan er í Ásgarði, stjórnsýsluhúsi hreppsins í fallegu umhver. Í Kjósarhreppi búa um 230 manns og þar eru um 600 frístundahús. Megin atvinnulíf í sveitinni er landbúnaður en allmargir íbúar sækja vinnu í næsta nágrenni, þ.á.m. á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/12422 Menntunar- og hæfniskröfur: Starfsréttindi sem viðurkenndur bókari æskileg. Marktæk starfsreynsla við bókhald og tengd verkefni. Góð tölvukunnátta skilyrði, reynsla af bókhaldskernu DK æskileg. Góð íslenskukunnátta. Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt. Góðir samstarfshæleikar. · · · · · · · · · · · · · · · · Umsóknarfrestur 28. janúar Starfssvið: Bókhaldsskráning. Uppgjör og frágangur bókhalds. Umsjón með launavinnslu og tengdum verkefnum. Þátttaka í aðlögun bókhaldskerfa. Álagning fasteignagjalda og eftirfylgni innheimtu gjalda. Reikningagerð fyrir Kjósárhrepp og dótturfyrirtæki. Skjalastjórnun. Aðstoða við innfærslu upplýsinga á vefsíðu Kjósarhrepps. Símsvörun og eiri verkefni í samstar við aðra starfsmenn. Skrifstofa Kjósarhrepps óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf við bókhald og almenna umsjón fjármálatengdra verkefna. Leitað er að jákvæðum og þjónustuliprum starfsmanni með haldgóða þekkingu og reynslu. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir sam- komulag um endurskoðun á samn- ingi um starfsskilyrði sauðfjárrækt- arinnar hér á landi. „Markmið sam- komulagsins er meðal annars að stuðla að auknu jafnvægi framboðs og eftirspurnar á markaði með sauðfjárafurðir, auka frelsi sauðfjár- bænda og að auðveldara verði að takast á við sveiflur í ytra og innra umhverfi greinarinnar. Áhersla verður lögð á að auðvelda aðlög- un að breyttum búskaparháttum eða nýrri starfsemi með sérstökum aðlögunarsamningum. Þær breyt- ingar sem gerðar eru á samningn- um kalla ekki á aukin útgjöld fyr- ir ríkissjóð,“ segir í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu. Aðlögunarsamningar gerðir við bændur Í samkomulaginu felst að heimilt verður að gera aðlögunarsamninga við framleiðendur sem tilbúnir eru að hætta eða draga úr sauðfjárbú- skap og reyna fyrir sér í nýrri starf- semi. Framleiðendur geta óskað eftir að gera slíka samninga til árs- ins 2022. Breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi beingreiðslna, gripa- greiðslur falla út og hlutföll til ein- stakra verkefna breytast. Mark- mið þeirra breytinga er að draga úr vægi greiðslna sem tengdar eru við framleitt kjötmagn eða gripafjölda. Heildarfjárhæð greiðslna hvers árs verður sem áður samkvæmt gild- andi samningi en áhersla er frekar lögð á stuðning sem er síður hvetj- andi til offramleiðslu. Markaður fyrir greiðslumark Stofnsettur verður markaður fyr- ir greiðslumark sem verður í hönd- um Búnaðarstofu Matvælastofnun- ar. Greiðslumark verður innleyst og boðið til sölu á innlausnarverði ár hvert. Heimilt er að gefa ákveðn- um hópum framleiðenda forgang á kaupum á því greiðslumarki sem boðið verður til sölu hverju sinni. Þessi aðgerð er til þess fallin að halda niðri kostnaði af kerfinu og sameina hagsmuni innan stéttarinnar. Innanlandsvog metur eftirspurn Í samkomulaginu er ákvæði sem ætlað er að stuðla að framleiðslu- jafnvægi á sauðfjárafurðum. Fjár- hæðum samkvæmt þeim lið verður ráðstafað ef bregðast þarf við breyt- ingum á framboði og eftirspurn á markaði. Það verður m.a. gert með því að efla markaðsfærslu sauðfjár- afurða og greiða sérstakar uppbæt- ur fyrir slátrun áa til fækkunar. Þá verður komið á fót svokallaðri inn- anlandsvog sem skilgreinir þarfir og eftirspurn innanlandsmarkaðar eftir kindakjöti. Árlega skal Mat- vælastofnun áætla sölumagn kinda- kjöts á innanlandsmarkaði næsta almanaksár og byggja þá áætlun á sölu síðustu 24 mánaða og líklegri söluþróun. Mismunur á raunveru- legri framleiðslu og innanlandsvog gefur til kynna árlega útflutnings- þörf sláturleyfishafa. Álagsgreiðslur vegna gæðastýringar munu skiptast á þann hluta heildarframleiðslunn- ar sem ætlaður er til innanlands- markaðar. Ásetningshlutfall lækkað Ásetningshlutfall verður lækkað úr 0,7 í 0,6 frá og með 1. janúar 2020. Jafnframt er gerð sú breyting að ráðherra verður heimilt að endur- meta hlutfallið árlega að fenginni tillögu framkvæmdanefndar bú- vörusamninga, með tilliti til inn- anlandsvogar og þróunar á fram- boði og eftirspurn sauðfjárafurða. Í núgildandi samningi er ásetn- ingshlutfallið ákveðið í lögum. Ráðherra bjartsýnn „Ég tel að þetta samkomulag muni styrkja grundvöll íslenskrar sauð- fjárræktar,“ segir Kristján Þór Júlí- usson ráðherra. „Sérstaklega er ánægjulegt að stuðlað verður að meira jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á markaði með sauð- fjárafurðir en það hefur verið einn helsti vandi greinarinnar undan- farin ár. Jafnframt má nefna þá ánægjulegu breytingu að við veit- um bændum meira frelsi með sér- stökum aðlögunarsamningum til að nýta tækifæri framtíðarinnar – bændum og neytendum til heilla.“ Jákvætt skref að mati Oddnýjar Oddný Steina Valsdóttir, formað- ur Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að í samkomulaginu komi inn ferlar til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfi sauðfjárrækt- arinnar, það sé mikilvægt. „Þá er dregið úr framleiðsluhvata stuðn- ingsgreiðslna. Eftir sem áður er stefnt að því að jafna stöðu bænda sem starfa innan samningsins og draga úr kostnaði greinarinnar af kerfinu. Þá eru samningsaðil- ar sammála um mikilvægi þess að ná fram hagræðingaraðgerðum innan afurðageirans, að því marki verður áfram að vinna. Ég tel þær breytingar sem samkomulagið fel- ur í sér sé jákvætt skref sem muni styðja við aukna verðmætasköpun afurða. Þá er einnig ánægjulegt að samhliða þessu samkomulagi hefur ríkisstjórnin ákveðið að hefja kol- efnisverkefni í samstarfi við sauð- fjárbændur. Gæði, fagmennska og heilnæmi er aðalsmerki okkar sauðfjárbænda og á þeim styrkleik- um ætlum við að byggja til fram- tíðar.“ Loks er það tekið fram að unn- ið verður að þróun og innleiðingu verkefnisins á grundvelli þeirra til- lagna og greininga sem fram hafa komið. „Verkefnið verður vistað í umhverfis- og auðlindaráðuneyt- inu og unnið í samstarfi við at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið.“ mm Endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar Fulltrúar bænda og stjórnvalda skrifa undir samkomulagið.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.