Skessuhorn - 16.01.2019, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 201910
Vegagerðin boðaði á miðvikudag-
inn íbúa í Reykhólahreppi og ná-
grannasveitarfélögum til upplýs-
ingafundar um stöðu vegamála
í Gufudalssveit. Húsfyllir var á
fundinum sem haldinn var í Reyk-
hólaskóla, en áætlað er að um 150
gestir hafi mætt. Auk heimafólks
mættu fjölmargir íbúar frá suður-
fjörðum Vestfjarða enda hafa þeir
mikla hagsmuni af bættri vegteng-
ingu á stofnvegakerfinu. Fram kom
á fundinum að Vegagerðin stendur
fast á að öll rök hnígi í þá átt að
vegagerð um Teigsskóg, svoköll-
uð Þ -H leið, sé vænlegasti kostur-
inn. Reyna verði á að umferðarör-
yggismál vegi þyngra en náttúru-
vernd þegar kemur að ákvörðun
um staðarval. Starfsmenn Vega-
gerðarinnar segja að jafnt kostnað-
ur, tímarammi, umferðaröryggi og
aðrir þættir styðji þá niðurstöðu
að leggja veginn um Teigsskóg.
Fram hefur komið að niðurstaða
valkostagreiningar fyrir Reykhóla-
hrepp sýndi aftur á móti að svo-
kölluð R-leið um Reykhóla, með
brú yfir Þorskafjörð, væri besti
kosturinn. Þau rök hröktu starfs-
menn Vegagerðarinnar á fundin-
um. Fyrir liggur nú að sveitarstjórn
Reykhólahrepps þarf innan mjög
skamms tíma að taka næsta skref í
málinu, sem felst í breytingu á að-
alskipulagi. Stefnir hreppsnefnd á
að taka afstöðu í þessum mánuði.
Það fékk blaðamaður Skessuhorns
staðfest í samtölum við hrepps-
nefndarmenn að afloknum fundin-
um síðastliðinn miðvikudag.
Vestfirðir munu
blómstra
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri
Vegagerðarinnar bauð gesti vel-
komna á upplýsingafundinn á
Reykhólum. Ásamt henni voru
fimm lykilstarfsmenn Vegagerðar-
innar með í för. „Okkar markmið
er að upplýsa sveitarstjórn og íbúa
hér sem mest og best um stöðu
mála. Vegur um Gufudalssveit er
vissulega stórt verkefni í vegagerð
á landsvísu og við ákvörðun þarf
að taka mið af gríðarlega mörgum
þáttum og vanda til verka í hví-
vetna. Okkar markmið er einfald-
lega að tengja Vestfirði við stofn-
vegakerfi landsins með sem örugg-
ustum hætti. Þegar því verki lýk-
ur, er ég sannfærð um að mannlíf
og atvinnulíf á Vestfjörðum mun
blómstra,“ sagði Bergþóra.
Þ-H leiðin hagkvæmust
og öruggust
Talaði Bergþóra afdráttarlaust fyr-
ir því að Þ-H leið yrði fyrir val-
inu. „Reykhólahreppur getur ein-
faldlega ekki lagt til að farin verði
svokölluð R-leið. Reykhólaveg-
ur er að óbreyttu ekki nógu burð-
ugur til að taka á sig alla þá um-
ferðaraukningu sem verður þeg-
ar nýr stofnvegur verður opnaður
vestur á firði. Það er ekki markmið
Vegagerðarinnar að bútasauma
stofnvegagerðina, heldur vanda til
verka. Reykhólavegur er barn síns
tíma og uppfyllir engan veginn þá
staðla sem þurfa að vera til stað-
ar. Vegagerðin er og verður varð-
hundur umferðaröryggis en okkar
er einnig að gæta hagkvæmni við
meðferð skattfjár. R-leið með brú
frá Reykjanesi yfir Þorskafjörð og
til Skálaness er þremur milljörðum
króna dýrari framkvæmd en Þ-H
leið og að auki mun tímaramminn
lengjast til muna. Menn mega ekki
gleyma því að Alþingi hefur þeg-
ar heimilað fjárveitingu í vegagerð
eins og hún liggur fyrir um Teigs-
skóg. Vegagerðin leggur því til
að farin verði sú leið sem er hag-
kvæmust og öruggust. Við erum
hingað komin í Reykhólasveitina
til að fræða hreppsnefnd um þetta
og um leið ykkur íbúana,“ sagði
Bergþóra.
Langur aðdragandi en
kveðst nú vongóður
Guðmundur Valur Guðmunds-
son forstöðumaður hönnunar-
sviðs hjá Vegagerðinni hélt ítar-
lega kynningu og fjallaði um allt
frá sögu undirbúnings vegegerðar
um Reykhólasveit til stöðu máls-
ins í dag. Fór hann yfir þá faglega
vinnu sem leggja þarf í við hönn-
un og undirbúning stórra sam-
göngumannvirkja; en þar vega
þungt þættir á borð við náttúru-
vernd, umferðaröryggi, kostn-
að og sitthvað fleira. Sagði hann
að fyrst hefði verið gerð drög að
teikningu á brú yfir Þorskafjörð
árið 1976, þannig að hugmyndin
er engan vegin ný af nálinni. Mat-
sáætlun var gerð árið 2003 um veg
um Gufudalssveit og komst mál-
ið þá fyrst á nokkurn skrið. Skipu-
lagstillaga var unnin 2004 en 2006
var því hafnað að fara með veg um
Teigsskóg. Sú ákvörðun var kærð
og fór bæði fyrir héraðsdóm og
hæstarétt. Árið 2012 voru gerð ný
drög að matsáætlun en fyrirstaða
var einatt vegna verndarsvæða.
Lagði Guðmundur Valur áherslu
á að það væri stefna Vegagerðar-
innar að hafa umferðaröryggi sem
mest. Árið 2014 var lögð fram
matsáætlun um nokkrar leiðir og
álit Skipulagsstofnunar hafi ver-
ið að svokölluð D2 leið hefði í för
með sér minnst ígrip í náttúruna.
Árið 2017 hafi málin verið tekin að
skýrast allt þar til Reykhólahrepp-
ur hafi ákveðið sumarið 2018 að
fá norka fyrirtækið Multiconsult
til að skoða hvort aðrir vegkost-
ir væru í stöðunni. Norsku ráð-
gjafarnir töldu svo vera og nefndu
sérstaklega R-leið, með því að
nýta gamla Reykhólaveginn, brúa
Þorskafjörð frá Reykjanesi og yfir
í Skálanes. „Við funduðum í dag
með sveitarstjórn Reykhólahrepps,
skýrðum sjónarmið Vegagerðar-
innar og fórum ítarlega yfir málið.
Í raun er þetta fyrsti fundur okkar
við hreppsnefnd frá því í fyrravor.
Vonandi erum við nú komin vel á
veg með að leiða málið til lykta,“
sagði Guðmundur Valur.
Reykhólavegur ekki
boðlegur stofnvegur
Að því búnu fór Guðmundur Valur
yfir helstu atriði sem Vegagerðin
hefur í huga almennt áður en hægt
verður að taka ákvörðun um vega-
og brúarstæði. Sagði hann ófrá-
víkjanlega reglu að umferð eykst
þegar vegir eru lagðir bundnu slit-
lagi og slíkt yrði upp á teningnum
í Reykhólasveit. Fór hann því næst
yfir áætlanir um umferðaraukningu
um svæðið og hversu mismunandi
ólíkir valkostir stytta vegalengdir.
Nefndi hann að sem dæmi styttir
Þ-H leiðin vegalengdir verulega
fyrir alla nema þá sem fara leiðina
Patreksfjörður og enda á Reyk-
hólum. Loks fór Guðmundur Val-
ur yfir ýmsar hagrænar breytingar
sem verða samhliða vegagerð. Líkt
og vegamálastjóri hafði komið inn
á sagði Guðmundur Valur það haf-
ið yfir allan vafa að Reykhólaveg-
ur uppfyllti ekki þau skilyrði sem
setja verður út frá umferðaröryggi
um stofnbrautir ef aukinni umferð
yrði beint inn á hann. Slysatíðni
myndi þá aukast enda eru á honum
einbreiðar brýr, beygjur, öryggis-
svæði utan vegar eru óforsvaran-
leg, veghalli rangur, vegbreidd of
lítil og fleiri þættir sem útilokuðu
að nota Reykhólaveg óbreyttan
sem stofnveg. Fór hann yfir þá vegi
hér á landi sem hafa mesta slysa-
tíðni en þar stendur Skógarstrand-
arvegur og Vatnsnesvegur í Húna-
vatnssýslu uppúr, með þrefalt fleiri
slys en að meðatali. Hvorugur sá
vegur er með bundnu slitlagi, líkt
og Reykhólavegur, en með aukinni
umferð um Reykhólaveg myndi
slysum þar fjölga einnig.
Þá nefndi Guðmundur Valur að
þverun Þorskafjarðar og brú væri
mun umfangsmeiri framkvæmd en
Multiconsult hefði haldið fram í
fyrrasumar. Kostnaður við land-
fyllingu og brúargerð yrði að taka
mið af straumþunga undir brú.
Áætlaði hann að brú frá Reykjanesi
yfir að Skálanesi þyrfti að líkind-
um að verða 900 metra löng og þar
með lengsta brú landsins í notk-
un. Slíkt mannvirki kostar varlega
áætlað um sex milljarða króna,
sagði hann og bætti við að þar með
væru forsendur Multiconsult ekki
réttar og valkostagreiningin því
sömuleiðis.
Loks fór Guðmundur Valur yfir
áætlaða tímalínu út frá mismun-
andi valkostum. Áætlar Vegagerð-
in að hægt verði mögulega að ljúka
við Þ-H leið haustið 2023, D2 leið
haustið 2024 en A-3 leið (R-leið)
haustið 2025 í fyrsta lagi.
mm
Vegagerðin boðaði til íbúafundar á Reykhólum
Vegagerðin telur veg um Teigsskóg öruggustu,
ódýrustu og fljótlegustu leiðina
Fjölmenni var á fundinum.
Sex af lykilstjórnendum Vegagerðarinnar mættu á fundinn enda telur stofnunin brýnt að niðurstaða fáist í skipulagsmál sem
fyrst þannig að styttast geti í að framkvæmdaleyfi verði hægt að gefa út. F.v. Auður Þóra Árnadóttir, Bergþóra Þorgeirsdóttir,
Magnús Valur Jóhannsson, Guðmundur Valur Guðmundsson, G.Pétur Matthíasson og Pálmi Þór Sævarsson.
Guðmundur Valur Guðmundsson fór ítarlega yfir vegagerð í Gufudalssveit allt frá
fyrstu hugmyndum árið 1976 til dagsins í dag.