Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Síða 11

Skessuhorn - 16.01.2019, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 11 Víðir Arnar Kristjánsson Bjarni StefánssonÓlafur Sævarsson Ertu í söluhugleiðingum á nýju ári? Höfum opnað útibú á Akranesi Verið velkomin í kaffi FASTEIGNASALA VENJULEGA FÓLKSINS - STILLHOLT 16-18 - WWW.DOMUSNOVA.IS - SÍMI 5271717 FRÍTT V ERÐMA T Slökkvilið Grundarfjarðar og Slökkvilið Snæfellsbæjar nýttu liðna helgi til að læra á nýjustu tæki liðanna. Þá komu leiðbeinendur frá Slökkvilið- inu í Vík og Brunavörnum Austurlands og kenndu mönn- um á nýju Flir-IR myndavél- arnar sem liðin tóku nýver- ið í notkun. Mjög góð mæt- ing var á námskeiðið sem stóð í tvo daga. IR myndavélarnar nema hitageisla og munu auka öryggi og alla nálgun í starfi slökkviliðsmanna. tfk Héldu námskeið í notkun hitamyndavéla Slökkviliðsmennirnir Vigfús Þráinn Bjarnason og Matthías Páll Gunnarsson eru hér að brúka hitamyndavél og virðast vera að mæla hitann hjá ljósmyndara Skessuhorns. Axel Rafn Benediktsson, íbúi á Akranesi, náði myndbandi af bíl aka á ofsahraða niður Hvalfjarð- argöngin sunnanmegin á mánu- dag. Myndbandið birti hann á Fa- cebook-síðu sinni sem og í íbúa- hópi Akurnesinga og vakti athygli á ofsaakstrinum. Myndbandið er tekið úr farþega- sæti bíls sem ekið er um Hvalfjarð- argöng með hraðastillinguna á 70 km/klst., sem er hámarkshraði í göngunum, að því er fram kemur í myndbandinu. Eftir stutta stund má sjá svartan jeppa þjóta framúr bílnum, greinilega á töluvert meiri hraða en Axel. „Svona á alls ekki að aka, sértaklega í göngunum. Það þarf svo lítil til að það verði hrikalegt slys þarna. Einn bíll get- ur grandað fleirum en bara sjálf- um sér,“ segir Axel í færslu sinni. kgk Ofsaakstur í Hvalfjarðargöngum Skjáskot úr myndbandi Axels. Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi sínum 11. janúar sl. að semja við hollensku skipasmíðastöðina Damen Shipyard um smíði á nýj- um dráttarbát. Faxaflóahafnir höfðu áður óskað eftir tilboði í smíði á 32-35 metra löngum báti með 80 tonna togkrafti áfram og afturábak. Alls bárust 15 tilboð frá átta fyrir- tækjum. Tilboð Damen hljóðar upp á rétt tæpar 7,6 milljónir evra, eða sem samsvarar rúmum einum milljarði íslenskra króna. Ákvörðun um að semja við hollenska fyrirtækið var tekin á grundvelli niðurstöðumats ráðgjafa og óháðs aðila á þeim til- boðum sem bárust, að því er fram kemur í frétt á vef Faxaflóahafna. „Niðurstaða yfirferðar tilboðanna var að bátur Damen Shipyards fékk hæstu heildareinkunn þegar búið var að leggja saman einkunn fyrir verð og gæði. Að mati þeirra sem komu að matinu ber bátur Damen Shipyards af hvað varðar tæknilegar útfærslur og öryggi. Þá ber þjálfun- arnámskeið hjá Damen jafnframt af samanborið við önnur tilboð,“ segir í minnisblaði Gísla Jóhanns Halls- sonar yfirhafnsögumanns. Gísla Gíslasyni hafnarstjóra var falið að ganga frá smíðasamningi nýja dráttarbátsins við hollenska skipasmíðafyrirtækið. Samkvæmt tilboðinu verður báturinn afhentur eigi síðar en í febrúar á næsta ári. Þeir bátar sem Faxaflóahafnir hafa yfir að ráða fyrir eru allir smíðaðir af hollensku skipasmíðastöðinni. kgk Láta smíða nýjan dráttarbát Magni er öflugastur þeirra dráttarbáta sem Faxaflóahafnir eiga fyrir. Hér er hann við bryggju á Akranesi skömmu eftir að hann kom nýr til landsins árið 2006. Ljósm. úr safni. Á auka aðalfundi Landssambands fiskeldisstöðva (LF) 14. desemb- er síðastliðinn var tekin sameigin- leg ákvörðun aðildarfyrirtækjanna um að sækja um aðild að Samtök- um fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Jafnframt var ákveðið að leggja niður daglega starfsemi LF og mun henni framvegis verða sinnt af SFS. Þá hefur verið ákveðið að Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar LF, gangi til liðs við teymi SFS og sinni þar verkefnum sem snúa að fiskeldismálum. „Fiskeldi hér á landi hefur aukist á undanförnum árum og verkefni Landssambands- ins hafa þar með orðið fleiri og fjöl- þættari. Það er mat stjórnar Lands- sambandsins að þeim verkefnum verði betur sinnt innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,“ segir í ályktun aðalfundar LF. Einar K. Guðfinnsson seg- ir mikla uppbyggingu hafa verið í fiskeldi á undanförnum árum og verkefnin sem þurfi að leysa séu orðin umfangsmeiri og flóknari en áður. „Ég tel þetta því rökrétt skref í þróun samtakanna og fiskeldis á Íslandi, að verða hluti af samtök- um sem byggja á gömlum grunni. Laxeldi hefur alla burði til þess að verða undirstöðuatvinnugrein á Ís- landi á sama hátt og sjávarútvegur- inn hefur verið um langt skeið og verða þar með enn ein stoðin undir efnahagslegri hagsæld Íslendinga. Að því munum við vinna,“ segir Einar Kristinn. mm Fiskeldisfyrirtæki ganga til liðs við SFS

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.