Skessuhorn - 16.01.2019, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 201912
Fyrirtækið Uppbygging ehf. stend-
ur þessa dagana að þremur stórum
verkefnum á Akranesi. Um er að
ræða byggingu fjölbýlishúss við Asp-
arskóga 29, sem er vel á veg kom-
in, verslunar- og þjónustumiðstöð
við Smiðjuvelli og hótel við Kirkju-
braut. Síðarnefndu verkefnin tvö eru
í skipulagsferli. Uppbygging ehf. er
í eigu hjónanna Engilberts Runólfs-
sonar og Kristínar Minneyjar Pét-
ursdóttur. Skessuhorn hitti Engil-
bert á skrifstofu fyrirtækisins fyr-
ir helgi og ræddi við hann um þessi
verkefni.
Nýlega flutti fyrirtækið í nýja
skrifstofu að Stillholti 23 á Akranesi,
en í húsinu er einnig Café Kaja og
Matarbúr Kaju, Gallerí Ozone og
Dýrabær. Uppbygging keypti húsið
á síðasta ári. „Við eigum allt húsið
og höfum undanfarið verið að vinna
að því að gera upp þann hluta sem
við nýtum sem skrifstofu, auk efri
hæðar hússins. Á efri hæðinni hefur
verið innréttað gistiheimili í flokki
2, með rými fyrir um 30 manns. Það
verður þó ekki rekið sem slíkt, held-
ur er það fyrst og síðast ætlað starfs-
mönnum Renova, sem er starfs-
mannaleiga á okkar vegum sem
stofnuð var til að manna ýmis störf
í verkefnum Uppbyggingar ehf. um
allt land,“ segir Engilbert, en auk
áðurnefndra verkefna á Akranesi
stendur fyrirtækið fyrir byggingu
fjölbýlishúsa á Hvammstanga og
Blönduósi í samvinnu við Loftorku.
„Síðan erum við væntanlega að fara
að byggja fjögur þúsund fermetra
hús í Reykjavík fyrir landsþekkt fyr-
irtæki, ef áætlanir ganga eftir,“ segir
hann.
Asparskógar 29 í
sölu eftir mánuð
Skóflustunga var tekin að tveimur
fjölbýlishúsum við Asparskóga 27
og 29 í maí 2016. Bæði húsin eru á
þremur hæðum og hvort um sig með
tólf íbúðum sem eru annars vegar um
125 fermetrar að stærð og hins veg-
ar 100 fermetra íbúðir. „Allar íbúð-
irnar á Asparskógum 27 hafa verið
seldar og framkvæmdir við Aspar-
skóga 29 eru að fara á lokasprettinn.
Húsið er að verða fokhelt þessa dag-
ana og við stefnum á að það verði
fullklárað eftir þrjá til fjóra mánuði
eða svo. Ég á von á því að íbúðirn-
ar á Asparskógum 29 verði settar á
sölu eftir sirka mánuð, eða um miðj-
an febrúar,“ segir Engilbert. „Þar að
auki höfum við látið gera teikning-
ar að fjölbýlishúsi við Asparskóga 18
sem fer í byggingu í sumar. Það hús
verður stærra, samtals 34 íbúðir á
tveimur, þremur og fjórum hæðum,
en minni og nettari íbúðir og bíla-
geymsla undir húsinu þar sem hverri
íbúð fylgir eitt stæði,“ segir hann og
bætir því við að hann hafi mikla trú
á Akranesi sem búsetukosti til fram-
tíðar. „Ég er mjög bjartsýnn á að það
gangi vel að selja íbúðirnar á Aspar-
skógum 29 og á Asparskógum 18
þegar þar að kemur og fullur bjart-
sýni gagnvart Akranesi í heild. Bær-
inn á mikið inni og hér eru mörg
tækifæri. Mesti uppgangur á land-
inu næstu tíu árin verður á Akra-
nesi, það er mín trú. Tækifærin eru
sannarlega til staðar og ég spái því
að hér verði byggðar um það bil eitt
þúsund íbúðir næstu tíu til fimmtán
árin,“ segir Engilbert.
Vonast til að byrja á
Smiðjutorgi í vor
Í Skessuhorni á síðasta ári var greint
frá áformum Uppbyggingar ehf.
um verslunar- og þjónustumiðstöð
við Smiðjuvelli á Akranesi, verkefni
sem gæti hljóðað upp á um fimm
milljarða króna. Engilbert segir
að Smiðjutorgið sé í skipulagsferli
þessa dagana. „Samkvæmt síðustu
fregnum sem ég heyrði er búið að
vísa skipulaginu til umsagnar Skipu-
lagsstofnunar. Ég vonast til þess að
skipulagsferlinu verði að fullu lok-
ið eftir þrjá mánuði. Um leið og það
er afgreitt ætlum við að hefja fram-
kvæmdir,“ segir hann. „Gert er ráð
fyrir allt að sex byggingum, samtals
um 17 þúsund fermetrar sem munu
henta alls konar verslun og þjón-
ustu, auk skrifstofubygginga,“ segir
Engilbert og bætir því við að verk-
efninu hafi verið sýndur mikill áhugi.
„Smiðjutorgið hefur verið kynnt
mörgum fyrirtækjum, stórum sem
smáum, bæði hér á Akranesi og ann-
ars staðar á landinu. Margir hafa sýnt
þessu verkefni mikinn áhuga, enda
verður þarna húsnæði fyrir hvers
kyns verslun og þjónustu sem ekki
hefur verið í boði á Akranesi í lang-
an tíma. Ég held að þetta verði mik-
il lyftistöng fyrir bæjarfélagið,“ seg-
ir hann.
„Ekki bær með bæjum
fyrr en hér rís hótel“
Eigendur Uppbyggingar ehf. stefna
á að hefja byggingu 56 eða 58 her-
bergja hótels við Kirkjubraut 39 síð-
ar á þessu ári. Lóð sem eldri bæj-
arbúar þekkja sem Fólksbílastöð-
ina en þar hafa ýmsar verslanir verið
síðari árin til húsa. Núverandi hús á
lóðinni verður rifið og hótel byggt í
staðinn. Engilbert segir það verkefni
komið örlítið styttra á veg en Smiðju-
torgið en er nú í skipulagsferli. „Op-
inn kynningarfundur vegna skipu-
lags hótelsins verður haldinn núna
einhvern tímann eftir miðjan mán-
uðinn. Í kjölfar þess verður lögð loka-
hönd á skipulagið, það síðan auglýst
„Mesti uppgangur á landinu næstu
tíu árin verður á Akranesi“
- segir Engilbert Runólfsson hjá Uppbyggingu ehf.
Allar íbúðirnar tólf að Asparskógum 27
hafa verið seldar.
Teikning að Smiðjutorgi, verslunar- og
þjónustumiðstöð við Smiðjuvelli á Akranesi.
Verkefnið er í skipulagsferli og vonast for-
svarsmenn Uppbyggingar ehf. til þess að því
verði að fullu lokið eftir þrjá mánuði. Teikning
sótt á www.smidjutorg.is.
Asparskógar 29, þar sem framkvæmdir eru að komast
á lokasprettinn. Að sögn Engilberts er stefnt að því að
setja íbúðirnar í sölu eftir mánuð eða svo.
Hjónin Engilbert Runólfsson
og Kristín Minney Péturs-
dóttir, eigendur Uppbygg-
ingar ehf. Asparskógar 29 í
baksýn, þar sem lokasprettur
framkvæmda er framundan.