Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Page 21

Skessuhorn - 16.01.2019, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 21 Borgarbyggð - miðvikudagur 16. janúar Félagsstarf Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum í Brún í Bæjarsveit kl. 13:30. Hvað lastu um jólin? Sagt frá áhugaverðum bókum, nýjum og gömlum, sem við lásum um jólin. Spil og kaffiveitingar. Borgarbyggð - miðvikudagur 16. janúar Skallagrímur mætir Breiðabliki í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Borgarbyggð - fimmtudagur 17. janúar Skallagrímur mætir Stjörnunni í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Leikið verður frá kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Borgarbyggð - föstudagur 18. janúar Föstudagurinn Dimmi í Borgarnesi. Íbúar hvattir til að hvíla raftækin í einn dag en draga þess í stað fram vasaljósin og kertin og eiga notalega stund; spila, segja sögur og spjalla saman. Í tilefni dagsins verður dimm vasaljósaganga í Bjargsskógi kl. 7:00, afslappað hádegi í Safnahúsi í hádeginu, kyrrðarstund í Borgarneskirkju kl. 16:00, Draugasögur Geirs Konráðs í rjóðrinu í skógræktinni að Bjarki kl. 18:00 og Gong samflot í sundlauginni kl. 20:45. Borgarbyggð - föstudagur 18. janúar Föstudagurinn dimmi: afslappað hádegi með þjóðlegu ívafi mitt í erli dagsins í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 12:00 til 13:00. Ljós í lágmarki og bókasafnið opið. Vasaljós við bókaleit fyrir þá sem vilja. Boðið upp á flatbrauð með hangikjöti og mysu með. Grundarfjörður - laugardagur 19. janúar Grundfirðingar mæta Breiðabliki B í 2. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Grundarfirði frá kl. 16:00. Akranes - laugardagur 19. janúar Tónleikar í Akranesvita. Kanadísku hjónin sem mynda dúettinn Tulips & Devilships verða með tónleika í Akranesvita kl. 19:00. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Athugið að ekki er posi á staðnum. Dalabyggð - sunnudagur 20. janúar Bingó Kvenfélagsins Fjólu í Árbliki kl. 14:00. Spjaldið kostar 800 kr. Allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð. Sjoppa með gosi og nammi og kaffi. Athugið að ekki er posi á staðnum. Akranes - sunnudagur 20. janúar ÍA mætir Stál-Úlfi í 3. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 16:30 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Borgarbyggð - miðvikudagur 23. janúar Félagsstarf Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum í Brún í Bæjarsveit kl. 13:30. Umræðufundur um starfsemi félagsins og verkefni. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 2. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.622 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Hildur A. Ingadóttir og Árni Þór Arnarson, Akranesi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 13. janúar. Drengur. Þyngd: 3.410 gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar: Andrea Hlín Harðardóttir og Gísli Þór Ólafsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. Aðstoðarmanneskja við kvikmyndaverkefni Óska eftir lærlingi/ aðstoðarmanneskju til að sinna margvíslegum verkefnum á sviði kvikmyndagerðar. Einstakt tækifæri til að læra kvikmyndagerð og öðlast reynslu á mörgum sviðum kvikmyndagerðar. Áhugasamir sendi umsókn á umsokn311@gmail.com. Skammtímaleiga í Borgarnesi Par leitar að íbúð til leigu í eða kringum Borgarnes í sumar, frá ca. 1. júlí til 1. ágúst. Erum 35 ára par með einn tæplega tveggja ára gutta. Ef einhver vill hafa tekjur af íbúðinni sinni endilega hafið samband, Árni og Harpa. arnikristjans. arkandi@gmail.com. Íbúð í Borgarnesi Til leigu eða sölu 2ja herbergja íbúð í Borgarnesi. Íbúðin er við Hrafnaklett 8. Nýmáluð og nýir gluttar. Losnar fljótlega. Upplýsingar í síma 864- 5542. Skrifstofa til leigu Til leigu skrifstofurými á Akranesi. Sameiginlegur aðgangur að eldhúsi og snyrtingu með annarri starfsemi í húsinu. Upplýsingar í síma 894- 8998. ATVINNA Í BOÐI Markaðstorg Vesturlands 14. janúar. Drengur. Þyngd: 4.130 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Helga Rós Sveinsdóttir og Bjarki Ram Þóruson, Akranesi. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is LEIGUMARKAÐUR

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.