Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 20192 Þrjár bæjarhátíðir verða í gangi í lands- hlutanum um helgina. Þetta eru Írskir dagar á Akranesi, Ólafsvíkurvaka á Snæ- fellsnesi þar sem bæjarbúar byrja að skreyta bæinn á morgun og svo er það Hvanneyrarhátíð á Hvanneyri í Borgar- firði á laugardaginn. Það er því um að gera fyrir Vestlendinga að nýta tæki- færið og kíkja á bæjarhátíð um næstu helgi. Búast má við suðaustanátt, rigningu og súld sunnan- og vestanlands í dag. Síð- degis er spáð suðvestanátt með smá- skúrum sunnan- og vestanlands en dá- lítilli rigningu norðan- og austanlands. Hiti 10-18 stig. Á fimmtudag verður breytileg átt. Rigning með köflum eða skúrir verða í flestum landshlutum. Hiti 7-15 stig. Á föstudaginn verður skýj- að með köflum um land allt. Á laugar- dag verður að mestu bjartviðri sunnan heiða . Á sunnudag verður skýjað með köflum og úrkomulítið. Hlýjast verður á Suðurlandi. Á mánudag spáir norð- austanátt, skýjað en úrkomulítið. Hiti 8-16 stig. Spurt var í síðustu viku á vef skessu- horns „Hvernig ís velur þú þér í sjopp- unni?“ Langflestir halda í hefðina og fá sér hvítan ís í brauðformi eða 49% kjós- enda. Næstir á eftir koma bragðarefs- menn með 18%. Ís í boxi fékk einnig einhver atkvæði eða 11%. Jafn markir kusu Shake eða íshristinn. Fæstir vildu bleikan eða brúnan ís í brauðformi, kúluís, aðrar tegundir eða krap í glasi. Alls tóku 464 kjósendur þátt. Í næstu viku er spurt: Finnst þér ís- lenskt sumar hafa verið gott fram að þessu? Guðlaug Aðalsteinsdóttir á Akranesi, eða Gulla mamma eins og hún er oft kölluð, hefur verið dagmamma í 40 ár en hætt- ir nú störfum eftir að hafa haft um 390 börn í dagvistun á þessum tíma. Gulla mamma er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Fjarlægja gáma við Gufuá BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar í síðustu viku var lagt fram minnisblað verkefnastjóra um- hverfis- og framkvæmdasviðs um slæma umgengni á gáma- svæðum. í minnisblaðinu var sérstaklega fjallað um slæma umgengni við gámasvæðið við Gufuá. Lagðar voru fram nokkrar tillögur um viðbrögð við því ástandi sem þar hefur ríkt. „Byggðarráð samþykkti að láta fjarlægja gámana við Gufuá. Byggðarráð felur verk- efnastjóra að hafa samband við félög frístundahúsaeig- enda á svæðinu og bjóða þeim að gámar verði staðsettir inn á svæðunum. Það fyrirkomulag hefur reynst vel þar sem það hefur verið tekið upp og um- gengni um sorpgáma batnað verulega,“ segir í bókun ráðs- ins. -mm Undirbúa útgáfu Skagapassans AKRANES: Bæjarráð Akra- ness samþykkti á síðasta fundi sínum að tekinn verði upp svonefndur Skagapassi. Hann á að veita aðgang í Akranes- vita, sundlaugina á jaðar- sbökkum og Byggðasafnið og geti handhafar hans jafn- framt fengið afslátt af mat- seðli þeirra veitinga- og kaffi- húsa á Akranesi sem taka þátt í verkefninu. Bæjarráð sam- þykkir að passinn verði seldur á 1.500 krónur og að fyrirtæki á Akranesi geti fengið umboð til sölu hans í sinni verslun eða veitingastað. Gert er ráð fyr- ir fjárveitingu vegna fram- leiðslukostnaðar, m.a. prent- unar, hönnunar og markaðs- setningar, að upphæð 200.000 krónur. -mm Róleg vika hjá lögreglunni VESTURLAND: Síðasta vika var venju fremur róleg í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Þrátt fyrir mikla umferð, gott veður og þurrk, gekk umferðin stóráfallalaust fyrir sig og hrósar lögregl- an ökumönnum fyrir gætileg- an akstur. Nokkuð hefur ver- ið um ölvunarakstur í sumar og vill lögreglan koma þeim ábendingum til ökumanna að bíða með akstur eftir að hafa drukkið áfengi, þó viðkom- andi telji sig hæfan til aksturs. –arg 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER HAFIN 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER HAFIN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Stefna á byggingu nýs húsnæðis fyrir Garðasel á Akranesi árið 2021 Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar síðastliðinn þriðjudag var samþykkt tillaga starfshóps um að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskólahúss. Gert er ráð fyr- ir að leikskólinn Garðasel flytji í nýtt húsnæði og núverandi hús- næði skólans verði tekið undir starfsemi Grundaskóla. Með bygg- ingu nýs leikskólahúss er markmið- ið að mæta eftirspurn eftir leik- skólaplássum, auka þjónustustig við börn á leikskólaaldri með því að taka yngri börn inn á leikskóla og til þess að mæta væntanlegri íbúa- fjölgun,“ segir í tilkynningu bæjar- ins um ákvörðunina. Ný leikskóla- bygging mun minnka álag á þeim leikskólum sem fyrir eru í bæjar- félaginu; fækka börnum á eldri leikskólum og bæta þannig starfs- aðstæður barna og starfsfólks. í tilkynningu bæjarins segir að gert sé ráð fyrir að Garðasel flytji í nýtt leikskólahús. „Núverandi hús- næði Garðasels og lóð mun þá nýt- ast Grundaskóla og mæta að ein- hverju leyti húsnæðisþörf skólans,“ segir á vef Akraneskaupstaðar. Nú tekur við að huga að hönnun leik- skólans sem mun taka mið að þarfa- greiningu barna, starfsmanna og foreldra. Ekki hefur verið ákveðið hvar leikskólinn verði staðsettur en horft til uppbyggingar hans í nýju Skógarhverfi. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist árið 2020 og að nýr leikskóli verði tekinn í notkun ári síðar. arg Stefnt er að byggingu nýs skólahúss fyrir Garðasel. Ljósm. glh. Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu og bæjarfógeti í Kópavogi, er látinn á 98. aldurs- ári. Ásgeir fæddist 21. mars 1922 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Magnússon, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, alþingismaður og ráðherra, og Þórunn Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Þau áttu átta börn. Ásgeir lauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1950 og lagði eftir það stund á framhaldsnám á sviði fjárlaga- gerðar og stjórnarfarsréttar. Hann kvæntist Sigrúnu Hannesdótt- ur 1946 og eignuðust þau fjögur börn, Guðrúnu, Ingibjörgu, Sig- ríði og Pétur. Sigrún lést 2006. Barnabörn og barnabarnabörn Ásgeirs og Sigrúnar eru 15 talsins. Ásgeir Pétursson kom víða við á langri ævi. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, 1950-1952 og formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna (SUS) 1955-1957. Á árunum 1951-1961 starfaði hann í forsætis- og menntamála- ráðuneytinu sem fulltrúi, deild- arstjóri og sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar mennta- málaráðherra árin 1953-1956. Á löngum ferli gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum. Ásgeir var for- maður Náttúrverndarráðs íslands 1956-1960 og stjórnarformaður Sementsverksmiðju ríkisins lengst af á árunum 1959-1989. Hann tók oft sæti á Alþingi sem vara- þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á árunum 1964-1972 og kom að mörgum landsmálum svo sem stofnun Tækniskóla íslands og Ríkisendurskoðunar og að undir- búningi að gerð Borgarfjarðarbrú- ar. Ásgeir var bæjarfógeti í Kópa- vogi frá árinu 1979 uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1992. Sem sýslumaður Borgfirðinga beitti hann sér m.a. fyrir stofnun Tónlistarfélags Borgarfjarðar, var formaður byggingarnefndar Dval- arheimilis aldraðra í Borgarnesi og síðar formaður stjórnar þess á ár- unum 1962-1978. Hann beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum í hér- aði og sagði sjálfur í ítarlegu blaða- viðtali í Skessuhorni fyrir tveimur árum að honum hafi á löngum ferli þótt vænst um veru sína sem sýslumaður Borgfirðinga. Orðrétt sagði hann í fyrrgreindu viðtali í Skessuhorni: „Sýslumennskan var gæfuspor í mínu lífi og okkar hjóna og minnar fjölskyldu. Þessi indælu ár sem ég var sýslumaður í Borgarfirði eru þau 20 ár í minni ævi sem ég held mest upp á og hafa gefið mér gildi í veröldinni gagnvart sjálfum mér, konu minni og börnum.“ Árið 2006 gaf Ásgeir út bók- in Haustliti, minningaþættir, sem hefur að geyma minningar um ýmsa þætti úr lífi hans og kynni af mönnum og málefnum. mm And lát: Ásgeir Pétursson sýslumaður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.