Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 201924 Hjónin Einar G.G. Pálsson og Guðrún jónsdóttir hafa ásamt góð- um nágrönnum sínum tekið holtið á milli Klettavíkur og Hamravík- ur í Borgarnesi í fóstur og er Guð- rún einnig ein þeirra sem hlúa að Suðurnesklettunum í bænum með Hollvinasamtökum Borgarness, en það verkefni er á vegum Borg- arbyggðar. Um er að ræða að út- rýma lúpínu á þessum svæðum en hún setur oftar en ekki mikinn svip á landslag og gróður og verður gjarnan ríkjandi tegund í gróður- fari. Guðrún hefur unnið að þessu markvisst um nokkurra ára skeið og vill þannig leggja sitt af mörkum til að auka líffræðilegan fjölbreytileika í náttúrunni. Blaðamaður Skessu- horns kíkti með Guðrúnu á holtið milli Klettavíkur og Hamravíkur í liðinni viku þar sem hún sýndi af- raksturinn af vinnu sinni þar. „Ég reiti plöntuna þegar hún er í blóma og þá nær hún ekki aftur þroska sama sumar til að dreifa fræjum. Þetta er fljótt að koma,“ segir Guð- rún á leiðinni upp holtið umtalaða. „En sjáðu lággróðurinn. Hérna er gulmaðra, hvítmaðra, ljónslappi, krækilyng og birkiplöntur allsstað- ar. Þessi gróður kemst betur upp því hann fær meiri birtu og pláss til þess að vaxa,“ bætir Guðrún stolt við og rífur upp lúpínuplöntu. Hatar ekki lúpínuna „Ég geri þetta hins vegar ekki því mér er illa við lúpínuna sem er fal- leg þegar hún er í blóma. En mað- ur saknar annars gróðurs á þess- um grónu holtum þar sem henn- ar er ekki þörf. Lúpínan er dug- leg planta, það verður ekki tekið af henni, en hún kemur í veg fyrir að aðrar plöntur fái að vaxa og dafna,“ útskýrir Guðrún. Árið 2017 byrjaði Guðrún mark- visst að hreinsa holtið sem var á langt á veg komið að verða þakið fjólubláu plöntunni. „Ég reitti í 17 svarta ruslapoka árið 2017. í fyrra voru þetta 30 pokar og ég náði þá að hreinsa svæðið alveg, við slógum þá svolítið líka. Núna í sumar eru þetta svo bara fimm pokar,“ segir Guðrún ánægð með afraksturinn. „Áhaldahús sveitarfélagsins sér svo um að fjarlægja pokana fyrir mig. Ég vil meina að þetta þýði að þetta sé hægt. Ef maður gerir þetta af alúð næst árangur. Lúpínan er fín þar sem uppgræðslu er þörf, en við vilj- um ekki hafa grónu holtin okkar öll fjólublá. Núna eru tvö sem eru ekki þannig, öll önnur eru þakin lúpínu nema þar sem íbúar hafa verið að hreinsa afmörkuð svæði við hús sín og áhaldahúsið hefur slegið,“ seg- ir Guðrún og bætir jafnframt við að hún finni góða strauma frá ná- grönnum sínum sem sýna framtak- inu skilning, hvetja og taka þátt. Einhæft landslag Skiptar skoðanir eru um ágæti lúp- ínunnar. Mörgum finnst fallegt að hafa hana sem víðast en aðrir segja hana ganga of langt og að útsýn- ið við vegi landsins verði einhæfara með hverju árinu þar sem plantan er farin að ramma inn stór svæði. „Við erum mjög mörg sem erum farin að hugsa um þessa einhæfni sem hún skapar. Hún er líklega far- in að þekja hundruð ferkílómetra á íslandi í dag. Og ef hún hörfar skilur hún eftir sig gróið land og grassvörð, en þá er lággróðurinn farinn og líklegt að skógarkerfill- inn komi á eftir henni og hann er enn erfiðari viðfangs,“ segir Guð- rún. „Sveitarfélagið hefur ekki tek- ið beina afstöðu til lúpínu inn- an bæjarmarkanna en hefur farið þá leið að gera samning við okk- ur hérna í götunni um þetta eina holt. Svo er sveitarfélagið í sam- vinnu við Hollvinasamtök Borg- arness um að hreinsa Suðurnes- klettana við Landnámssetrið, það verkefni hefur verið í gangi í um þrjú ár. Þá viðleitni ber að þakka,“ segir hún að endingu. glh Vill stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika Guðrún Jónsdóttir vill ekki hafa öll holtin í Borgarnesi fjólublá. Hollvinasamtök Borgarness og Borgarbyggð standa að hreinsun Suðurnesklettana þar sem Brákin er staðsett á toppnum. Holtið á milli Klettavíkur og Hamravíkur er nú nokkurn veginn laust við lúpínu og hefur annar lággróður tekið við sér.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.