Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 201928 Á síðustu áratugum 19. aldar fluttu fjölmargir íslendingar til Kanada eins og alkunna er. Flesta rak nauð- ur til, vonin um betra líf í nýrri heimsálfu togaði þá vestur um haf. Einn þeirra sem heimdraganum hleypti á þessum árum var maður að nafni Kristján Fjeldsted. Krist- ján var fæddur árið 1866, sonur Andrésar Fjeldsted, bónda á Hvít- árvöllum og Sesselju Kristjánsdótt- ur. Hann var því bróðir Sigurðar, síðar bónda í Ferjukoti og Andrésar augnlæknis. Brotthvarf Kristjáns frá íslandi var reyndar með nokkrum ólíkindum því árið 1887 mun hann hafa fylgt hrossafarmi til Liverpool en ekki snúið aftur heim. Ekki er ljóst af heimildum hvað réði því að Kristján kaus að snúa baki við ætt- jörð sinni en svo mikið er víst að ekki hefur það verið vegna fátækt- ar, því Hvítárvellir voru vildar- jörð á þeirra tíma mælikvarða, m.a. vegna hlunninda af laxveiði. Orð- rómur um að Kristján hafi verið að flýja kvonfang sem honum var ætl- að, mun reyndar hafa verið á kreiki, en sannleiksgildi hans er í besta falli vafasamt. Heimildum um ævi og starf Kristjáns í Vesturálfu ber reyndar ekki allskostar saman en hér er reynt að styðjast við þær sem áreiðanlegri sýnast. Frosthörkur á Kanadasléttum Eftir komuna til Kanada fékkst Kristján í fyrstu við ýmis störf, meðal annars skógarhögg og lagn- ingu járnbrautarteina en síðar ann- aðist hann póstútburð á því svæði í norðvesturhluta landsins sem seinna varð Albertafylki. Lands- lagi þar háttar svo til að austur- hluti þessa mikla flæmis tilheyrir hinni víðfeðmu Kanadasléttu en í vestri gnæfa mikilúðleg Klettafjöll- in. Vegalengdir eru geysimiklar og ferðalög að vetri gátu verið vara- söm vegna óblíðra veðurskilyrða. Frost fer þar hæglega niður í 50 gráður í mestu hörkum og norðan- vindar læsa menn og skepnur tíðum í kuldafjötra. Sem dæmi um vega- lengdir sem póstar þurftu að leggja að baki á þessum árum má nefna að ein ferð Kristjáns var samtals um 1200 kílómetrar. Orðstír Andy´s óx Ekki hefur Kristjáni hugnast að gera póstburð að ævistarfi því hug- ur hans stóð snemma til löggæslu. Árið 1889 gekk hann til liðs við laganna verði á norðvestursvæð- inu, harðsnúinn flokk manna sem síðar varð konunglega kanadíska riddaralögreglan (Royal Canadian Mounted Police). Þessi víðfræga lögreglusveit starfar enn í flest- um fylkjum Kanada en í dag gegna hreinræktuðu svörtu hestarnir sem prýða flokkinn einungis hlutverki á sérstökum sýningum. Um svipað leyti og hann gerðist „hestliði“ tók Kristján sér nafnið Kristjan And- erson og bar það æ síðan. Næstu áratugi starfaði hann sem lögreglu- maður, lengst af með heimilisfang í bænum Friðará (Peace River), all- langt norðan við Edmonton. Krist- jan naut snemma álits í starfi og var fyrir vikið verðlaunaður með yfir- liðþjálfanafnbót. „Andy“, eins og hann var gjarnan kallaður, þótti öðrum mönnum fremri í að leysa sakamál og varð sérlega ágengt í því að elta uppi afbrotamenn og koma þeim á bak við lás og slá. Orðstír hans óx með hverju ári svo að heita mátti að nafn „Sergeant Ander- son“ og þær sögur sem af honum gengu væru þekkt á flestum heim- ilum í fylkinu og reyndar miklu víðar. Margt kom þar til. Kristjan var mikill vexti á þeirra tíma mæli- kvarða, ríflega þrjár álnir (183 cm) á hæð, þrekvaxinn og rammur að afli líkt og margir ættmenn hans voru. Skaphöfn hans var þannig farið að hann gafst aldrei upp við þau verk sem honum voru falin. Hann náði alltaf sínum manni (“he always got his man”). Það gat hins vegar kostað margra vikna eltingar- leik á hvaða árstíma sem var. í vetr- arhörkum og fimbulkulda gripu menn til þess ráðs í náttstað að raða sér og hestunum þétt saman á milli varðelda og skiptast á um að vaka. Kristjan ferðaðist gjarnan á hunda- sleða að vetri og þótti vera sér- lega laginn við hundana. Aldrei fór Kristjan í manngreinarálit og gár- ungar fullyrtu að hann hefði ekki hikað við að handtaka móður sína, teldi hann að hún hefði gerst brot- leg við lög. Með höfuðið í poka Sú saga af Kristjan sem hvað fræg- ust hefur orðið greinir frá því er hann eltist við alræmdan ódám svo vikum skipti um sléttuna og barst leikurinn um síðir vestur í Kletta- fjöll. Þar náði Kristjan sínum manni eins og ávallt, gallinn var hins veg- ar sá að maðurinn var þegar dauð- ur og grafinn. Hér vandaðist mál- ið því Kristjan bar að færa sönnur á að hann hefði fundið kauða en ógerlegt var að tvímenna á hesti með lík af fullvöxnum manni óra- vegalengd til baka. En Kristjan dó ekki ráðalaus fremur en endranær. Hann afhöfðaði náinn, setti höf- uðið í strigapoka sem hann batt við hnakkinn og reiddi með sér. Síð- asta áfangann til Edmontonborg- ar fór Kristjan með járnbrautar- lest. Á leiðinni sótti mjög að hon- um svefn sem engan skyldi undra, eftir svo langt og strangt ferðalag. Lestarþjónninn fékk strax augastað á strigapokanum og iðaði í skinn- inu eftir að fá að skoða innihaldið óþekkta. Meðan Anderson yfirlið- þjálfi hraut í klefa sínum laumað- ist lestarþjónninn til að taka pok- ann og opna hann. Þegar hann sá hið ófrýnilega innihald saup hann hveljur og kipptist svo harkalega til að höfuðið datt úr pokanum á gólf- ið í vagninum og rúllaði fram allan lestarganginn því tekið var að halla undan fæti niður á sléttlendið þeg- ar hér var komið sögu. Menn höfðu fyrir satt að í mörg ár eftir þetta hafi á kyrrum kvöldum mátt heyra öskurbylgjuna sem barst fram eftir lestinni á sama hraða og höfuðið. Þrautseigja mikil Önnur kunn frásögn af þrautseigju Kristjans birtist í Lesbók Morg- unblaðsins árið 1930. Við upphaf þeirrar sögu eru tveir ólíkir menn á leið til að afla sér grávöru (loð- skinna) nálægt Minna Þrælavatni (Lesser Slave Lake) norðarlega í Albertafylki. Edward Hayward var ungur og ævintýragjarn Englend- ingur en Charles King lífsreyndur veiði- og gullleitarmaður sem bitur var yfir brostnum vonum um skjót- fenginn gróða við þá iðju. Samning- ur félaganna kvað á um það að Ha- yward legði til búnað og matföng en King kunnáttu sína og reynslu. Á leiðinni varð skinhoraður flæk- ingshundur á vegi þeirra og eftir að Hayward gaf honum að éta tók hann ástfóstri við velgjörðarmann sinn og fylgdi honum æ síðan. Kristjan Anderson hafði löggæslu á hendi á þessum slóðum og dag nokkurn kom til hans indíánahöfð- inginn Mustus sem fór fyrir hópi Cree frumbyggja á þessum slóðum. Hópurinn hafði orðið félaganna var en nú taldi höfðinginn að rannsaka bæri hvort eitthvað misjafnt hefði gerst í tjaldstað þeirra. Fáum nótt- um fyrr höfðu indíánarnir heyrt byssuskot og daginn eftir mættu þeir eldri manninum ríðandi með allt sitt hafurtask og hundinn með í för, afar nauðugan. Aðspurður kvað King félaga sinn hafa lagt af stað á undan og að þeir hygðust hitt- ast síðar við Styrjuvatn (Sturgeon Lake) sem liggur allnokkru vestar en Litla Þrælavatn. Kristjan þótti það sérkennilegt að rakkinn fylgdi ekki húsbónda sínum og ákvað því að kanna verks- ummerki á tjaldstað Haywards og Kings. Þar fann hann einungis öskuhrúgu sem virtist þó ekki alveg niðurbrunnin og liturinn var auk þess óvenjulegur. Kristjan ákvað að skoða tréð sem eldurinn hafði log- að undir og klifraði upp í það. Þar sem reykurinn hafði leikið um börk og lauf hafði sest sót sem hér og þar hafði runnið saman í brækju- dropa. Augljóst var að þarna hafði brunnið holdvefur eða fita en ekki var útilokað að félagarnir hefðu steikt villibráð sem einnig gæti skýrt skotið sem indíánarnir heyrðu um nóttina. Anderson ákvað þó að halda rannsókninni áfram, komst á slóð Kings og fann hann í þorpi nokkru. Þar handtók hann King og ákærði hann fyrir morð. King neit- aði sakargiftum og þar sem Krist- jan hafði engin sönnunargögn voru menn sammála um að þarna hefði hann loksins gengið of langt og beitt saklausan mann harðræði. Enga liðveislu fékk Kristjan því við leit að sönnunargögnum en hann lét ekki deigan síga og hélt aftur á vettvang meints ódæðis. Þar snuðr- aði hann lengi eftir líkamsleifum án árangurs. Þrautalendingin var að leita í einhverjum tjarnarbotn- inum í nágrenninu, því hefði King ekki grafið leifar Englendingsins unga í jörð, þá var líklegast að þær væri þar að finna. Þeir einu sem til- búnir voru að rétta yfirliðþjálfan- um hjálparhönd voru áðurnefndir indíánar, þó einungis gegn borg- un. Kristjan reiddi fram aleigu sína, 100 dali, og í kjölfarið ræstu indíán- arnir fram tjarnardapið. Þegar allt vatn var í burtu og botnleðjan ein eftir og Kristjan hafði ekki meira fé handbært, fór hann sjálfur ofan í drulluna og tók til við að gramsa í henni. í frásögn Lesbókar seg- ir orðrétt: „Indíánarnir sem grafið höfðu fram tjarnardapið horfðu á steinhissa. Þeir vissu að hestliðinn fékk enga aukaþóknun fyrir þetta ógeðfellda starf. Samt hefði hinn æðisgengnasti gullgrafari ekki get- að leitað með meiri ákafa og þrá- lyndi eftir ímynduðum fjársjóð en þessi yfirliðþjálfi í hinu kanad- íska lögregluhestliði er stóð þarna í mitti í andstyggilegri aurleðjunni og pældi með fingrunum í gegnum hvert einasta teningsfet“. Eftir tveggja daga rót í leðjunni hætti Anderson skyndilega og indí- ánarnir sáu þreytuna í andliti hans víkja fyrir ósviknum ánægjusvip. Þeir áttu hins vegar bágt með að skilja hamingju hans yfir tveimur jakkahnöppum, vasahníf og fáein- um beinum sem hann hafði upp úr krafsinu. Liðþjálfinn bjó vand- lega um feng sinn, sótti King og fór með hvort tveggja til Edmon- ton. Þá kom sér vel að bróðir Ha- ywards var kominn frá Englandi vegna hvarfsins. Fyrir réttinum staðfesti hann að vasahnífinn hafði hann gefið bróður sínum og erma- hnapparnir voru merktir klæðskera Laganna vörður í Vesturheimi Af lífi og starfi Kristjáns Fjeldsted frá Hvítárvöllum eftir brottflutning til Kanada Ari Jóhannessonar greinarhöfundur. Kristjan Anderson ásamt tveimur frumbyggjum af Cree ættbálki. Kristjan á hægri hönd situr höfðinginn Mustus (Moostoos) sem kemur við sögu í greininni. Myndin er tekin árið 1904. Ljósm. Glenbow Archives NA-1234-5.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.