Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 33 Dalabyggð – miðvikudagur 3. júlí Jazztónleikar á Hótel Eddu á Laug- um í Sælingsdal. Þeir sem spila eru Dalamaðurinn Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, sem ólst upp á Laugum, Ómar Guðjónsson gít- arleikari og svo bróðir hans, saxó- fónleikarinn Óskar Guðjónsson. Efnisskráin verður bæði klass- ísk djasssveifla og latíntónlist, að stórum hluta úr lagasafni Tómas- ar. Þar á meðal verða ný lög. Akranes – fimmtudagur 4. júlí Bæjarhátíðin Írskir dagar verður haldin dagana 4. – 7. júlí. Hátíð- in verður sett við Stillholt 16-18 kl. 14:00 fimmtudaginn 4. júlí. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjölskylduna alla helgina og má þar nefna nerf- byssur, boltafjör, tónlistaratriði, bóka- og sögugöngu, karnival, flóamarkað, leiksýningu og margt fleira. Nánari dagskrá er að finna í auglýsingu hér í blaðinu. Akranes – fimmtudagur 4. júlí Kári fær Tindastól í heimsókn í 10. umferð 2. deildar karla í knatt- spyrnu. Spilað verður í Akranes- höllinni og hefst leikurinn kl. 19:15. Snæfellsbær – fimmtudagur 4. júlí Ólafsvíkurvaka verður haldin dag- ana 4. – 7. júlí og hefst dagskrá- in með því að íbúar koma saman og skreyta bæinn á fimmtudags- kvöldinu kl. 21:00. Skemmtileg dagskrá verður í boði alla helgina og má þar nefna garðapartý í Sjómannagarðinum, skákmót í íþróttahúsinu, markaði, sápubolta og dansleik með Stjórninni í Klifi. Dalabyggð – fimmtudagur 4. júlí Dúó Stemma á Nýp á Skarðs- strönd. Efnisskrá Dúó Stemmu er fjölbreytt og glaðleg; þau laða fram tóna með röddum, víólu, marimbu, íslensku steinaspili, allskonar hefðbundnum jafnt sem heimatilbúnum hljóðfærum og skapa þannig stemmingu í tali, tónum, hljómum og hljóðum. Nánari upplýsingar á viðburðin- um Dúó Stemma á Facebook. Rif – fimmtudagur 4. júlí Tónleikar í Frystiklefanum með Lay Low kl. 21:00. Lay Low hefur unnið sér góðan sess í íslensku tónlistarlífi frá því að hún kom fram með fyrstu plötu sína árið 2006. Síðan þá hefur hún gefið út 4 plötur, unnið í kvikmyndum og leikhúsi auk þess að syngja með hinum ýmsum kollegum sínum. Miði á tónleikana kostar 2900 krónur í forsölu en 3500 krónur við hurð. Ólafsvík – föstudagur 5. júlí Víkingur Ó og Afturelding mæt- ast í 10. umferð í Inkasso deild karla í knattspyrnu. Leikurinn verður spilaður á Ólafsvíkurvelli og hefst kl. 20:00. Stykkishólmur – föstudagur 5. júlí Snæfell tekur á móti ÍH í 8. um- ferð B riðils í 4. deild karla í knatt- spyrnu. Leikurinn fer fram á Stykk- ishólmsvelli og hefst kl. 20:00. Hvanneyri – laugardagur 6. júlí Hvanneyrarhátíð verður haldin hátíðleg. Ragnheiður I. Þórarins- dóttir rektor LbhÍ mun setja há- tíðina kl 13:30 á tröppum kirkj- unnar á Hvanneyri. Í boði verður ýmislegt fyrir alla aldurshópa og má þar sem dæmi nefna sýningu á Ferguson dráttarvélum af tilefni 70 ára afmælis Ferguson á Íslandi. Sölubásar verða í íþróttahúsinu, keppt verður í traktorafimi, kerru- akstur og fleira. Ásgarður verð- ur opinn í tilefni þess að 130 ár eru liðin frá því búnaðarfræðsla hófst á Hvanneyri. Nánar um dag- skránna er hægt að sjá á auglýs- ingu hér í blaðinu. Akranes – laugardagur 6. júlí ÍA tekur á móti Fylki í 12. umferð Pepsi Max deildar karla í knatt- spyrnu. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Akranesvelli. Rif – laugardagur 6. júlí Vegna mikillar eftirspurnar verð- ur aukasýning á sýningunni Ókunnugur í Frystiklefanum kl. 20:00. Ókeypis er á sýninguna og er hún í boði Kvennaathvarfsins. Til að láta taka frá miða getur fólk haft samband við Frystiklefann en sýningin ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Akranes – laugardagur 6. júlí Lopapeysan er fyrir mörgum há- punktur Írskra daga. Dagskrá Lopapeysunnar hefur aldrei ver- ið jafn glæsileg og í ár en fram koma: Birgitta Haukdal, Club Dub, Herra Hnetusmjör, Stefán Hilm- arsson, Blaz Roca, Albatross, Jónsi, Sverrir Bergmann, Helgi Björns- son, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Dj Red og hinir einu sönnu Papar. Nánari upplýsingar má sjá í aug- lýsingu hér í Skessuhorni. Á döfinni Leikskólakennarar í Mosfellsbæ Við leitum að öflugum leik- skólakennurum til starfa í Helga- fellsskóla í Mosfellsbæ. Um er að ræða fullt framtíðarstarf frá og með 1. ágúst 2019, eða eftir sam- komulagi. Umsóknarfrestur er til og með 9. júlí. Nánari upplýs- ingar um starfið veitir Rósa Ing- varsdóttir skólastjori í síma 547- 0600. Íbúð óskast til langtímaleigu Íbúð óskast til langtímaleigu í Borgarnesi. Upplýsingar veitir Alda Björnsdóttir í síma 847- 8842. Óska eftir íbúð til leigu á Akranesi Óska eftir íbúð til leigu á hag- stæðu verði á Akranesi. Upplýs- ingar veitir Guðjón í síma 832- 9556. Íbúð í Borgarnesi Til leigu tveggja herbergja íbúð. Íbúðin er staðsett á þriðju hæð við Hrafnaklett. Upplýs- ingar í síma 864-5542 eða töl- vupóst karlsbrekka@outlook. com. Suzuki Swift árgerð 2013 til sölu Fjögurra dyra Suzuki Swift með útvarpi. Ekinn 110.000 km. Bein- skiptur og sparneytinn. Skoðaður til 2021 og er í toppstandi. Verð aðeins 850.000. kr. Áhvílandi 660.000 kr. Upplýsingar í síma 611-6185.] Markaðstorg Vesturlands ATVINNA Í BOÐI LEIGUMARKAÐUR Nýfæddir Vestlendingar TIL SÖLU 28. júní. Stúlka. Þyngd: 3.642 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Íris Dröfn Brynjólfsdóttir og Sindri Geir Sig- urðarson, Búðardal. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. Reykholtskirkja Verið velkomin í Reykholtskirkju 3. sd. e. trin er messa sunnudaginn 7. júlí kl. 14 Sr. Sigurður Jónsson frá Haukagili predikar. Sr. Geir Waage þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafdóttur djákna. Almennur safnaðarsöngur. Bjartur Logi Guðnason organisti leikur á orgelið ásamt Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur. S K E S S U H O R N 2 01 9 / L jó sm . G uð la ug ur Ó sk ar ss on 29. júní. Stúlka. Þyngd: 3.948 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Aðalbjörg Marta Agnarsdóttir og Hjörtur Ingi Hjartarson, Kópavogi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. SVEITAMARKAÐUR Í NESI REYKHOLTSDAL -Gömlu hlöðunni- LAUGARDAGINN 27. júlí 2019 KLUKKAN 13-17 Þeir sem áhuga hafa fyrir því að festa sér sölupláss, vinsamlegast hað samband við Einar Bjarna. Sími 893-5131 eða á netfangið ebthjonusta@simnet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.