Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 201916 Viðar Þór Ólafsson starfar hjá Dala- byggði sinnir ýmsum störfum. Eitt þeirra er að aka um sveitir Dala- byggðar og safna saman hræjum af dýrum og fara með til urðunar í Fíflholtum. Bændum er samkvæmt lögum bannað að urða dýrahræ á jörðum sínum. Meðfylgjandi mynd var nýverið tekin af Viðari þar sem hann var á vigtinni í Fíflholtum eft- ir eina slíka söfnunarferð. í maí- mánuði ók Viðar þannig með 22 tonn úr Dölum, en á síðasta ári var magnið 76 tonn af dýrahræjum. „Bændur hafa bara samband og láta vita af dauðum skepnum. Við förum svo einu sinni í viku og söfn- um þeim saman og förum með í Fíflholt,“ segir Viðar. „Það er alveg nóg að gera og þetta er töluverð keyrsla enda er mikið um búfénað á þessu svæði og þetta bara fylgir. Oftast nær er nóg að fara bara eina ferð í viku og þetta er eiginlega allt- af svipað magn, mest þó þegar sauð- burður er, “ bætir hann við. Daginn sem myndin er tekin reiknaði Viðar með að heildarakstur hans yrði 400 kílómetrar. arg/ Ljósm. mm Sýningin Sjávarútvegur 2019/ Ice- land Fishing Expo 2019 verð- ur haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík í haust. Hefst hún mið- vikudaginn 25. september og lýk- ur föstudaginn 27. september. Að sögn Ólafs M. jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar hefur hún stækkað umtalsvert frá síðustu sýningu 2016 og mun nú fylla alla sali hallarinnar. „Sýning- in hefur vaxið töluvert og mikil eft- irspurn hefur verið eftir sýningar- svæðum bæði frá innlendum og er- lendum aðilum. Það er ánægjulegt að sjá hversu fjölþætt sú þjónusta er sem íslenskur sjávarútvegur býr yfir. Á sýningunni verður að finna bæði stór og smá fyrirtæki er þjóna sjávarútveginum og sýna allt það nýjasta á þessu sviði. Ég hef alltaf haft sterkar taugar til sjávarútvegs- ins enda hefur hann fleytt okkur í gegnum boðaföll alls áfalla í gegn- um áratugi. Sjávarútvegurinn er að þróast í átt til hátækniðnaðar sem má sjá í fjölbreytni fyrirtækjanna sem taka þátt í sýningunni. Til- gangur sýningarinnar er að veita fagaðilum og áhugafólki tækifæri til að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi. Þessar jákvæðu tækni- breytingar skipta miklu fyrir velferð íslensks samfélags,“ segir Ólafur. Við opnun sýningarinnar verða veittar viðurkenningar til þeirra er hafa skarað fram úr á árinu. Þarna hefur fjölbreyttur hópur innan sjáv- arútvegsgeirans tækifæri til að hitt- ast en almenningur á einnig fullt erindi á sýninguna. mm Smáprent á Akranesi mun opna í nýju og stærra húsnæði á morgun, fimmtudaginn 4. júlí við Dalbraut 16. Smáprent er í eigu hjónanna Tinnu Óskar Grímarsdóttur og Axels Freyrs Gíslasonar og hefur undanfarið verið til húsa við Skaga- braut 6. Hjá Smáprenti er hægt að fá prentun og merkingar á fatnað fyrir einstaklinga, hópa, félög, sam- tök og fyrirtæki auk þess sem þar er til sölu ýmiss fatnaður, leikföng og gjafavara. Smáprent verður opið alla virka daga frá klukkan 14-18 og í tilefni opnunarinnar verður boð- ið upp á léttar veitingar og ýmis- legt skemmtilegt fyrir börnin. Þá er mikið úrval af ýmsum vörum í írsku fánalitunum sem fólk getur nælt sér í fyrir komandi helgi auk þess sem góð tilboð verða í gangi hjá Smá- prenti út júlí. arg Snæfellsjökulshlaupið var hald- ið í níunda sinn á laugardaginn en hlaupið var frá Arnarstapa yfir jök- ulháls og enduðu hlauparar 22 kíló- metrum síðar í Ólafsvík. Snæfells- jökulshlaupið er orðið með vinsæl- ustu hlaupakeppnum landsins og voru að þessu sinni skráðir kepp- endur um 140 talsins. Hjónin Fann- ar Baldursson og Rán Kristinsdóttir hafa haft veg og vanda að hlaupinu alla tíð en hafa fengið góða hjálp. Fyrirtæki og einstaklingar hafa ver- ið dugleg að veita stuðning því að mörgu er að hyggja í verkefni af þessari stærðargráðu. Björgunar- sveitin Lífsbjörg kom til dæmis upp drykkjarstöðvum á hlaupaleiðinni þar sem félagar buðu keppendum upp á vatn, orkudrykki og banana. Keppendur sem fréttaritari ræddi við voru hæstánægðir með hlaupa- leiðina, kváðust hafa notið fallegs útsýnis og náttúrufegurðar. Fljótastur í mark í karlaflokki var Geir Ómarsson á tímanum 1,30,43. í öðru sæti var Vignir Már Lýðsson á tímanum 1,33,27 og í þriðja sæti var svo Valur Þór Kristjánsson á tímanum 1,35,53. Geir sagði í sam- tali við Skessuhorn að hann hafi alls ekki átt von á sigri í þessu hlaupi þar sem hann hitaði upp með því að hjóla 193 km um Snæfellsnes áður en hlaupið hófst! í kvennaflokki varð Sigurbjörg jóhannsdóttir fljótust á tímanum 1,53,19. í öðru sæti varð Sonja Sif jóhannsdóttir á tímanum 1,53,34 og í þriðja sæti varð svo íris Blöndal Kjartansdóttir á tímanum 1,59,26. Allir keppendur fengu svo frítt í sund og fiskisúpu og meðlæti að keppni lokinni. Var það vel þegið og ekki annað að sjá en að keppend- ur hafi kunnað vel að meta móttök- urnar sem þeir fengu í bæjarfélag- inu. af Sigurbjörg Jóhannsdóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki. Snæfellsjökulshlaupið var um helgina Fannar Baldursson og Rán Kristinsdóttir ásamt sigurvegurum í karla- og kvennaflokki. Þessir hressu keppendur voru heimamenn. F.v. Hákon Þorri Hermannsson, Snæ- björn Aðalsteinsson, Gunnsteinn Sigurðsson og Ari Bjarnason. Geir Ómarsson kemur hér fyrstur í mark í Ólafsvík. Hann hitaði upp með að hjóla 193 kílómetra fyrr um daginn. Safnar saman dauðum dýrum og fer með í urðun Sjávarútvegssýningin stækkar í Laugardalshöll Tinna Ósk Grímarsdóttir tekur á móti viðskiptavinum í nýja húsnæði Smá- prents við Dalbraut 16 á morgun, fimmtudag. Smáprent opnað í stærra húsnæði á morgun

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.