Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Hönnun • Prentun • Merkingar • Fatnaður • Gjafavörur • Leikföng • Smávörur OPNUM Á DALBRAUT 16 F IMMTUDAGINN 4. JÚLÍ KL. 14 OPIÐ AL LA VIRKA D AGA FRÁ KL. 14-18 TILBOÐ, LÉTTAR VEITINGAR, ANLITSMÁLUN OG TÓNLIST! HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR! „Kellingar hylla heiðursborgara“ fimmtudaginn 4. júlí Bóka- og söguganga í sam- starfi Bókasafns Akraness og Leikfélagsins Skagaleik- flokksins Gangan leggur af stað frá Bókasafninu kl. 17:30 og er 1 ½ klst. Henni lýkur á Bókasafninu með tónlist, kaffi og konfekti Þátttaka er ókeypis en Prentmet og Uppbygginga- sjóður Vesturlands styrkja gönguna Í fótspor Braga Þórðarsonar SK ES SU H O R N 2 01 9 Lúsmý hefur undanfarið herjað á landsmenn sér í lagi á Suðvestur- og Vesturlandi. Margir hafa kvart- að undan bitum og deilt á sam- félagsmiðlum myndum af rauð- flekkóttri bólginni húð. En ein- kenni bita eftir lúsmý geta verið rauðir upphleyptir flekkir með til- heyrandi kláða. Skessuhorn hafði samband við Ólaf Adolfsson, lyf- sala í Apóteki Vesturlands, og leit- aði góðra ráða við þessum vágesti sem lúsmýið er. „Það getur virkað vel að nota flugnafælur en það eru til ýmis efni sem hafa fælingarmátt gagnvart mýinu. Einnig er hægt að meðhöndla bitin eftir á, til dæm- is með mildum húðsterum eins og Mildison, sem þó er uppselt á land- inu núna eða deyfandi smyrsli eins og Xylocain sem reyndar er einn- ig uppselt á landinu. Einnig er hægt að taka ofnæmislyf og þau geta oft virkað ágætlega í að bæla viðbrögð líkamans við bitinu,“ segir Ólaf- ur. „Við bregðumst misjafnlega við bitunum og ef ekkert af þessu dugar er mikilvægt að fólk leiti til læknis. Sumir fá mjög kröftug einkenni og geta jafnvel orðið fárveikir,“ bætir hann við. Ólafur segir starfsfólk í Apóteki Vesturlands varla hafa undan við að raða upp í hillur þeim vörum og lyfjum sem fólk er að nota til að berjast gegn lúsmýinu. „Eins og ég segi fæst Mildison ekki á land- inu og við erum langt komin með flugnafælurnar okkar. Ofnæmis- lyfin eru að seljast svipað og venju- lega en það fer alltaf töluvert af þeim á þessum árstíma ef tíðin er góð,“ segir Ólafur. Aðspurður segir hann það ekki eiga að skipta máli hvaða tegund af ofnæmislyfjum fólk notar. „Þessi mildu ofnæmis- lyf sem seld eru í lausasölu hafa öll svipaða verkun sem gengur út á að bæla niður viðbrögð líkamans við ofnæmisvaldinum. En ef fólk er að kaupa sér öflugar fælur þá virka þær alla jafnan mjög vel. Svo hafa marg- ir notað ilmolíur, net í glugga og viftur með góðum árangri,“ segir hann. Lúsmý er helst á ferð í ljósa- skiptum og í logni svo það er best ef fólk hafi glugga lokaða á þeim tíma og yfir nóttina. arg Viftur geta virkað til að fæla í burtu lúsmý en eins og sést á þessari mynd hafði sala á viftum í Elko verið nokkuð góð í síðustu viku. Hillurnar voru einfaldlega galtómar. Ljósm. mm. Lúsmý herjar á landsmenn Lúsmý herjar á íbúa á Suðvestur- og Vesturlandi. Ljósm. Náttúrufræðistofnun Íslands/ Erling Ólafsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.