Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 31 Anna jónsdóttir sópransöngkona er á ferð um landið með tónleika- röð sem ber nafnið „Upp og niður og þar í miðju – úr alfaraleið. “ Þar mun Anna syngja íslensk þjóðlög á áhugaverðum stöðum úr alfaraleið. Er þetta í annað sinn sem hún fer í slíka tónleikaferð. „Markmiðið er að syngja á stöðum sem alla jafnan eru ekki tónleikastaðir. Mér fannst þjóðlögin bara bjóða upp á að ég færi út til fólksins í stað þess að fá fólkið til mín,“ segir Anna. „Eft- ir ferðina fyrir fjórum árum var ég lengi að jafna mig á því að hafa ekki tekið alvöru kvikmyndagræjur með til að festa þetta á filmu. Ég ákvað því að endurtaka leikinn og þá með allan búnað og rétta fólk- ið til aðstoðar. Við förum þrjú sam- an í þennan leiðangur; ég, Dragos Alexandrescu kvikmyndatökumað- ur og Árni Gylfason hljóðmað- ur,“ segir Anna. Tvennir tónleikar verða haldnir á Vesturlandi, annar í Akranesvita föstudaginn 12. júlí og hinn í Stefánshelli í Hallmundar- hrauni sunnudaginn 14. júlí. Röddin sterkur miðill Aðspurð segist Anna hafa byrjað að syngja þjóðlögin fyrir næstum tíu árum þegar hún var stödd í Banda- ríkjum. „Þetta var í rauninni frekar sérstök staða. Ég var beðin um að halda fyrirlestur og kynna íslensk- an tónlistararf. Mér fannst ég ekki geta mætt bara með hefðbundinn fyrirlestur án þess að gefa fólki líka hljóðdæmi,“ segir Anna. „Ég söng lögin án undirleiks og uppgötv- aði þá hversu sterkur miðill rödd- in okkar er í raun og veru. Það er hægt að gera svo mikið með henni og mörg þessara íslensku þjóð- laga eru ekki síðri án undirleiks, sér í lagi þegar þau eru svo flutt í hreinni íslenskri náttúru,“ segir Anna, en hún mun einnig flytja öll lögin án undirleiks á tónleikunum. „Það er mikil áskorun fyrir söngv- ara að hafa ekkert nema röddina en það getur líka verið áskorun fyr- ir áheyrendur því röddin kemur svo beint og milliliðalaust til hans með þessum hætti,“ segir Anna. Tónleikarnir verða um 45 mín- útur að lengd þar sem Anna mun bæði syngja lögin og segja stuttlega frá þeim og hennar persónulegu tengingu við lögin. „Þetta varð- ur í rauninni smá uppistand líka,“ segir Anna og hlær. „En það eru margar skemmtilegar sögur tengd- ar þessum lögum, bæði persónu- legar sögur og sögur af ljóðskál- unum.“ Tónleikarnir verða opn- ir fyrir alla og ókeypis aðgangur. „Mér finnst ég ekki geta rukkað fólk á þessa tónleika því þjóðlög- in eru eign okkar allra. En ég mun glöð taka á móti frjálsum fram- lögum. Ég er ekki að þessu til að hagnast en þar sem þetta er stórt verkefni sem kostar meira en mat- arpeningar mínir ráða við fór ég af stað með söfnun á Karolinafund. Hugmyndin er að úr þessu verður svo efni fyrir sjónvarp, innsetning- ar og tónlistarmyndbönd. En fyrst og fremst er ég að þessu því ég vil varðveita þennan íslenska þjóðar- arf sem þjóðlögin okkar eru og ég mér þykir eðlilegt að gera það með þessum hætti, úti í íslenskri nátt- úrunni eða öðrum óhefðbundnum tónleikastöðum. Upplifunin verð- ur sterkari í þessum aðstæðum og maður sér hreinlega lögin ljóslif- andi fyrir sér,“ segir Anna að end- ingu. arg Anna Jónsdóttir sópransöngkona heldur tónleika úr alfaraleið Ljósm. aðsend Flytur íslensk þjóðlög úr alfaraleið andrúmsloftið er þægilegt. í Fær- eyjum er yndislega fallegt og það er skemmtilegt að geta talað íslensk- una hægt og rólega og þeir tala sína færeysku og allir skilja alla. Okkur í áhöfninni var boðið í kvöldmat hjá eðalhjónunum Birni Elíssyni og Birnu Traustadóttur en Björn og greinahöfundur eru æsku- félagar og höfðu ekki sést í þrjátíu ár. Þau hafa búið í Færeyjum síð- an árið 2006 og búa nú á eyjunni Nólsoy. Björn rekur þar pípulagn- ingafyrirtæki og fannst Begga sauð- fjárbónda einstaklega áhugavert að hitta Björn fyrrverandi kaupfélags- stjóra á Hvammstanga og eiga við hann samræður um Samvinnu- hreyfinguna. Þau hjón tóku höfð- inglega á móti okkur og heillaði eyjan og fegurð hennar okkur alger- lega. Við gengum um eyjuna og eitt af því sem kom okkur mjög á óvart var að ganga fram á lamadýr í ein- um húsagarðinum. Á eyjunni er ein vindmylla í eigu Björns og tveggja annarra og er ætlunin að nýta raf- magnið til að kynda öll íbúðarhús í eyjunni. Þarna búa um 300 manns og eru öll hús kynt með olíu. Á meðan við stoppuðum í Þórs- höfn var fylgst með veðrinu þar sem góð spá var nauðsynleg fyrir siglinguna til íslands. Föstudaginn 21. júní hófst síðasti áfangi sigling- arinnar og við kvöddum Færeyjar, vissir um að þangað myndum við koma aftur og stoppa lengur. Gott að vita af Landhelgisgæslunni Nú var stefnan tekin á Djúpavog fyrsta eina og hálfa sólarhringinn en síðan var henni breytt og stefnt á Vestmannaeyjar þegar komið var nær landinu. Við vorum í samskipt- um alla leiðina því um borð var gervihnattasími og á sex tíma fresti hringdum við í tilkynningaskyldu Landhelgisgæslunnar. Það er gríð- arlega góð tilfinning að vita af þeim á vaktinni og eiga þeir miklar þakk- ir skildar fyrir þessa öryggisþjón- ustu. 23. júní fer að hylla undir ísland og tekur þá á móti okkur suðvestan vindur. Við ætluðum að komast til Vestmannaeyja en vélin fór að leka kælivökva og vindurinn rak okkur upp að Vík í Mýrdal í tvígang þann- ig að eftir rúmlega 20 tíma barning við veður og með bilaða vél urðum við að slá undan og halda til Hafn- ar í Hornafirði. Þangað komum við seinnipartinn 24. júní en jóns- messudagurinn var hlýjasti dagur ferðarinnar því við sigldum inn í Hornafjarðarós í sól og blíðu. Sumarliði Ásgeirsson. Yfirlitsmynd frá Þórshöfn. Greinarhöfundur við stjórn á skútunni. Séð yfir Nólsoy. Nokkrir fylgifiskar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.