Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 29 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vakin á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessu- horn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu- horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausn- ir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Lausnin á síðustu krossgáta var: „Sumarkoma“. Heppinn þátttak- andi er: Árni jónsson, Skúlagötu 5, 310 Borgarnesi. Elsk- hugi Spann Brún Á fæti Þokast Dreifðir Hrópar Háhýsi Átt Skordýr Dvelja Fínn Bein Áhald Múlasni Þegar Grugg Skrýtið Full- þroska Slot Póll Fiskur Menið Óhóf Samþ. Eirir Ringul- reið 5 Ber Spil 9 Næðing Ata Neyttu Stjaka Ó- skundi Iktir Kufl Bylgja Duft Gleðja Sterk 8 Gauf 1 Fljótt Hérað Vendir 3 Gott eðli Í hendi Frelsi Röð Mislíka 100 Sýll Veisla Spurn Hvað Fugl Kríli Kraftur Sómi Sérhlj. Hula Kvað Samt. Varpa Sjór Smár Vand- ræði Líka vel Glöð Verur 7 Menn Fugl Sælg. Sælu- reitur Dys Gyltu Mjög Útlim- ina Kvaka Björg Athygli Valdi 6 Samhlj. Eign Gola Rák Smáger Skrifaði Fum Hugar- far Lát- æði Tónn Á Samtök Tímbil Röst Tvíhlj. Hneigði Erfiði Kassi 4 Duft Korn Fæðu- geymslu Snuð Basl 2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 S K R U G G A A G A Ö G U R Á R Á S L A U N U N G O T A Á A P L A T Á M A N L A S K N Á A M S T R A K A N A V I T R U N Ó A R T L E I R Ö R T A R Æ R Ó R U S L A L A U N M Æ L I R O M S A N S U N N A R Ó K A S S A N N E N D A R S A T S A G A M Á N K L N H A G S Á L K A A H Á L E I T T E V A N E S T I K A F J U Ö F A R T Á L A L J Á Ð L A U S N P L A N A Á B D Ó L A X A G I Í T U R L Á L Æ R I B A Ð S A R Ó S U M A R K O M AL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I í heimabæ fjölskyldunnar á Eng- landi. Beinin reyndust vera hlutar úr hryggjarliðum og í einum þeirra sat byssukúla. Skotvopnasérfræð- ingur taldi eftir prófanir fullvíst að kúlan hefði komið úr skammbyssu Kings. Skömmu síðar var King hengdur en riddaralögreglan end- urgreiddi Anderson yfirliðþjálfa dalina hundrað. Lögreglustjóri á Friðará Kristjan Anderson starfaði í nokkur ár sem lögreglustjóri í heimabæ sín- um, Friðará. Bæjarnafnið var reynd- ar hálfgert öfugmæli á þeim tíma því verulega róstusamt hafði ver- ið í Friðará um árabil. Olli því ekki síst mikið gegnumstreymi gullgraf- ara og annarra lukkuriddara á leið til og frá Klondike og þótt gullæð- ið væri á enda runnið fyrir nokkru, höfðu allmargir ófriðarseggir ílenst í bæjarfélaginu. Ekki er að orð- lengja það að lögreglustjórinn frá Hvítárvöllum tók strax til óspilltra mála, hreinsaði bæinn af mestu fól- unum og hélt uppi járnaga í Frið- ará meðan hann gegndi starfinu. Minna þær frásagnir óneitanlega á þá tíma er frægasti vörður laganna í villta vestrinu, Wyatt Earp, tók til hendinni í sódómunni Dodge City í Kansasfylki í Bandaríkjunum all- mörgum árum áður. Nú mætti halda að Anderson hafi verið hrjúfur í viðmóti og alþýða haft beyg af honum en það var öðru nær. Vissulega var hann mikilúðleg- ur á velli en oftast var hann frekar viðmótsþýður. Hann hafði yndi af manntafli og tefldi um tíma bréfas- kák við Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson. Rauðskalli sá eini sem sá við honum Sögur herma að Kristjan hafi að- eins einu sinni beðið lægri hlut fyrir lögbrjóti. Drjúgur hluti starfa hans í Friðará fólst í því að þefa uppi bruggara en iðja þeirra var bæði útbreidd og arðbær á þessum slóð- um og var landanum ekki síst ætlað að slökkva þorsta frumbyggja sem fjölmennir voru á þessum slóðum. Alræmdastur bruggaranna var ná- ungi að nafni Baldy Red sem við getum nefnt Rauðskalla. Kristjan stóð hann eitt sinn að verki og lagði samstundis hald á landabirgðirn- ar. Flutti þær síðan fram á bryggju- sporð og hellti í Friðará. Eða svo hélt hann. Það sem yfirliðþjálfinn vissi ekki var að Rauðskalli, skelm- irinn sá, hafði komið sér fyrir með baðkar undir bryggjunni og endur- heimti þannig alla framleiðsluna. Bónorð borið upp á Litla Þrælavatni Kristjan kvæntist Leliu A. Hal- penny árið 1905. Lelia hafði verið trúboði í indíánabyggðum og sag- an segir að hún hafi ekki hugsað sér að stofna fjölskyldu en Kristjan hafi boðið henni í skemmtiferð út á Litla Þrælavatn og róið með hana án afláts, fram og aftur á vatninu, þar til hún játaðist hinum þraut- seiga laganna verði. Dóttir þeirra, Peace, var fyrsta hvíta barnið sem fæddist í Friðará. Á efri árum fluttu Andersonhjón- in til bæjarins jasper í Alberta þar sem Kristjan lést árið 1949. Synir þeirra hjóna, Charles Andrew og Norman Frederick þjónuðu lengi í kanadísku riddaralögreglunni við góðan orðstír. Ari Jóhannesson skráði. Aðalheimildir: http://www.inlofna.org/Kristjan- Fjeldsted-Anderson. Sótt í janúar 2019. https://calverley.ca/article/13-007-ex- inspector-k-f-anderson/. Sótt í febrú- ar 2019 Lesbók Morgunblaðsins 1930, 11. tbl. 16.3. bls. 81-83. Myndir sem fylgja eru birtar með leyfi. Kristjan Anderson ásamt félögum sínum í kanadísku riddaralögreglunni. Myndin er tekin árið 1900 á Athabascasvæðinu í Alberta u.þ.b. 150 km norðan við Edmonton. Ljósm. Glenbow Archives NA-1234-5.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.