Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 201926 Sumaropnun hófst í Ólafsdal við Gilsfjörð í lok júní. Opið verð- ur í sumar til 18. ágúst frá klukkan 12-17. Til sölu verður kaffi, rjóma- vöfflur og Erpsstaðaís, en ókeyp- is svaladrykkur fyrir börnin. Að sögn Rögnvaldar Guðmundsson- ar forsvarsmanns Ólafsdalsfélags- ins er sýning um Ólafsdalsskólann á fyrstu hæð skólahússins og sýning um konurnar í Ólafsdal og mynd- bandssýning um staðinn á ann- arri hæð. Tólfta Ólafsdalshátíðin verður svo haldin laugardaginn 17. ágúst. Margt skýrist við uppgröft víkingaskálans Rannsóknir á víkingaaldarskálan- um í Ólafsdal stóðu yfir í fjórar vik- ur í sumar en þeim lauk 20. júní síðastliðinn. Starfsmenn Fornleifa- stofnunar íslands héldu þá áfram að rannsaka rústir víkingaaldarskála innarlega í Ólafsdal. í samantekt Birnu Lárusdóttur fornleifafræð- ings um verkefnið kemur fram að byrjað var að grafa í gólflög skálans og fundust þar ýmsir góðir gripir, margir úr járni en einnig tvær gler- perlur, önnur blá og hin gyllt. Perl- ur finnast oft í víkingaaldarsam- hengi. Einnig fannst snældusnúð- ur úr innfluttu klébergi, sem sýnir að tóvinna fór fram húsinu en áður höfðu fundist þar kljásteinar sem hafa hangið neðan í uppstöðu í vef. Þá fundust ennfremur sáför, þ.e. för eftir tunnur eða keröld undir matvæli, líklega mjólkurmat. „Gerð hússins skýrist smám saman en ljóst er að það hefur verið endurbyggt og lagfært margoft. Þess sjást merki á veggjum hússins og einnig sjást leifar nokkurra eldstæða af ýmsum gerðum sem ekki hafa verið í notk- un samtímis. Mörgum spurningum varðandi búsetuna og starfsemina í skálnum verður svarað næsta sum- ar,“ segir Birna. Auk þess að grafa í skálann var litið út fyrir uppgraftarsvæðið. „Teknir voru skurðir í tvær rústir norðan við skálann. Önnur rúst- in sýndi engin ummerki um gólf- lög svo þar hefur fólk ekki hafst við en í hinni eru greinileg kolaborin gólflög í niðurgrafinni tóft, jarð- hýsi. Báðar þessar tóftir og hlut- verk þeirra væri fróðlegt að skoða nánar síðar. Á loftmynd sem tek- in var einn daginn síðdegis í góðri birtu komu síðan vel fram útlínur á aflangri rúst sem er einnig norð- an við skálann og sést á myndinni. Hún er næstum jafnstór og skálinn og gæti verið af öðru slíku húsi eða mögulega fjósi. Hún bíður frekari rannsókna.“ Auk þessa hafa mörg hundruð loftmyndir verið teknar af svo til öllu láglendi í dalnum og útbúið yfirborðslíkan þar sem allar minjar sjást mun betur en á venjulegri loft- mynd. Egill Erlendsson, prófess- or og sérfræðingur í fornvistfræði, tók sýni úr mýrum innst í dalnum. Með greiningu á þeim verður hægt að varpa ljósi á samsetningu frjó- korna og þar með þróun gróðurfars í dalnum í tímans rás. mm/ Ljósm. Rögnvaldur Guð- mundsson. Perlur og snældusnúður meðal muna í uppgreftri í Ólafsdal Fornleifafræðingar að störfum. Rannsóknum þeirra lauk 20. júní síðastliðinn. Miðja minjasvæðisins í Ólafsdal. Blá ör vísar á stóra byggingu, hugsanlega fjós. Fornleifafræðingar við langhúsið í Ólafsdal. Gyllt perla sem fannst við uppgröft í sumar. Endurbyggt mjólkurhúsið. Hér er horft yfir mannvirkin frá fjósinu og heim að bæ og mjólkurhúsi. Sjálfboðaliðar sem komu og unnu í garðvinnu í vor. Snældusnúður sem fannst við uppgröftinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.