Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 17 Lopapeysan verður haldin í sext- ánda sinn á írskum dögum á laug- ardagskvöldið næstkomandi. Um er að ræða stórtónleika í anda sveita- ballanna sem haldin voru hér á árum áður. Lopapeysan hefur mik- ið vaxið frá fyrstu tónleikum og í ár verða tónleikarnir þeir stærstu hingað til. Það eru Vinir Hallar- innar með ísólf Haraldsson í farar- broddi sem standa fyrir Lopapeys- unni og hafa gert frá upphafi. Fram koma þau Birgitta Haukdal, Club Dub, Herra Hnetusmjör, Stefán Hilmarsson, Blaz Roca, Albatross, jónsi úr Svörtum fötum, Sverrir Bergmann, Ingó Veðurguð, Helgi Björnsson, jón jónsson, Friðrik Dór, Dj Red og stórsveitin Paparn- ir en aldrei hafa fleiri stigið á svið á Lopapeysunni. Lopapeysusvæðið verður opnað klukkan ellefu. í skemmunni stíga Paparnir fyrstir á svið og á eftir þeim Albatross og svo mun hver tónlistarmaðurinn á fætur öðrum stíga á svið allt til enda kvöldsins. „Á hinu sviðinu okkar verður Dj og þar verður sama fyrirkomulag, tón- listarmennirnir koma einn af öðr- um. Það verður því aldrei stopp á hvorugu sviðinu,“ segir ísólfur og bætir því við að svipað fyrirkomu- lag hafi verið í fyrra og heppnast mjög vel. „Lopapeysan í fyrra var alveg extra, en við höfðum gert miklar breytingar á svæðinu til að auka aðeins dagskránna. Núna ætlum við að fara enn lengra með þetta. Við verðum líka með meira úrval af matarvögnum en í fyrra,“ segir ísólfur. Eina tækifærið til að sjá Birgittu á sviði í sumar Lopapeysan er fyrir mörgum ómiss- andi partur af sumrinu enda einn stærsti viðburður ársins á Akranesi. Eins og fyrr segir mun Birgitta Haukdal stíga á svið en hún mætti einnig í fyrra og þá í heilgalla úr lopa. „Ég gat náttúrulega ekki mætt á Lopapeysuna í glimmergallanum svo ég fékk þá frábæru hugmynd að láta prjóna á mig lopasamfesting. Til þess fékk ég frábæra prjóna- konu frá Regs design og hún gerði þennan flotta galla sem ég var því- líkt ánægð með. Það var æðislegt að mæta í honum en þetta var versta hugmynd í heimi,“ segir Birgitta og hlær. „Að syngja í lopa uppi á sviði í skemmu troðfullri af fólki var ekki jafn sniðugt og ég hélt. Svo var því- líkt magn af ljósum á mér og ég að syngja og dansa og hélt hreinlega að ég myndi deyja úr hita. Þetta var svakalegt og ég var þarna farin að reyna að klæða mig úr og gall- inn hékk hálfpartinn á mér bara. Þetta var skemmtileg hugmynd en ekki praktísk. En gallinn nýtist vel, ég nota hann í útilegur, fjallgöngur og svona,“ segir Birgitta. Hún seg- ist ætla að vera léttklæddari uppi á sviði í ár. „ísólfur spurði hvort ég myndi ekki mæta í gallanum aftur og kannski geri ég það, en ég ætla ekki að syngja í honum. Ég er rosa- lega spennt að koma en ég ákvað að gigga ekkert í sumar og taka mér alveg pásu. En ég var búin að lofa ísólfi eftir Lopapeysuna í fyrra að koma og ég stend við það. En þetta er eina giggið mitt í sumar,“ segir Birgitta. Miðasala á Lopapeysuna fer fram á midi.is og kostar 5.990 krón- ur miðinn. „Miðað við að þetta er svipað verð og fólk borgar fyr- ir ágætis tónleika með einum lista- manni er þetta verð náttúrulega ótrúlega flott og við erum hrikalega ánægðir að geta haldið þessu svona niðri,“ segir ísóflur. arg Birgitta Haukdal mætti á Lopapeysuna í fyrra í þessum glæsilega lopasamfestingi. Stærsta Lopapeysan hingað til Góð stemning var á Lopapeysunni í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.