Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 25 Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkti á 27. júní s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga vegna lóða við Fagralund og Akralund, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felst í að breyta einbýlishúsalóðum við Fagralund 1, 3, 5, 7 og 2, 4, 6 í tvær þriggja íbúða raðhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir (12 íbúðir). Fjölbýlishúsalóðir við Akralund 8, 10, 12 og 14 er breytt í tvær fjögurra íbúða raðhúsalóðir (ein til tvær hæðir) og eina parhúsalóð (ein til tvær hæðir). Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is frá og með 4. júlí til og með 17. ágúst 2019. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 17. ágúst í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 9 SK ES SU H O R N 2 01 9 Bæjarstjórn Akraness samþykkti 27. júní 2019 breytingu á deiliskipulagi Æðarodda. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting var gerð á auglýstri tillögu, vegna ábendinga sem bárust þ.e. byggingarreitur var færður lengra frá reiðleið eða um 2 metra til suð-austurs. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar. Samþykkt breyting á deiliskipulagi Æðarodda vegna Reiðskemmu Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, hefur verið ið- inn við að útrýma skógarkerfli síð- ustu tíu ár en þetta illgresi kemur oft upp í umræðunni vegna þess hversu óviðráðanleg það er. Skóg- arkerfill, eða kerfill eins og hann er oftast kallaður, dreifir ört úr sér og myndar gjarnan samfelldar breið- ur sem ekkert fær stöðvað. jurtin er feikisterk og kraftmikil og stend- ur mörgum ógn af henni eins og bóndanum á Kiðafelli. „Ég var odd- viti fyrir 10-12 árum síðan. Þá byrj- aði ég að láta taka kerfilinn. Það fór starfsmaður hérna um og eitraði plöntuna. Þetta hefur aðallega ver- ið hérna við Hvalfjarðarveginn og við Reynivallakirkju. Starfsmaður- inn fór þarna um og eyddi illgres- inu eitt árið. Þetta var svona fyrsta skrefið. Svo rann mitt skeið á enda sem oddviti og aðrir tóku við, þá fór ég að gera þetta sjálfur,“ segir Sigurbjörn í spjalli við blaðamann Skessuhorns þegar hann heimsótti bóndann í liðinni viku. Fær salt frá Kötlu „Ég hef verið síðustu tíu árin, á hverju ári í þessu. Það er búið að taka öll þessi ár að reyna að halda þessu niðri,“ segir bóndinn. „í fyrra var svakalega mikið rigningarsumar og ekki hægt að beita eitrinu í bleyt- unni, það verður að vera þurrt til þess. Maður fékk aldrei þurra stund í allt fyrrasumar. Þegar þurrkurinn kom svo loksins, þá var bara kom- inn heyskapur,“ útskýrir hann. í rigningarsumrinu í fyrra fór Sveinbjörn ásamt krökkunum sín- um meðfram öllum veginum og skar allt fræ af kerflinum með sigð til að koma í veg fyrir að plantan myndi dreifa sér frekar. „Ég átti svolítið salt og byrjaði að nota það. Það var búið að benda mér á að það væri hægt að nota náttúruleg efni sem finnast í saltinu sem vinna gegn illgresinu. Ég prófaði að setja salt á nokkrar plöntur. Þær alveg hurfu og hafa ekki látið á sér kræla eftir það.“ Sigurbjörn fær saltið frá Kötlu, en það er ekki saltpokinn sem finnst í næstu kjörbúð heldur fer hann í heildsöluna og verður sér út um saltpoka. „Ég hef farið með 200 kg af salti núna í sumar og sett slatta á plönturnar.“ Saltið svínvirkar Sigurbjörn segir gott að nýta vorið til að ganga á kerfilinn og fór hann reglulega í sauðburðinum, þegar það gafst stund á nóttunni, með- fram veginum og tók svæði hér og þar og saltaði plönturnar. „Það er svo gott að taka kerfilinn snemma á vorin því hann sýnir sig fljótt, á undan öllum öðrum gróðri. Ég reikna með að það sé búið að ná tökum á þessu núna eftir að ég fór að nota saltið, allt annað er bara tímasóun,“ segir Sigurbjörn ákveð- inn sem hefur byrjað markvisst út frá Hvalfjarðargöngum að ganga á illgresið. „Ég hef verið með hey- skap lengi á Kjalarnesi og þetta hef- ur verið smátt og smátt að aukast þar. Nú er svo komið að sum túnin eru bara ónýt af kerfli. Þetta er búið að vera inni á túnunum eitthvað og maður hefur bara slegið þetta með. Það gerir hins vegar illt verra að slá þetta. Þessi tún eru bara ónýt og ekkert hægt að gera við þau fyrr en það er búið að eyða kerflinum. Það þýðir ekkert að plægja þetta eða nokkuð. Ég ætla ekki að tapa land- inu mínu í þetta, þess vegna legg ég svona mikla áherslu á að útrýma plöntunni.“ Kerfill er ólíkur lúpínunni Ekki eru allir á sama máli og Sigur- björn þegar kemur að skógarkerfli. Margir eru þeirrar skoðunar að vilja ekki útrýma kerflinum, þekkja e.t.v. ekki hversu stórt vandamál plant- an skapar. „Ég byggi afkomu mína á ræktuðu landi, frjósömu landi, og það er það sem kerfillinn fer í. Það átta sig ekki allir á því hversu skæð planta þetta er. Svo eru einhverjir sem leggja þetta að jöfnu við lúpín- una en hún er bara allt annað dæmi. Ég er ekkert að vesenast í henni,“ segir Sigurbjörn. Ólíkt kerfli þá sækir lúpínan frek- ar í mjög gróðursnauð og rýr svæði og eykur frjósemi jarðvegsins en er engu að síður mjög ágeng planta. „Lúpínan fer ekkert í ræktarland, hún fer aðallega í ógróið land. Mér finnst til dæmis ekkert vandamál þegar hún er upp við vegi og slíkt. Vissulega þarf að hemja hana svo hún komist ekki í mólendi í víðerni og svona.“ Margir farnir að salta Sigurbjörn segist hafa fengið góð viðbrögð við átakinu sínu úr flest- um áttum. Ekki fyrir svo löngu setti hann færslu inn á Facebook síðu sína þar sem hann sagði frá velgengni sinni að notast við salt til að útrýma illgresinu. „Ég fékk svakaleg viðbrögð við færslunni og margir eru búnir að hringja í mig og spyrja mig út í þetta. Ég veit að þeir eru farnir að salta í Mývatns- sveit, Bolungarvík og Eyjafirði. Það eru margir að eiga við þetta en margir líka búnir að missa tökin. Spurningin er bara að byrja,“ seg- ir Sigurbjörn. „Það er ekki skrítið að fólk guggni. Það er hins vegar um að gera þar sem eru einhverj- ir kaflar einhverju af kerfli, að byrja þar og reyna að vinna þetta svona frá tiltölulega auðum köflum og inn að mestu torfunum. Svo er mikil- vægt að vera ekki að gera ráð fyr- ir því að ná þessu á einu ári. Þetta er verk sem menn þurfa að fara í á hverju vori. Ég myndi segja að það þurfi alveg tíu ár til að vinna sig út úr þessu, en það er alveg hægt,“ segir bóndinn að endingu. glh Bóndinn á Kiðafelli notar salt til að útrýma skógarkerfli Skógarkerfill er feikisterk og kraftmikil planta, en oft óvelkomin. Sigurbjörn ásamt vinnumanni sínum, Róberti Mána Newton, fyrir utan fjárhúsið á Kiðafelli. Sjá má saltpokann á milli þeirra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.