Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Að deila um keisarans skegg Það gladdi mitt laskaða hjarta í liðinni viku þegar Seðlabankinn kynnti lækk- aða stýrivexti um kvartprósentustig. Einungis mánuði áður hafði stofnunin einnig lækkað stýrivexti, sem þar með eru nú komnir niður í 3,75%. Sjö ár eru síðan vaxtakjör voru svo lág. Lækkaðir stýrivextir þýða ekkert annað en að lánastofnanir og lífeyrissjóðir verða að lækka útlánsvexti til að eiga roð í samkeppni um peningaútlán. Eða svo skyldi maður ætla. Því varð eðli máls- ins samkvæmt uppi fótur og fyt þegar Lífeyrissjóður verslunarmanna ákvað öllum að óvörum að hækka breytilega vexti til lántakenda sinna. Ragnar Þór formaður VR var ekkert að tvínóna við hlutina heldur afturkallaði umboð fulltrúa VR í stjórn sjóðsins, hann rak sína fullrúa þar! Sagði að þessi ákvörð- un bryti í bága við vilja verkalýðshreyfingarinnar sem lagt hefði nótt við dag í svokallaða lífskjarasamninga sem samþykktir voru í vetur. Þetta inngrip Ragnars Þórs þótti orka tvímælis þar sem stjórn lífeyris- sjóða hefur það markmið eitt að verja hag eigenda sjóðsins, engra annarra og þar með talið ekki stjórnar verkalýðsfélags. Væntanlega hefur stjórn líf- eyrissjóðsins þótt nauðsynlegt að hækka útlánsvexti, annars hefði hún varla verið að því! En hvað um það. Þetta olli samstundis miklum titringi, ekki síst í röðum atvinnurekenda sem einnig eiga sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða, svo galið sem það nú annars er. Lífeyrissjóðir hafa það eitt markmið að viðhalda og auka eign þeirra sem greiða í sjóðina og spara til efri áranna. Að því gefnu að stjórnarmenn í LV hafi verið að starfa eftir bestu vitund og í þágu umbjóðenda sinna, er inngrip af þessu tagi í rekstur þeirra í besta falli vafasamt. í það minnsta ef ég væri sjóðfélagi kominn yfir miðjan aldur þætti mér undarlegt ef einhver verka- lýðsforingi væri að skipta sér af því að unnið væri að ávöxtun míns væntan- lega lífeyris. Lífeyrissjóður verslunarmanna, eins og allir aðrir sjóðir, verða að láta peninga sjóðfélaga ávaxta sig, annað hvort í útlánum, kaupum á hluta- bréfum eða skuldabréfum, erlendis eða hér heima. Ef stjórn sjóðsins taldi að hækka hafi þurft breytilega verðtryggða útlánsvexti í 2,28%, þá verður henni að leyfast það. Áfram eiga nefnilega lántakendur möguleika á að leita annað eftir lánum og bjóða út lánapakka heimila sinna, ef þau kjör eru ekki lengur samkeppnishæf á markaði. Umfram allt tel ég það gerræði að ætla í skjóli valds, hvort sem það er af hálfu atvinnurekenda eða verkalýðsfélaga, að handstýra vaxtakjörum lífeyrissjóða þannig að mögulega verði tap á við- komandi útlánum. En ýmsar lánastofnanir og aðrir sjóðir, aðrir en Lífeyrissjóður VR, hefur í skjóli stýrivaxtalækkunar að undanförnu boðað lækkun útlánakjara. Sum- ir bjóða kjör undir tveimur prósentum á breytilegum verðtryggðum útlán- um. Þannig koma þessar fjármálastofnanir til móts við skuldsett heimili og dansa í takti við það markmið atvinnurekenda og launþegahreyfingar í lífs- kjarasamningum frá því í vetur að besta kjarabótin felist í betri vaxtakjörum. Eina sem skyggir á í mínum huga er sú staðreynd að við höfum veikan og óstöðugan gjaldmiðil. Gjaldmiðil sem krefst beltis og axlabanda og 3,75% stýrivaxta. Vaxta sem eru á að giska þremur prósentum hærri en stýrivextir í nágrannalöndum okkar. Hvorki launþegahreyfingin, atvinnurekendur né stjórnmálaöfl þora að taka upp umræðu um annan gjaldmiðil og meðan svo er greiðir almenningur hús sín upp á að giska tvisvar til þrisvar sinnum á láns- tímanum. Helmingi oftar en almenningur í löndunum í kringum okkur sem býr við stöðugra og þroskaðra fjármálaumhverfi. Flokkar sem ljáð hafa máls á skoðun á öðrum gjalmiðli hafa sýnist mér 24% fylgi á Alþingi núna og eru auk þess báðir í minnihluta og fá því nákvæmlega engu ráðið. Þangað til um- ræðan færist í átt að kjarna málsins getum við því áfram deilt um keisarans skegg, Ragnar Þór og allir hinir. Magnús Magnússon í síðustu viku voru rifin hús sam- byggð Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjársreykjum. Fyrrum skóla- stjóraíbúð og heimavist grunn- skólans þurftu að víkja en á lóðinni verður byggður nýr leikskóli fyrir Hnoðraból ásamt skrifstofuaðstöðu fyrir starfsfólk leik- og grunnskól- ans. Það er Borgarverk sem ann- ast niðurrif en Eiríkur j Ingólfsson byggingameistari mun síðan byggja leikskólann sem á að vera tilbúinn síðla næsta ár. mm/ Ljósm. Josefine Morell. Hin árlega þjóðbúningahátíð Skotthúfan var haldin í Norska húsinu – Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla síðastliðinn laugar- dag. Hátíðin hófst með fyrirlestri í Eldfjallasafninu þar sem Guð- rún Hildur Rosenkjær hélt fyrir- lestur um endurgerðar kvenpeys- ur frá 19. öld. Fyrirlesturinn var vel sóttur og kom þar margt fróðlegt og skemmtilegt fram. Að fyrirlestri loknum var gestum í þjóðbúning- um boðið upp á kaffi og pönnukök- ur í Norska húsinu. Lokaviðburð- ur hátíðarinnar voru tónleikar með Ylju í Gömlu kirkjunni þar sem meðal annars voru spiluð þjóðlög ásamt frumsömdu efni. arg Ferðatímaritið Luxury Travel Guide hefur tilkynnt að Vestur- land hafi annað árið í röð verið valið vetraráfangastaður Evrópu, eða; ,,Winter Destination of Eu- rope 2019.“ Landshlutinn er hlað- inn verðlaunum en nefna má að árið 2017 hlaut það titilinn mynd- rænasti áfangastaður Evrópu. Þetta er því þriðja árið í röð sem Vestur- land hlýtur verðlaun hjá tímarit- inu. Luxury Travel Guide sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira en blað- ið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. Vesturland var valið vegna mikillar náttúrufegurðar og er það talið sérstaklega sjarmerandi yfir vetrarmánuðina. Á heimasíðu Markaðsstofu Vest- urlands segir svo um umsögn LTG um valið á Vesturlandi: „Landshlut- inn státar af sláandi fallegu landslagi og lokkar ferðamenn til sín með loforðum um sögu, eldfjöll, fallega fossa og jökla. Vesturland er heimili Snæfellsjökuls, hins glæsilega jök- uls sem trónir á toppi gamals eld- fjalls og drottnar yfir nærumhverf- inu. Nokkur fyrirtæki bjóða uppá ferðir á jökulinn en á heiðskírum dögum er útsýnið þaðan stórfeng- legt. Vesturland er einnig heim- ili Langjökuls, næst stærsta jökuls í Evrópu, þar sem hin einstöku ís- göng má finna. Nokkur fyrirtæki bjóða uppá ógleymanlegar ferðir uppá Langjökul og í ísgöngin. Ef leitað er eftir góðri heilsulind, þá opnaði Krauma nýlega, dásamleg náttúruböð við hliðina á Deildar- tunguhver þar sem fullkomið er að slaka á og njóta náttúrunnar í vatn- inu frá vatnsmesta hver í Evrópu.“ Þá segir að landshlutinn sé falleg- ur allt árið um kring en hefur sér- stakan sjarma á veturna. Vesturland býður ferðamönnum upp á hrífandi nærveru norðurljósanna þegar þau lýsa upp himininn og varpa ljósi á magnað útsýnið um kring. mm Sólin dansar yfir sjóndeildarhringnum fyrir dolfallna áhorfendur í sumarsól- stöðuferð á Snæfellsjökul. Ljósm. tfk. Vesturland er vetraráfangastaður Evrópu annað árið í röð Hús rifin til að rýma fyrir leikskóla Vel heppnuð Skotthúfa í Stykkishólmi Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.