Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 20196 Leggja til bann við beinum veiðum LANDIÐ: Hafrannsókna- stofnun hefur lagt til að leit- að verði leiða til að draga úr meðafla landsels við netaveið- ar. Verði takmarkaðar bein- ar veiðar leyfðar er mikilvægt að veiðistjórnunarkerfi verði innleitt og skráningar á öll- um veiðum verði lögbundn- ar. jafnframt leggur stofnun- in til að reynt verði að tak- marka möguleg truflandi áhrif af athöfnum manna á landsel, sérstaklega í maí-ágúst þeg- ar kæping og háraskipti eiga sér stað. Landselsstofninn er metinn vera um 9.400 dýr. Frá árinu 1980 hafa reglubundn- ar talningar farið fram til að meta stofnstærð og breyting- ar í stofnþróun tegundarinn- ar við ísland. Stofninn er nú metinn vera 72% minni en árið 1980, en 23% stærri en árið 2016 þegar sambærilegt stofnstærðarmat var síðast unnið. -mm Íslending- ar sækja betur tjaldstæðin SNÆFELLSBÆR: íslend- ingum hefur fjölgað verulega á tjaldsvæðum Snæfellsbæjar það sem af er sumri. í frétt á vef bæjarins segir að í nýliðn- um júnímánuði hafi íslend- ingarnir sem dvöldu á tjald- svæðunum verið 501 saman- borið við 131 í sama mánuði í fyrra, eða rétt ríflega 380% fjölgun milli ára. „Heildar- gestum í júní fækkaði þó lítil- lega milli ára og skýrist það að hluta til vegna þess að útilegu- kortið er ekki í notkun á tjald- svæðunum þetta árið. Hlutfall íslenskra gesta er þó töluvert hærra, 15% í ár samanborið við 3% í fyrra,“ segir í frétt- inni. -mm Fjárréttir haustsins BORGARBYGGÐ: Sveitar- félagið Borgarbyggð hefur birt lista yfir helstu fjárréttir í haust. Fyrsta rétt haustsins er Nesmels- rétt í Hvítársíðu laugardaginn 7. september og þá verður réttað í Kaldárbakkarétt sunnudaginn 8. september. Oddsstaðarétt verð- ur miðvikudaginn 11. septem- ber. Réttað verður í Brekkurétt í Norðurárdal sunnudaginn 15. september og sama dag í Fljót- stungurétt (réttarhald hefst vænt- anlega að kvöldi 14.). Mánudag- inn 16. september verður rétt- að í Þverárrétt, Hítardalsrétt og Skarðsrétt. Grímsstaðarétt verð- ur 17. september, Rauðsgilsrétt 22. september og Mýrdalsrétt 24. september. -mm Bóka um Sundabraut RVK: „Bæjarráð Akraness fagnar ummælum samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra um að raun- hæft sé að bjóða út framkvæmd- ir við Sundabraut á þessu kjör- tímabili og að framkvæmdir geti hafist á næstu þremur til fjórum árum,“ segir í bókun ráðsins frá 3. júlí síðastliðnum. „Bæjarráð Akraness hvetur samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu, Faxaflóahafnir og aðra hlut- aðeigandi aðila til að vinna ötul- lega að þessari brýnu samgöngu- bót.“ -mm Fækkun nemur 16,7% LANDIÐ: Samkvæmt taln- ingu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflug- völl um 195 þúsund í júnímánuði eða um 39 þúsund færri en í júní árið 2018. Fækkun milli ára nem- ur 16,7%. Fækkun hefur verið alla aðra mánuði frá áramótum. í janúar fækkaði brottförum um 5,8%, í febrúar um 6,9%, í mars um 1,7%, í apríl um 18,5% og um 23,6% í maí. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í júní eða 31% brottfara og fækkaði þeim um 35,1% milli ára. Frá áramótum hafa 900 þúsund erlendir farþeg- ar farið frá íslandi um Keflavík- urflugvöll sem er 12,4% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra. -mm Fjórir vilja aka skólabörnum DALIR: Síðastliðinn þriðjudag voru hjá Ríkiskaupum opnuð til- boð í sjö akstursleiðir skólabíla í Auðarskóla í Dölum. í hverja akstursleið buðu 2-3 tilboðsgjaf- ar, en alls fjórir sendu inn tilboð, þ.e. Kolur ehf, BS þjónustan ehf, Þorsteinn jónsson og Sigurður jökulsson. Á vef Ríkiskaupa eru ekki gefin upp hvaða verðtilboð bárust, en samkvæmt venju verða tilboðin yfirfarin hjá Ríkiskaup- um. Að endingu verður það svo verkkaupinn Dalabyggð sem af- greiðir málið. -mm Quadran ísland hélt opinn kynning- arfund í Búðardal á mánudaginn um fyrirhugað vindorkuver í landi Sól- heima í Laxárdal. Til umfjöllunar var staða undirbúnings og mat á um- hverfisáhrifum verkefnisins. Fund- inum stjórnaði Tryggvi Þór Her- bertsson stjórnarformaður Quadran Iceland Development og einnig tók til máls Rúnar D. Bjarnason fags- tjóri umhverfismála hjá verkfræði- stofunni Mannvit. Að fundi loknum voru almennar fyrirspurnir en með þeim Tryggva og Rúnari var Friðjón Þórðarson frá Quadran. í fyrsta áfanga á fyrirhuguðum vindorkugarði er gert ráð fyrir að reisa 25 vindmyllur með afkasta- getuna 85MW. Umfang hverr- ar myllu í hæð verður á bilinu 140-170m miðað við spaða í hæstu stöðu. Það er því ljóst að sýnileiki verður talsverður en á fundinum voru settar upp myndir frá hin- um ýmsu sjónarhornum gestum til glöggvunar. Góð umræða skapaðist á fund- inum og meðal annars var rætt um hagsmuni sveitarfélagsins, störf í kringum verkefnið og möguleg tækifæri sem gætu skapast auk um- ræðu um vegamál. Það vakti m.a. athygli fundargesta að áætluð vega- lengd innan vindmyllugarðsins gæti spannað um 26 km. Nokkur um- ræða var um flutningsgetu raforku innan dreifikerfisins og komu fram áhyggjur fundargesta af stöðunni í þeim málum. í umfjöllun Tryggva Þórs kom fram að æskilegt sé að laða að fyr- irtæki sem nýta orkuna á svæðinu enda fari þar hagsmunir saman, þar má sem dæmi nefna gagnaver. Þá eru skilyrði fyrir vindorkugarð á svæðinu talin einkar heppileg en fyrstu mælingar úr tilraunamöstrum gefa góðar vísbendingar. sm Gestir fylgjast áhugasamir með. Kynningarfundur um vind- orkuver á Sólheimum Rúnar, Tryggvi og Friðjón höfðu framsögu og svöruðu spurningum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.