Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 20198 Núningur án stór- átaka AKRANES: Vikan var eril- söm hjá Lögreglunni á Vestur- landi en gekk þó áfallalaust fyr- ir sig, að sögn jóns S Ólasonar. Mest var að gera í tengslum við bæjarhátíðina írska daga á Akra- nesi en engin alvarleg mál komu þó á borð lögreglu um eða eftir helgina. Að sögn jóns var margt fólk sem mætti á Lopapeysuna og myndaðist örtröð við innganginn en það mál var leyst nokkuð far- sællega að mati lögreglu, án þess að alvarleg slys yrðu. Eitthvað var um núning milli manna en engin stórvægileg mál. -arg Ólafsvíkurhátíð fór friðsamlega fram ÓLAFSVÍK: Bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka fór fram um liðna helgi og að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi fór hátíðin afskaplega friðsamlega fram. Þar var fólk al- mennt rólegt og ekkar alvarlegt mál hefur komið inn á borð lög- reglunnar í tengslum við hátíð- ina. -arg Stútar undir stýri VESTURLAND: Nokkuð var um ölvunarakstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í lið- inni viku. Ellefu bókanir um ölv- aða ökumenn er að finna í dag- bókum lögreglunnar eftir vik- una og flest málin eru frá því um helgina. Eitthvað var um að fólk hafi einfaldlega farið of snemma af stað eftir drykkju kvöldið áður og vill lögreglan minna ökumenn á að gæta þess alltaf að hafa feng- ið næga hvíld áður en sest er und- ir stýrið eftir drykkju. Þá voru fimm teknir við akstur grunaðir um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að sögn lögreglu er þetta hlutfall í hærra lagi á einni viku. í einu þessara mála var maður tekinn á Vesturlandsvegi í annarlegu ástandi og fundust jafnframt fíkniefni í bílnum. Það mál er nú til rannsóknar. -arg Annir á hálendisvakt LANDIÐ: Nokkuð hefur ver- ið um verkefni hjá þeim björg- unarsveitahópum Landsbjargar sem manna hálendisvakt sumars- ins. Töluvert um slys og minnni- háttar óhöpp. Á sunnudagskvöld var leitað að konu sem villst hafði í þoku á gönguleiðinni inn að Öskjuvatni á hálendinu norð- an Vatnajökuls. Á svæðinu var snjókoma og einnar gráðu frost en í slíku veðri kólnar fólk hratt sé það ekki vel búið. Björgunar- menn fundu konuna skjótt og fóru með hana í skála við Dreka- gil þar sem hún fékk hlý föt og heitt að drekka. Á mánudag var tilkynnt um fótbrotinn göngu- mann á Laugaveginum, sunnan við Hrafntinnusker. Björgunar- fólk fór til mannsins og flutti til byggða. Bera þurfti viðkomandi um fjögurra kílómetra leið að jeppa og aka honum svo á móts við sjúkrabifreið sem flutti hann á sjúkrahús. -mm Icelandic Documentary Film Festival er alþjóðleg heimilda- myndahátíð sem haldin verður á Akranesi dagana 17.-21. júlí næst- komandi. Sýndar verða 50 myndir allstaðar að úr heiminum og þar af 30 myndir í fullri lengd. Að sögn Ingibjargar Halldórsdóttur, eins skipuleggjanda hátíðarinnar, er von á gestum víða að úr heimin- um á hátíðina. „Það eru að koma gestir frá Rússlandi, japan og fleiri löndum auk þess sem við verð- um með 20 ungmenni af Norð- urlöndum sem verða á hátíðinni með vinnustofur,“ segir Ingibjörg. „Við leggjum upp úr að hafa mjög fjölbreytta dagskrá og verðum með bæði léttar myndir og þung- ar auk þess sem við verðum með barnamyndir. Við ætlum að hafa sérstaka barnadagskrá á morgnana samhliða hátíðinni. Til að höfða aðeins meira til fjölskyldufólks, verðum með ratleik á laugardeg- inum og fjör á Akratorgi. Á kvöld- in verða skemmtiatriði fyrir alla svo þetta er algjör fjölskylduhá- tíð og okkur langar að búa til smá svona kvikmyndaþorp hér á Akra- nesi í kringum þetta,“ segir Ingi- björg. Mest erlendar myndir Aðspurð segir Ingibjörg myndirn- ar verða sýndar í Bíóhöllinni, Tón- bergi og á Byggðasafninu í Görð- um. „Þetta verður mjög þétt dag- skrá en við gefum öllum mynd- um tvær sýningar,“ segir Ingi- björg. Opnunarmynd hátíðarinn- ar heitir In Touch en það er heim- ildamynd um lítið pólskt þorp sem heitir Stare juchy þar sem stór hluti íbúanna hafa flutt til íslands síðustu áratugi og ekki snúið aftur. „Há- tíðin er mjög fjólþjóðleg og við verðum með myndir allstaðar að en það eru þó svona smávægilegar tengingar við ísland líka eins og í myndinni In Touch. Það verða tvær myndir eftir kvikmyndagerðarfólk frá Akranesi og lokamynd hátíðar- innar er að hluta til tekin upp á ís- landi. En annars eru þetta mest er- lendar myndir sem tengjast íslandi ekki beint,“ segir Ingibjörg. Ekki hefðbundnar heimildamyndir Skipuleggjendur hátíðarinnar fengu innsendar um 260 heimildamynd- ir til að sýna á hátíðinni en aðeins var hægt að sýna 50 myndir. „Við erum með tíu manns að hjálpa okk- ur að velja myndir, svona alþjóðlegt teymi. Við fórum yfir þessar mynd- ir og fórum líka á hátíðir og horfð- um til þess hvaða myndir hafa verið vinsælar á hátíðum erlendis og vor- um í samband við sjálfstæða dreif- ingaraðila og völdum inn myndir út frá því,“ segir Ingibjörg. „Þetta eru aðeins öðruvísi heimildamynd- ir en ekki þessar hefðbundnu við- talsmyndir sem maður sér gjarnan í sjónvarpinu. Þetta verður glæsileg hátíð og ég vona að ég sjái sem flesta í bíói þessa daga. Ég vil líka hvetja fólk til að taka börnin með sér og gera eitthvað skemmtilegt úr þess- um viðburði og þá sem eru ekki á Skaganum hvet ég til að koma með tjaldið og vera með okkur alla hátíð- ina. Þetta verður rosalega skemmti- legt og ég mikil stemning,“ segir Ingibjörg að endingu. arg Á miðvikudaginn í liðinni viku kom björgunarbáturinn Gunnar Friðriks- son til hafnar í Rifi í Snæfellsbæ. Hann kemur í stað Bjargar, sem hefur þjónað Lífsbjörgu í mörg ár, og reynst sveitinni afar vel. Að sögn Helga Más Bjarnason- ar formanns Lífsbjargar er Björgin orð- in lúin vélarlega séð og var því Gunnar Friðriksson fenginn frá ísafirði en hann er samskonar bátur og Björg nema hvað hann er tíu árum yngri og betur búinn. Gunnar er auk þess gangmeiri bátur, með öflugri vél. Ganghraðinn á heimleiðinni var um 18 mílur en Björg- in gekk um ellefu mílur. Báðir bátarnir eru smíðaðir í Eng- landi og segir Helgi Már að ekki sé búið að ákveða hvað verður um Björg- ina. Það mál sé í höndum Landsbjargar. af Heimildarmyndahátíð á Akranesi Björgunarsveitarmenn í nýja skipinu. Lífsbjörg fékk afhentan nýrri og öflugri björgunarbát Björgin og Gunnar Friðriksson í höfn. Aflatölur fyrir Vesturland 29. júní – 5. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 17 bátar. Heildarlöndun: 43.193 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 18.932 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 16 bátar. Heildarlöndun: 36.903 kg. Mestur afli: Hrafnborg SH: 5.449 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður: 18 bátar. Heildarlöndun: 198.244 kg. Mestur afli: Hringur SH: 64.284 kg í einum róðri. Ólafsvík: 28 bátar. Heildarlöndun: 71.804 kg. Mestur afli: Egill SH: 27.785 kg í þremur löndunum. Rif: 22 bátar. Heildarlöndun: 52.679 kg. Mestur afli: Esjar SH: 19.559 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 29 bátar. Heildarlöndun: 97.290 kg. Mestur afli: Blíða SH: 14.437 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH – GRU: 64.284 kg. 3. júlí. 2. Sigurborg SH – GRU: 46.235 kg. 1. júlí. 3. Helgi SH – GRU: 44.475 kg. 1. júlí. 4. Farsæll SH – GRU: 19.545 kg. 1. júlí. 5. Esjar SH – RIF: 14.169 kg. 2. júlí. -arg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.