Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 2019 17 Við upphaf Hvanneyrarhátíðar á laugardaginn flutti Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbún- aðarháskóla íslands ávarp og setti hátíðina. Gat hún þess að í ár er fagnað 130 ára afmæli búnaðar- fræðslu á Hvanneyri. „En það eru fleiri merk tímamót sem við höld- um upp á í ár. Það eru 15 ár frá því að Landbúnaðarháskóli íslands tók til starfa í núverandi mynd, 80 ár síðan garðyrkjunám að Reykj- um í Ölfusi hófst, tíu ára afmæli Yndisgróðurs og 70 ár frá því Ferguson kom til landsins.“ Ragnheiður rakti ástæðu þess að búnaðarskóla var valinn stað- ur á Hvanneyri. „Ástæða þess að Hvanneyri varð fyrir valinu sem staðsetning fyrir búnaðarskóla mun hafa verið hin miklu nátt- úrugæði jarðarinnar með stórum næringarríkum engjalöndum og laxveiði. Þá stóðu um átta býli umhverfis kirkjuhólinn. Enginn húsakostur var metinn nothæfur til skólahalds og var ráðist í gerð 60 fermetra skólabyggingar strax fyrsta sumarið. í framhaldinu var ráðist í heilmiklar framkvæmdir, reistar allmargar byggingar svo sem kirkja, hlaða, hesthús, fjár- hús, smiðja og fjós og farið var í umfangsmiklar sléttanir og rækt- un túna, lagðir vegir með meiru. Hér hefur svo ýmislegt gerst í ofsaveðrum og brunum í gegnum tíðina, en ávallt verið endurbyggt og betrumbætt. Landbúnaðarháskóli íslands hefur nú yfir að ráða glæsilegri skólabyggingu í Ásgarði, ásamt aðstöðu til kennslu og rannsókna á Keldnaholti í Reykjavík og að Reykjum í Ölfusi. Hér á Hvann- eyri er auk þess gott rannsókna- og kennslufjós, lítið gróðurhús og rannsóknahús, bútæknihús auk þess sem jarðræktarmiðstöð skólans er að byggja upp aðstöðu hér. Þá er fjárbú rekið að Hesti og hestamiðstöð að Mið-Fossum. Nemendagarðarnir bjóða upp á glæsilega aðstöðu fyrir nemend- ur í misstórum rýmum sem henta ýmist einstaklingum, pörum eða fjölskyldufólki.“ Ragnheiður sagði það gleðilegt að umsækjendum um nám í Lbhí fjölgaði milli ára um 33% en met- aðsókn var í náttúru- og umhverf- isfræði og skógfræði nú í vor. „Þá stefnir í að fjöldi doktorsnemenda við skólann verði í fyrsta sinn tveggja stafa tala,“ sagði Ragn- heiður. mm Fjórir fyrrverandi stjórnendur skólans voru mættir, auk Ragnheiðar, og fengu þeir trjáplöntur að gjöf. Ágúst Sigurðsson í Kirkjubæ var fjarstaddur. F.v. Sæmundur Sveinsson, Magnús B. Jónsson, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, Björn Þorsteinsson og Sveinn Hallgrímsson. Þriðjungs fjölgun nemenda við LbhÍ Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri tók sig til í sumar og hélt ljós- myndanámskeið fyrir 11-12 ára börn. Afrakstur sýningarinnar mátti skoða á veggjum í stofu gamla skólastjórabústaðarins. Ingi Þór Magnússon í Ásgarði sýndi góða takta á Farmal A í dráttarvélafiminni. Bræðurnir Jónas og Sigurjón á Bjarteyjarsandi meta stöðuna. Þær Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum og Ingibjörg Björnsdóttir frá Háafelli í Skorradal sýsla ýmislegt saman og kalla sig þá gjarnan heimasæturnar í fram- dalnum. Þær seldu reyktan Skorradalssilung við góðar undirtektir. Opið hús var í Ásgarði. Þar var m.a. kynnt námsframboð við skólann og efni tengt brautunum dregið fram. Þá gátu gestir skoðað húsakynnin og kíkt á vinnusal nemenda umhverfisskipulags, þar sem þessi mynd var tekin. Ljósm. rbj. Álfheiður Marinósdóttir sýndi býflugnaræktun sína. Ljósm. úr safni/rbj. Verkefnastjóri atvinnu, markaðs- og menningarmála Borgarbyggð óskar eftir að ráða verkefnastjóra atvinnu, markaðs- og menningarmála. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur metnað, reynslu af ímyndarmálum og upplýsingamiðlun og áhuga á eflingu sveitarfélagsins. Starfið er 100% starf á stjórnsýslu- og fjármálasviði og er tímabundið til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu. SK ES SU H O R N 2 01 9 Starfs- og ábyrgðarsvið: Stefnumótun og markmiðasetning í atvinnu, upplýsinga- og menningarmálum• Samstarf og samskipti við atvinnulíf• Efla og samræma kynningar- og markaðsmál• Upplýsingatækni og rafræn þjónusta• Umsjón með menningarhátíðum og ýmsum menningarverkefnum• Starfar fyrir atvinnu, markaðs- og menningarmálanefnd • Menntunar og hæfniskröfur: Háskólapróf sem nýtist í starfi• Reynsla af störfum í upplýsingatækni, kynningar – og markaðsmálum• Þekking og reynsla af verkefnum tengdum atvinnu- og menningarstarfi• Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti• Góð samstarfshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum• Frumkvæði og skipulagshæfileikar• Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 28. júlí nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs í síma 433-7100. Umsókn skal senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is Henni skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.