Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Síða 20

Skessuhorn - 10.07.2019, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 201920 Fjölmenni kom saman um liðna helgi þegar írskir dagar voru haldni með pompi og prakt á Akranesi. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstóri setti hátíðina á fimmtudag í sann- kölluðu skýfalli fyrir utan Stjórn- sýsluhúsið við Stillholt. Leikskóla- börn og leikskólastarfsfólk ásamt öðrum gestum voru samankomn- ir í pollagöllum og með regnhlíf- ar uppspenntar til að hlusta á bæj- arstjórann auk þess sem Sveppi og Villi skemmtu mannskapnum með gríni og söng í rigningunni. Fyr- ir utan setningardaginn, þá léku veðurguðirnir við gesti írska daga hina þrjá dagana sem hátíðin stóð yfir. Það var logn og blíða og hiti rétt undir 20 stigum. „Hátíðin gekk gríðarlega vel og það hjálp- aði að hafa veðrið eins og það var. Viðburðir voru allir vel sóttir, hvort sem það var listsýning eða hátíð á torginu,“ sagði Sævar bæjarstjóri þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir helgi. Á föstudeginum byrjaði dagskrá á Akratorgi um hádegi. Þá var boð- ið upp á lifandi tónlist og allskyns skemmtiatriði fyrir gesti fram eftir degi. Ábúendur við Dalsbraut hlutu viðurkenningu fyrir mest skreyttu götuna og fengu í verðlaun glaðn- ing frá verslun Einars Ólafssonar sem þeim var afhent á götugrillinu síðar um kvöldið. Götugrill voru almennt vel sótt í bænum. Föstu- deginum var svo slúttað með Stór- tónleikum með Magna, Hreim og Stuðlabandinu á Lopapeysusvæð- inu sem gestum bauðst að mæta frítt á og var mæting góð. Haldið var uppi svipuðum hætti á laugardag. Dagskrá hófst snemma um morguninn með golfmóti á Garðavelli og sandkastalakeppni á Langasandi. Klukkan 11 voru vaskir sundmenn sem syntu til minningar um Helga Hannesson frá Sements- bryggju að Guðlaugu við Langa- sand. Dagskrá var í gangi allan dag- inn á Akratorgi og voru margir á svæðinu sem böðuðu sig í sólinni, hlýddu á tónlistaratriði og gæddu sér á allskyns mat úr matarvögnum á svæðinu. Götum að torginu var lokað svo það myndaðist skemmti- leg götulífsstemning í miðbænum. Klukkan 22 á laugardagskvöldinu hófst brekkusöngurinn sem hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu ár og má ætla að nýtt met hafi verið slegið í aðsókn en brekkan var þétt setin þegar Ingó veðurguð spilaði og söng fyrir gesti sem tóku vel undir í hverju laginu á fætur öðru. „Þetta er að verða stærri og stærri viðburður. Við vorum til dæmis í fyrsta skipti með svið fyrir tón- listaratriðin á brekkusöngnum í ár. Yfirleitt hafa verið um 3.000 manns mætt í brekkuna en ég hugsa að í ár hafi verið á milli fimm og sjö þús- und manns mætt í brekkusönginn, sem væri met, en það er alltaf erfitt að áætla fjölda á svona viðburðum,“ segir bæjarstjórinn. Að brekkusöngi loknum færði mannskapurinn sig á Lopapeysuna við bryggjuna þar sem gleðin stóð langt fram eftir nóttu. Færri komust að en vildu því uppselt var á viðburðinn. Var ástandið orðið þannig að fólk aug- lýsti eftir miðum á ballið og buðu í þá á samfélagsmiðum langt umfram upphaflegt verð. Á sunnudag var Leikhópurinn Lotta í Garðalundi og voru fjöl- skyldur samankomnar í blíðunni í Skógræktinni og áttu notalega stund. „Líklega er þetta aðsóknarmesta hátíðin til þessa og gekk hún virki- lega vel í alla staði. Við þökkum auðvitað öllum þeim sem heim- sóttu bæinn sem og bæjarbúum fyr- ir að hafa tekið virkan þátt í hátíð- inni,“ segir Sævar að endingu. glh Fjölmenni var á Írskum dögum um helgina Þessi unga stúlka söng hátt með Sveppa og Villa sem skemmtu viðstöddum á setningarathöfninni við Stjórnsýsluhúsið við Stillholt á fimmtudag. Ljósm. glh. Lifandi tónlist var í boði bæði á föstudag og laugardag á Akratorgi. Dalsbraut fékk viðurkenningu fyrir mest skreyttu götuna. Skemmtileg götulífsstemning myndaðist í miðbænum við Akratorg á laugardeg- inum. Ásgerður Erla Kristinsdóttir var valin Rauðhærðasti Íslendingurinn 2019. Þessir rokkarar skemmtu hópnum sem var samankominn á Akratorgi á laugardeginum. Hópurinn sem synti frá Sementsbryggju að Guðlaugu við Langasand til minningar Helga Hannessonar. Ljósm. Sjóbaðsfélag Akraness. Margir voru saman komnir til að horfa á Leikhópinn Lottu í Garðalundi á sunnudag. Ljósm. arg.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.