Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 2019 11 Senter Ertu í söluhugleiðingum ? Vertu í sambandi og ég sel fyrir þig. Sími 695-3502 Sigrún Matthea Sigvaldadóttir Löggiltur fasteignasali Sími: 695 3502 sms@remax.is Umsjónarmaður Hjálmakletts mennta- og menningarhúss Borgarbyggðar Borgarbyggð og Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsa eftir umsjónarmanni fyrir Hjálmaklett -mennta- og menningarhús Borgarbyggðar. Í Hjálmakletti er Menntaskóli Borgarfjarðar með starfsemi sína, þar er glæsilegur menningarsalur og fleiri minni rými. Húsið er bæði í langtíma- og skammtímaleigu. SK ES SU H O R N 2 01 9 Í starfinu felst samstarf og þjónusta við viðskiptavini sem leigja húsið ýmist til lengri eða skemmri tíma, starfsmenn og nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar. Um er að ræða 60% starf á virkum dögum og er tímabundið til eins árs með möguleika á fram- tíðarráðningu. Í starfinu felst einnig tilfallandi kvöld- og helgarvinna sem stjórnast af aðsókn að húsinu og tímasetningu viðburða sem haldnir eru. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið felast í umsjón og eftirliti með: Húsnæði Hjálmakletts, umhverfi þess og almennum búnaði• Tæknibúnaði, vatns-, hita-, rafmagns- frárennslis- og loftræstibúnaði• Almennum þrifum• Skammtíma útleigu og utanumhald leigusamninga, undirbúningi, framkvæmd og • frágangi vegna viðburða Markaðssetningu á notkun hússins• Almennu minni háttar viðhaldi og samskiptum við Eignasjóð Borgarbyggðar vegna • stærri viðhaldsverkefna Menntunar og hæfniskröfur: Menntun og reynsla sem nýtist í starfi• Tækniþekking vegna búnaðar hússins• Almenn tölvuþekking• Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð• Góð þjónustulund og lipurð í samskiptum• Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags ásamt árangurstengdum launum vegna tilfallandi leigu og markaðssetningar hússins. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 28. júlí 2019. Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 433-7100. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Borgarbyggð á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Sankti jóhannesarstúkan Akur á Akranesi hélt opið hús síðastlið- inn laugardag í tilefni af 100 ára af- mæli frímúrara á íslandi. Það voru þrír meðlimir reglunnar klæddir kjólfötum eins og hefð er fyrir, sem tóku á móti gestum. Fólk var boð- ið velkomið að kynna sér starfsemi frímúrara ásamt því að þiggja kaffi- sopa og vöfflur. Á myndvarpa inni í sal stúkunnar birtust myndir frá starfseminni í gegnum tíðina. Víða á landinu verður aldar- afmælis íslensks frímúrarastarfs minnst með einum eða öðrum hætti á árinu, meðal annars með sérstökum afmælisfundum, kvik- mynd sem frumsýnd var í Hörpu í vor og öll fimmtán stúkuhús lands- ins, þar á meðal Sankti jóhannesar- stúkan Akur á Akranesi, halda opið hús hluta úr degi og kynna starf- semi sína á árinu. glh Fjölskylduhátíðin Náttúrubarnahá- tíð á Ströndum verður haldin í þriðja skiptið helgina 19.-21. júlí næstkomandi. „Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjör- ið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn,“ segir í tilkynn- ingu. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni. „Nátt- úrubarnaskólinn stendur fyrir fjöl- breyttum námskeiðum yfir sumar- tímann og miðar að því að fræða börn á öllum aldri um ólíkar hlið- ar náttúrunnar á námskeiðum sem snúast um útivist og náttúruskoð- un þar sem þau læra með því að sjá, snerta og upplifa viðfangsefnin.“ Náttúrubarnaskólinn er starf- ræktur innan vébanda Sauðfjárset- ursins í Sævangi rétt sunnan við Hólmavík, og þar verður hátíð- in haldin. Dagrún Ósk jónsdóttir þjóðfræðingur hefur séð um nátt- úrubarnaskólann frá upphafi og skipulagningu hátíðarinnar. „Þetta gengur bara frábærlega og við erum æsispennt, eins og alltaf,“ segir Dagrún Ósk. „Við reynum alltaf að hafa fjölbreytta dagskrá sem miðast að því að fræðast um náttúruna og hafa gaman og það tókst bara mjög vel, þó ég segi sjálf frá. Svo fengum við veglega styrki frá Barnamenn- ingarsjóði og Uppbyggingasjóði Vestfjarða sem gerir okkur kleift að hafa ókeypis aðgang að hátíðinni í ár,“ bætir Dagrún við. Hátíðin hefst á föstudegi með fuglaskoðun og síðan setningarat- höfn og veðurgaldri. „Veðurgald- urinn á að kalla fram sólskin og gott veður, þetta er svona hálfgerð- ur dans. Hann hefur ekki brugð- ist okkur ennþá enda allt uppfullt af göldrum hérna á Ströndunum,“ segir Dagrún og hlær. Um helgina verða svo margir fjölbreyttir við- burðir sem flétta saman skemmt- un og fróðleik, til dæmis verður jónsi í Svörtum fötum með tón- leika á laugardagskvöldinu. „Við fáum góða gesti úr Sirkus íslands á sunnudeginum og svo verður náttúrubarnakviss og töfrasýning á föstudeginum. Einnig verða smiðj- ur tengdar útivist, hægt að fara í gönguferðir, á hestbak, í náttúru- jóga og sjósund. Það verða drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu, leik- hópurinn Miðnætti, Stjörnu-Sævar kemur í heimsókn og margt fleira. Ég hvet sem flesta til að kynna sér dagskrána og koma og leika sér með okkur. Það er ótrúlega dýrmætt að fara út og leika sér saman börn og fullorðnir og skapa skemmtilegar minningar,“ segir Dagrún að lok- um. Hægt er að kynna sér hátíðina á Facebook eða heyra í Dagrúnu í síma 661-2213. mm Fólk gat kynnt sér starfsemi reglunnar ásamt því að þiggja veitingar. Frímúrarar héldu opið hús í tilefni aldarafmælis Þessir félagar frímúrarareglunnar tóku á móti gestum sem mættu á opið hús. F.v. Magnús Ólafs Hanson, Stefnir Örn Sigmarsson og Hlynur Sigurdórsson. Náttúrubarnahátíð á Ströndum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.