Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 2019 23 Uppblásin leikföng 3 fyrir 2 147 cm á hæð 190 KR190 KR 190 KR 290 KR290 KR490 KR 990 KR 390 KR 490 KR 990 KR 990 KR 490 KR490 KR490 KR Allir út ad leika! A�na� 3.200 KR Dalbraut 16 - Akranesi - Sími: 666-5110 Sumarid er tíminn 2.900 KR OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 14- 18 3 bolir í pakka 3.000 KR SMALL TIL 4XL! Til stendur að hefja víðtæka rann- sókn hér á landi sem hefur það markmið að leiða í ljós hvaða sess torfhús skipa í hversdagslífi þjóð- arinnar, fræðslu og ferðaþjón- ustu og hvort íslendingar vilji vernda og nýta þannig hús með öðrum hætti en nú er gert. Fyrsti áfangi þessa verkefnis er útsend- ing á spurningaskrá. Að rannsókn- inni standa Þjóðminjasafn íslands, Minjastofnun íslands, Byggða- safn Skagfirðinga og Rannsókna- miðstöð ferðamála undir forystu Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, sem leiðir verkefnið. Með hugtakinu „torfhús“ er átt við hús sem að meira eða minna leyti eru hlaðin úr torfi og grjóti. Samhliða rannsókninni eru áform um að skrá torfhús og torf- húsaleifar á landinu því fjöldi standandi eða nýtanlegra torfhúsa er óþekktur. Þá verða torfhús þar sem yngri byggingarefni eru áber- andi einnig skrásett (t.d. stein- steypa og bárujárn). „Torfhús eru mikilvægur hluti af íslenskum menningararfi. Þau varpa ljósi á sérstöðu íslensks bygg- ingararfs. Erlendir ferðamenn sýna þeim áhuga og ferðamennska og -þjónusta, sem hefur vaxandi áhrif á efnahag, menningu, náttúru og ímynd landsins, hefur einnig haft áhrif á sjónarmið fólks til verndun- ar og nýtingar menningar- og nátt- úruminja. Ókunnur fjöldi stand- andi og hálfstandandi torfhúsa er um allt land en viðhaldsþekking þeirra er hverfandi. Við því þarf að bregðast svo hægt verði að gera ráðstafanir, hvort sem er til vernd- unar og nytja eða utanumhalds til framtíðar litið. Markmið með rannsókn um viðhorf landsmanna og ferðamanna til þessa menning- ararfs er að leiða í ljós hvaða sess torfhús hafa í fræðslu, minjavernd og í ferðaþjónustu og hver vilji ís- lendinga er til að vernda og nýta torfhús, hvort sem þau eru not- uð eða ekki,“ segir í kynningu um verkefnið. mm Nýlega var skrifað undir samning milli Faxaflóahafna og Stafsmanna- félags Norðuráls á Grundartanga um að Faxaflóahafnir láti félaginu í té landspildu til skógræktar. Spild- an er milli núverandi skógræktar norðan við Launaflsvirki Landnets og Eiðisvatns. Þarna stefnir Starfs- mannafélagið að því að útbúa nota- legan lund sem fellur vel að nú- verandi skógræktaráformum Faxa- flóahafna. Frá þessu er greint á vef Faxaflóahafna. „í fyrrahaust var byrjað á að planta í svæði ofan við þjóðveg 1, vestast, samkvæmt samningi við Skógræktina. Við stefnum að því að geta kolefnisjafnað á móti því elds- neyti sem við brennum hjá fyrir- tækinu með skógrækt í framtíðinni og þetta er liður í því. Núverandi skógrækt á Grundartanga í okkar landi hjálpar okkur í þessu efni og svo eru sóknarfæri í að fylla í skurði og endurheimta votlendi, en þar höfum við líka gert heilmikið nú þegar með því að endurheimta Kat- anestjörnina,“ segir í frétt Faxaflóa- hafna. mm Myndin er tekin að aflokinni undirskrift um landspilduna. Með Guðmundi Eiríks- syni forstöðumanni tæknideildar Faxaflóahafna eru starfsmenn Norðuráls; Guðjón Viðar Guðjónsson, Sigrún Helgadóttir og Margrét Lilja Gunnarsdóttir. Samningur um skógrækt við Starfsmannafélag Norðuráls Torfbær með fjórum burstum. Fyrir framan bæinn stendur kona sem styður hendi undir kinn. Myndin er tekin á árunum 1925-1935. Ljósm. Þjóðminjasafn Íslands. Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa Torfkirkjan að Víðmýri í Skagafirði sem byggð var árið 1834. Kirkjan hefur verið í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1936. Ljósm. Sigríður Sigurðardóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.