Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Page 28

Skessuhorn - 10.07.2019, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 201928 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög jónas Sen skrifar í Fréttablaðinu um helgina afar fallega um tón- leika Kammerkórs Suðurlands og Páls á Húsafelli sem haldnir voru nýverið í Hafnarborg. Gefur hann tónleikunum fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Dagskrá Sönghátíðarinnar var tvíþætt. Fyrir hlé voru fjölmörg mjög stutt verk eftir Atla Ingólfs- son, Huga Guðmundsson, Benna Hemm Hemm, Elínu Gunnlaugs- dóttur og fleiri. En grípum niður í dóm jónasar Sen: „Á dagskránni eftir hlé voru flutt allmörg lög eft- ir Pál Guðmundsson á Húsafelli í útsetningu ýmissa tónlistarmanna. Lögin voru við ljóð mismunandi skálda og voru ávallt grípandi og falleg. Við kórsönginn var leikið á hljóðfæri sem Páll hefur smíð- að, steinhörpur og flautur úr rab- arbara. Páll sjálfur spilaði með nokkrum öðrum músíköntum og þeir gerðu það allir vel. útkoman var kliður sem auðveldlega mátti ímynda sér að kæmi úr einhverj- um álfaheimi, hann var töfrandi og ómótstæðilegur. Niðurstaða: Frumleg efnisskrá, flottur flutn- ingur,“ skrifaði jónas Sen. mm Hér er Páll við eina af steinhörpum sínum. Ljósm. úr safni/mm. Tónleikar Páls og Kammerkórs fengu lofsamlega dóma Árleg Reykholtshátíð verður hald- in í 23. skipti helgina 26.-28. júlí og venju samkvæmt verður dag- skráin hin glæsilegasta. „í fyrra var aldarafmæli fullveldis íslands alls- ráðandi en í ár ætlum við að fara vítt í dagskrárgerð. Á hátíðinni koma fram einsöngvarar af yngri kynslóðinni sem þó hafa unnið sér sess sem frábærir listamenn. Einn þeirra er Oddur Arnþór jónsson sem mun opna hátíðina. Hann hef- ur nokkrum sinnum sungið burð- arhlutverk hjá íslensku óperunni og víðar, m.a. í óperunni Brot- hers auk þess sem hann var valinn söngvari ársins á íslensku tónlist- arverðlaununum í ár,“ segir Val- gerður G Halldórsdóttir kynning- arstjóri Reykholtshátíðar í samtali við Skessuhorn. Glæsilegir opnunar- tónleikar Opnunartónleikarnir hefjast klukkan 20:00 á föstudagskvöld- inu og þá flytja Oddur Arnþór og Anna Guðný Guðmundsdótt- ir hluta úr Schwanengesang D. 957 eftir Franz Schubert. „Þau ger þetta á nokkuð óvenjuleg- an hátt með því að skipta þessum fræga ljóðasveig eftir ljóðskáldum – byrja tónleikana á ljóðum Lud- wig Rellstab og enda á ljóðum eft- Glæsileg dagskrá fyrir Reykholtshátíð í lok mánaðar ir Heinrich Heine,“ segir Valgerð- ur. „Inn á milli flytja þau dásem- leg verk sem ekki hafa heyrst oft á íslandi, Dover Beach eftir Samu- el Barber en það flytja strengja- leikarar ásamt Oddi, og svo Let us Garlands Bring eftir Georg Finzi sem hann samdi við ljóð William Shakespeare.“ Á laugardeginum kemur Kvennakórinn Vox feminae fyrstur fram á síðdegistónleikum undir stjórn Hrafnhildar Árna- dóttur Hafstað en hún er tiltölu- lega nýflutt heim frá Hollandi og hefur komið víða fram undanfar- ið. Kvennakórinn Vox feminae er meðal bestu kvennakóra landsins og mun flytja íslenska efnisskrá af bæði frumsömdum lögum og út- settum þjóðlögum og bera tónleik- arnir yfirskriftina Ó, ljúfa sól. Á laugardagskvöldið verða kammer- tónleikar undir yfirskriftinni Rétt- trúnaður og rómantík. „Þar kemur fram sérstakur gestur, Anna Mag- dalena den Herder, lágfiðluleikari frá Hollandi, en hún er að koma í fyrsta sinn fram á Reykholtshátíð,“ segir Valgerður. Heimskringla og hetjudáð Á sunnudeginum klukkan 16:00 verða lokatónleikar hátíðarinn- ar undir yfirskriftinni Heims- kringla og hetjudáð. Þar koma all- ir hljóðfæraleikarar hátíðarinn- ar fram ásamt þeim Oddi Arn- þóri og Hrafnhildi og þá bæt- ist Guja Sandholt, mezzósópran í hópinn. Á tónleikunum munu hljóðfæraleikarar Reykholtshátíð- ar flytja Píanókvintett í f-moll eft- ir johannes Brahms. „Einnig verð- ur afar skemmtilegur lagaflokkur eftir Tryggva M Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárns. Þá mun Guja flytja stystu óperu í heimi, að við höldum, King Harald’s Saga. Það er verk sem unnið er upp úr Heimskringlu Snorra Sturluson- ar og er aðeins um 10 mínútur að lengd,“ segir Valgerður. „Allir sem fram koma á hátíðinni eru einstakir listamenn á sínu sviði. Þarna verða hljóðfæraleikarar sem fólk þekkir vel, svo sem Bryndís Halla Gylfa- dóttir, Auður Hafsteinsdóttir og svo auðvitað Sigurgeir Agnarsson sem er jafnframt listrænn stjórn- andi hátíðarinnar eins og undan- farin ár. Við verðum líka með nýja hljóðfæraleikara eins og Helgu Þóru Björgvinsdóttur sem hefur ekki komið fram á Reykholtshá- tíð áður,“ segir Valgerður. Kynnir á hátíðinni verður Guðni Tómas- son útvarpsmaður og mun hann sjá um að leiða áheyrendur í gegnum dagskrá tónleikanna á skemmtileg- an og fróðlegan hátt. Frásögn af Gísla Súrs- syni Snorrastofa í Reykholti tek- ur þátt í hátíðinni með að bjóða upp á fyrirlestur á laugardeginum. „Bjarni Guðmundsson mun segja frá búskap Gúsla Súrssonar og hans fólks. Það er alltaf áhugavert að hlusta á Bjarna,“ segir Valgerð- ur. Hægt verður að kaupa helgar- passa fyrir alla tónleika hátíðar- innar en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að stökum tón- leikum eða þriggja tónleika passa. „Við buðum upp á þriggja tónleika passa í fyrra og því var mjög vel tekið svo við ætlum að endurtaka það. Það komast um 200 manns á hverja tónleika og það var næst- um uppselt á þá alla í fyrra og von- umst við til að það verði svipað í ár,“ segir Valgerður. Nánari upp- lýsingar um hverja tónleika og há- tíðina í heild er hægt að nálgast á www.reykholtshatid.is. arg/ Ljósm. aðsendar Kvennakórinn Vox feminae verður með tónleika á laugardeginum. Oddur Arnþór Jónsson syngur á opn- unartónleikum Reykholtshátíðar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.