Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 201922 Þeir Halldór Breiðfjörð og Dani- el Victor Herwigsson eru félagar í Knattspyrnudómarafélagi Akra- ness, KDA, og eiga það sameigin- legt öðrum félögum í KDA að hafa mikla ástríðu fyrir dómgæslu á fót- boltaleikjum. Halldór Breiðfjörð var dómari í mörg ár fyrir Knatt- spyrnusamband íslands en lagði síðan dómaratakkaskóna á hilluna á síðasta ári. Engu að síður þá gat hann ekki hugsað sér að stíga al- farið frá dómgæslu svo hann kem- ur nú að leikjum sem eftirlitsdóm- ari ásamt því að vera í dómaranefnd KSí. Daniel Victor er hins vegar nýgenginn í félagið, eða í nóvem- ber á síðasta ári. Daniel Victor er frá Borgarnesi og steig sín fyrstu skref í dómgæslunni þar sumar- ið 2016. Eftir að hafa frétt af dóm- arafélaginu á Akranesi varð hann snöggur að setja sig í samband við Halldór. Áður en Daniel vissi af var dómaraáhugamálið orðið að ástríðu og er hann nú einnig orðinn dóm- ari hjá KSí. Blaðamaður setti sig í samband við þá félaga í vikunni sem leið þar sem þeir gáfu sér tíma til að segja frá því öfluga og mikilvæga starfi í þágu knattspyrnuíþróttar á íslandi, sem á sér stað hjá Knatt- spyrnudómarafélagi Akraness. Öflugt dómarafélag Hjá Knattspyrnudómarafélagi Akraness eru 21 virkir meðlimir, þar af eru 19 dómarar og tveir eft- irlitsdómarar. „Við erum að skaffa KSí flestu dómarana af öllum lið- um á landinu,“ segir Halldór stolt- ur. „Næsta lið á eftir er stórveldi á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu en þar eru töluvert færri dómarar en hjá okkur,“ bætir hann við. KDA fékk dómaraverðlaun KSí fyrir árið 2018 á síðasta ársþingi sambands- ins. Þar tók Halldór við viðurkenn- ingarskildi fyrir hönd félagsins frá formanni KSí, Guðna Bergssyni, og segir í frétt á heimasíðu sam- bandsins: „Samstarfið hefur ver- ið ákaflega farsælt og átt mikinn þátt í því að styrkja hið öfluga starf sem unnið er í knattspyrnumálum á Akranesi.“ Félagið hefur fengið þessa við- urkenningu þrisvar sinnum, árið 2015, 2016 og svo núna síðast fyrir árið 2018. „Við erum að framleiða dómara. Ég vil meina að við séum besta dómarafélag á landinu og ég vil að við höldum áfram að vera bestir og halda þessum titli,“ segir Halldór ákveðinn og leynir sér ekki ástríðan hans fyrir viðfangsefninu. íslenskur fótbolti er gríðarlega vin- sæl íþrótt miðað við aðrar hér á landi og líklega er stærsta hlutfall íþróttaáhorfenda sem sækir fót- boltaleiki yfir árið, hvort sem það eru félagsleikir eða landsleikir. „Við erum heppin með það á íslandi að það hefur aldrei verið mannaskort- ur í fótboltanum eins og í körf- unni og handboltanum. Félögin eru virkilega lánsöm hvað það eru margir dómarar á íslandi, og það flestir frá íA.“ Erfiðleikastig leikja Eins og fyrr kemur fram þá hef- ur Halldór fært sig um set úr því að flauta leiki á grasvellinum yfir í að vera eftirlitsdómari á leikjum, sem er mikilvægt og nauðsynlegt starf að sinna. „Eftirlitsdómarinn er í rauninni fulltrúi KSí á vellin- um og er hlutverk hans að gefa KSí skýrslu um framkvæmd leiks sem og skrifa skýrslu um störf dómara á vellinum til leiðbeiningar, í raun til að gera góðan dómara enn betri. Reglan er sú að hver dómari byrj- ar með ákveðna einkunn sem þýðir, góður samkvæmt væntingum. Eina leiðin til þess að hækka í einkunn er þegar erfiðleikastigið á leiknum er erfiðleikagráða tvö eða þrjú, þá erum við að tala um mjög erfið at- vik,“ útskýrir Halldór. Erfiðleikastig leikja fer ekki eftir því hvort um úrslitaleik sé að ræða eða eitthvað slíkt. Erfiðleikastig getur markast af veðráttu, átökum leikmanna í leik og allskyns þannig tilfellum. „Það fer eftir því hvernig leikurinn spilast hverju sinni. Yfir- leitt eru meiri líkur á að ýmis krefj- andi tilfelli komi upp fyrir dómara í neðri deildum frekar en í úrvals- deildinni. Maður hefur nú dæmt nokkra leiki þar og það er skemmti- legt. Á móti kemur að þeir dómar- ar sem eru að byrja í dómgæslunni fara fyrst í gegnum neðri deildirn- ar áður en þeir koma í þær efstu og eru reynslunni ríkari fyrir vikið.“ Tuðið er ekki endalaust Eflaust eru margir lesendur sem velta fyrir sér hvort það sé nokk- uð skemmtilegt að vera dómari yfir höfuð vegna þess fyrir hversu miklu áreiti þeir verða frá leik- mönnum og þjálfurum ásamt skila- boðum frá áhorfendum, sem geta oft á tíðum verið ansi gróf og pers- ónuleg. Að sögn Halldórs og Dani- els er þetta almennur misskiln- ingur og segja þeir tuðið alls ekki eins mikið og fólk heldur. „Það er alls ekki stanslaust verið að tuða í manni. Þetta er svo mikið annað en það,“ segir Daniel og Halldór tek- ur undir. „Þetta var kannski erfitt í fyrstu þegar maður var að byrja en maður var fljótur að láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Þetta kemur inn og fer út jafn snöggt og varð fljótt að bakgrunnshljóði,“ bæt- ir Halldór við. Oft getur líka ver- ið stutt í húmorinn og þá er hollt að geta hlegið að sjálfum sér. „Ég man eftir einni skemmtilegri at- hugasemd frá áhorfanda. Það var þegar ég var aðstoðardómari fyrir einhverjum árum, þá var kallað úr stúkunni bakvið mig: „Línuvörður! Reyndu að gera þetta almennilega, það er ekki eins og hárið þitt sé fyr- ir.“ Ég gat ekki annað en hlegið, snéri mér við og setti þumalinn upp til samþykktar,“ segir Halldór hlæj- andi og strýkur skallann í leiðinni. „Ég hafði það að vísu sem reglu að hvetja fjölskylduna mína eindreg- ið til að fara ekki á leiki sem ég var að dæma því það koma tilfelli sem það er sagt eitthvað niðrandi sem á alls ekki rétt á sér í stúkunni og ég vil ekki að fjölskyldumeðlimir heyri það,“ bætir Halldór við. „í lang- flestum tilvikum er þetta þannig að leikmenn og þjálfarar geta gólað og gargað á mann og við sem dómarar getum verið ósammála um margt á meðan leik stendur, en þegar leik- urinn er búinn, þá í langflestum til- fellum er leikurinn búinn. Það er til dæmis erfitt að dæma víti án þess að einhver mótmæli, þetta er hluti af leiknum,“ segir Daniel. Bera virðingu fyrir leiknum Enginn veit hvernig fótboltaleikur fer fyrr en spilast og er þetta hug- arfar sem dómararnir fara með inn í hvern einasta leik. „Það er gríðar- lega mikilvægt að fara í hvern ein- asta leik eins. Alveg sama hvort það sé 4. flokkur eða Pepsi Max deild eða hvað það heitir. Fyrirfram gæti verið að leikurinn ætti að vera auð- veldur, það er þá annað liðið sterk- ara á pappírnum en svo breytist eitthvað í leiknum sem er ófyrirsjá- anlegt. Þess vegna er nauðsynlegt að búa til rútínu fyrir alla leiki og hafa hana eins. Til dæmis þá var ég alltaf með fund fyrir hvern leik þó svo ég væri kannski búinn að starfa með sömu mönnunum í 300 leikj- um. Sama hvað, þá fór ég alltaf yfir samstarfið og hlutverk hvers og eins í hverjum leik fyrir sig,“ segir Halldór. „Þetta er bara eins og þeg- ar þjálfarinn fer yfir leikskipulagið með leikmönnum sínum, þá gerum við dómarateymið það sama. Við berum virðingu fyrir öllum leikjum sama í hvaða deild eða flokki þeir eru spilaðir. Hjá yngri flokkum sem dæmi, þá eru þetta mjög stórir leik- ir hjá þeim og að sjálfsögðu dæm- um við þá leiki eins og þeir væru dæmdir í efstu deild,“ bætir Daniel við. „Það er bara svo gaman að vera hluti af leiknum.“ Stöðugt í sjálfsskoðun Dómarar eru stöðugt í sjálfsskoðun og þurfa ávalt að vera á tánum því hvað sem er getur dúkkað upp þeg- ar leikur er spilaður. Dómari þarf að geta tekið ákvörðun á sekúndu- broti og oftar en ekki geta þetta verið krefjandi ákvarðanir og um- deildar. „Auðvitað gerum við mis- tök eins og allir, en sjaldnast eru þau stór. Við getum ekki breytt því sem hefur gerst en við getum alltaf lært af mistökunum. Sjálfsgagnrýni í þessu fagi er nauðsynleg og all- ir félagar KDA hafa metnað til að gera betur hverju sinni,“ segir Hall- dór sem býr yfir margra ára reynslu við dómgæslu en aðstoðar núna ungu strákana í félaginu og er þeim til halds og trausts. „Ég hef oft sér- staklega beðið Halldór að koma á leiki sem ég er að dæma og fengið hann til að fylgjast með mér svo ég geti lært að gera betur. Hann hef- ur það mikla reynslu og þekkingu til að hjálpa mér,“ segir Daniel og bætir við að stuðningurinn sem kemur frá félögum KDA sé ómet- anlegur. Góður félagsskapur Það er þéttur hópurinn sem er fé- lagi í Knattspyrnudómarafélagi Akraness en félagið heldur upp á 50 ára afmæli á næsta ári og er stefnt á að gera eitthvað stórt. „Við erum með háleit markmið þegar við verð- um 50 ára á næsta ári, en ég vil ekki gefa neitt upp að svo stöddu,“ seg- ir Halldór og brosir. „Þetta er elsta dómarafélag á íslandi og við vilj- um fagna því almennilega.“ Dani- el gekk í félagið í nóvember á síð- asta ári og hefur ekki litið til baka síðan. „Þetta er svo gaman. Félags- skapurinn er skemmtilegur og við erum allir félagar og góðir vinir í KDA. Það er sérstaklega gaman að fara út á land og dæma saman, það er einhver stemning í því. Þannig er maður líka stöðugt að kynnast nýju fólki,“ segir Daniel. „Ég tel að flestir gera þetta ekki vegna peninganna, heldur útaf áhuganum. Maður myndi ekki endast lengi ef maður hefði ekki gaman af þessu. Að vísu þegar ég byrjaði að dæma þá var það svo ég fengi frítt á leiki, svo var þetta bara svo skemmtilegt,“ segir Halldór og hlær. Vilja fleiri stelpur Knattspyrnudómarafélag Akra- ness vill sérstaklega benda stelpum sem hafa áhuga á dómgæslu að hafa samband við félagið. KDA og önn- ur dómarafélög á landinu ásamt KSí eru markvisst að reyna að hækka hlutfall stelpna í dómarastéttinni því það eru því miður svo fáar sem dæma í dag. „Því miður hefur ekki náðst að fá stelpur inn í þetta. Við viljum endilega fá fleiri stelpur og hvetjum þær til að hafa samband ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Hall- dór vongóður. Bríet Bragadótt- ir, milliríkjadómari, er ein af fáum kvendómurum á landinu og hefur dæmt fótbolta í níu ár. Hún talar opinskátt um að vilja sjá fleiri kon- ur dæma hér á landi. „Stelpur sem hafa áhuga á að dæma fótboltaleiki geta haft samband við okkur á Fa- cebook síðu okkar. Við viljum alltaf fleiri félaga og þá sérstaklega fleiri stelpur,“ segir Halldór að endingu. glh Knattspyrnudómarafélag Akraness útvegar KSÍ flesta dómara af öllum félögum Félagið fékk dómaraviðurkenningu KSÍ fyrir góð störf Daniel við dómarastörf á Skallagríms- velli í Borgarnesi. Ljósm. Aðsend. Daniel Victor Herwigsson og Halldór Breiðfjörð hafa mikla ástríðu fyrir dómgæslu. Félagar KDA á bakvið viðurkenningarskjöldinn frá KSÍ fyrir vel unnin dómarastörf árið 2018. Ljósm. Aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.