Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 201918 Við setningu Hvanneyrarhátíðar síðastliðinn laugardag flutti Bjarni Guðmundsson hugleiðingu um komu Fergusondráttarvéla hingað til lands og hverju hún breytti fyr- ir störf til sveita. Gat hann þess í upphafi að það kynni að þykja ögn skrýtið, að haldið væri upp á sjö- tugsafmæli dráttarvélar, steindauðs hlutar úr áli, járni og stáli, en bætti svo við að tilefnið væri þó sérstakt. „Við, sem farin erum að reskjast, munum veturinn 1964 þegar í Rík- isútvarpinu tók að hljóma söngur síðhæringanna fjögurra frá Liver- pool, lög eins og „She Loves You, Yeah, Yeah“, og „Please, Please, Me“… Veröldin breyttist, varð ekki söm eftir. Eins var það með Fergu- son, sem líka kom frá Englandi: Sjálfur get ég tekið mér í munn Bítlatextann: „I Saw Her Stand- ing There“… Ég sá Ferguson-vél- ina fyrst og splunkunýja standa við hliðið heima á regnvotum júlídegi sumarið 1951. Grá var hún, ein- lit, eiginlega nauða-ómerkileg á að sjá samanborið við aðra traktora þeirrar tíðar, rauðgljáandi og lita- skreytta. En þótt þetta væri fyrsta tilfinningin átti þessi grái Fergu- son eftir að breyta mínum heimi og annarra, rétt eins og Bítlarnir frá Liverpool,“ sagði Bjarni og hélt áfram: Til að útrýma hungri og fátækt „Veröldin varð ekki söm eftir komu Ferguson-dráttarvélarinnar, þessar- ar uppfinningar írans Harry Fergu- son og manna hans. Draumur Har- rys var að allir bændur heims- ins gætu eignast Ferguson, svo út- rýma mætti hungri og fátækt, og skapa frið um alla jörð. Hann lét sér ekki nægja að hanna dráttar- vél, heldur mótaði líka hugmynd að heimspólitík, sem hann kynnti Winston Churchill og fleiri ráða- mönnum heimsins, þó án mikils árangurs. Karlinn Ferguson lét sig sem sagt stórt og smátt varða, reim- aði til dæmis skó sína jafnan þann- ig að báðir endar reimarinnar væru nákvæmlega jafnlangir og komst í vont skap ef rúmteppi þeirra Fergu- son-hjóna var ekki lagt rétt við um- búning að morgni hvers dags. Eins og orf í fangi sláttumanns Ég ætla ekki að þreyta ykkur með tæknilegum atriðum, hvað skap- aði Ferguson-dráttarvélunum sér- stöðu. Nefni bara aðalatriðið, en það snerti tengingu verkfæris við dráttarvélina, stjórn þess og stór- bætta nýtingu afls vélarinnar. Allri meðferð dráttarvélar og verkfær- is var komið fyrir í höndum eins manns. Má því segja að vél og verk- færi yrðu framlenging mannshand- arinnar, eins og orf í fangi sláttu- manns og hrífa í örmum rakstr- arkonu. Einkaleyfi vörðu lausnir Ferguson-manna um árabil, sem skapaði þeim mikið forskot. Það fór þó svo að í dráttarvélum nútímans, sem um sumt minna á geimför, er ýmislegt, sem rekja má til hinnar gömlu og gráu Ferguson-dráttar- vélar.“ Bændur fengu vart fólk til heyskapar Bjarni rifjaði upp að það hafi frést af Ferguson til íslands, raun- ar bara nokkrum vikum eftir að smíði þeirra hófst niður í Coventry, haustið 1946. „Þær fyrstu feng- ust þó ekki til íslands fyrr en vorið 1949. Þá var staðan í sveitum þann- ig, að vinnuafl hafði streymt til þéttbýlis, bændur fengu varla fólk til heyskapar og hrópuðu á dráttar- vélar. Pöntunum rigndi því yfir inn- flytjandann, Dráttarvélar hf. En um þær mundir höfðu landsmenn rétt einn ganginn lent í skorti á gjald- eyri, svo hann varð að skammta. Væntanlegir Ferguson-kaupend- ur urðu því að sækja um kaupleyfi til gjaldeyrisyfirvalda, til sérstakr- ar nefndar, sem þau mál annaðist. Umsókn þurfti að styðja rökum og meðmælum, svo sem um kaupgetu, bústærð, hjúskaparstand og barna- fjölda. Meðmæli frá alþingismanni, hreppstjóra eða presti spilltu ekki. Illar tungur sögðu Framsóknar- menn hafa notið forgangs við út- hlutun leyfa. Rækileg tölfræðirann- sókn, gerð fyrir áratug, sýndi þó að svo var ekki. En góðir samvinnu- menn guldu ekki tryggðar sinn- ar við kaupfélögin, sem í mörgum sveitum stýrðu fjárfestingum bænda á þeim árum. Kaupfélögin með SíS voru raunar firna áhrifamikið dreif- ingarkerfi véltækni í landbúnaði hérlendis.“ Blesa hafði staðið kyrr! Þá rifjaði Bjarni upp að svo hafi Ferguson komið: „Það fór ekki hjá því að ýmislegt gerðist á mær- um tveggja gerólíkra tíma: Mér er til dæmis í minni, að móðurbróð- ir minn hleypur á eftir Ferguson niður tún þegar þeir pabbi höfðu velt stóru dyra-grjóthellunni að nýja vélarhúsinu ofan af sleðan- um, sem Fergusoninn, splunku- nýr, dró. Það hafði gleymst að setja hann í bremsu. Blesa gamla var vön að standa kyrr við slíkar aðstæður og bíða skipunar. Menn lærðu líka brátt, að Ferguson stöðvaði ekki við blístur líkt og dráttarklárarnir gerðu vanalega. Á Fitjum í Skorradal steðjuðu hrossin inn á Heiði þegar heyrðist til fyrstu dráttarvélarinnar klöngr- ast rymjandi fram dalinn, og sáust ekki lengi á eftir. Alvarlegri varð þó atburðurinn, er Ferguson kom fyrst á bæ skólabróður míns úr Helgafellssveit: Þá strauk drátt- arklárinn að heiman og fannst ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, þá dauður ofan í mýrarpytti. Fleiri atburðir gerðust: Austur í Skaftártungu hafði ungur bóndi fallið frá og skilið eftir sig stóra fjölskyldu. Ekkjunni gekk mis- jafnlega að manna bústörfin með ráðsmönnum. En varð svo hepp- in að eignast Ferguson-dráttarvél. Elsta dóttirin var munstruð sem ekill, og hún gat brátt unnið hin ýmsu búverk með dráttarvélinni. Búskap fjölskyldunnar var bjarg- að. Og svo var það sunnlenski bónd- inn, sem gat bara dætur með konu sinni. Enginn sonur kom. Honum þótti því stefna í nokkra óvissu um búskapinn. Einhver nágranninn bankaði þá saman vísu um stöðuna á bænum: Er úti var hans eina von að eignast nokkra syni fékk hann sér bara Ferguson flottan af ensku kyni. Geislabaugur minninga Á mörgum bæjum kom það í hlut yngri kynslóðarinnar að tileinka sér, og beita hinni nýju tækni, að keyra Gráa-Ferguson. Það er því síst að undra, að vélin hafi fengið yfir sig geislabaug minninga í hugum margra, sem nú eru komnir á efri ár. Þetta er nýleg og sérstök tegund ellimannaástar, sem holdgerst hef- ur hjá stórum hópi einstaklinga, þannig að þeir hafa ekki linnt látum fyrr en þeir hafa komist yfir, pússað upp og hafið til vegs, gráan Fergu- son – Helst Fergusoninn hans afa. Vissulega hefur á stöku stað hrikt í hjónaböndum af þessum sökum, og einhverjum Ferguson-aðdáanda kann að hafa verið boðin einangr- unarvist með sínu grá-rústaða drasli úti í bílskúr. Sem betur fer er líka til dæmi um að söfnunarhneigðin hafi bjargað hjónabandi. En í alvörunni er þetta menn- ingarstarf. Þess vegna er haldið upp á sjötugsafmælið. Það er þáttur í því að halda til haga mikilvægum hluta af verkmenningarsögu þjóð- arinnar. Sögunni um það, hvernig bændur nýttu erlenda þekkingar- og tæknistrauma til þess að mæta nýjum og breyttum tímum, og laga sig að þeim – Rétt eins og hefur verið hlutverk búnaðarskólans hér í 130 ár. Að lokum bið ég ykkur því að hylla með mér Gráa-Ferguson, hinn sjötuga fulltrúa verkaléttis og umbóta í íslenskum sveitum. Það er þekkta kveðja Ferguson-öku- mannsins: Hægri lófinn í rúmlega höfuð hæð,“ sagði Bjarni að lokum. Að því búnu hófu viðstaddir hægri hönd á loft og kölluðu sjöfalt húrra, eitt fyrir hvern áratug í æviskeiði Ferguson á íslandi, til heiðurs vél- inni sem breytti búháttum. mm Félagar í Fergusonfélaginu hlýða hér á Bjarna flytja ávarp sitt. Ferguson breytti lífinu til sveita Bjarni Guðmundsson fór við upphaf Hvanneyrarhátíðar yfir sögu vélanna sem breyttu búháttum Bjarni Guðmundsson flutti óð til Ferguson á kirkjutröppunum á Hvanneyri. „Væntanlegir Ferguson-kaupendur urðu að sækja um kaupleyfi til gjald- eyrisyfirvalda, til sérstakrar nefndar, sem þau mál annaðist.“ Í dag hefur stór hópur manna og kvenna víðsvegar um land tekið Ferguson til handargagns, gert vélarnar upp þannig að sómi er að. Fjöldi þeirra var á Hvanneyri á síðasta laugardag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.