Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 201912 Flákinn er um 24 sjómílur norðan af Ólafsvík. „Ég hafði einu sinni keyrt hring- inn út frá Stykkishólmi og var ekk- ert að stoppa og skoða landslagið þá. Ég meira að segja ók held ég Fróðarheiði og svo til baka,“ seg- ir Þórhildur Sif Loftsdóttir um hversu vel hún þekkti Snæfells- nes áður en hún kom til starfa fyr- ir Svæðisgarðinn Snæfellsnes núna í sumar. Þórhildur er alin upp í Biskupstungum en hefur búið á Akureyri síðustu tvö ár og stund- ar nám í ferðamálafræði við Há- skólann á Hólum. Á Mannamóti Markaðsstofa landshlutanna hitti Þórhildur Kjartan Bollason, lekt- or við Háskólann á Hólum, sem einnig starfar fyrir Svæðisgarðinn Snæfellsnes. „Ég var þarna með nokkrum bekkjarfélögum mínum og við hittum Kjartan og spjöll- uðum aðeins við hann. Hann var þarna að leita að nemum til að koma í verknám hjá Svæðisgarð- inum í sumar og ég ákvað bara að slá til. Ég var ekki með nein sér- stök plön fyrir sumarið og á Hól- um stendur til boða að taka starfs- nám sem lokaverkefni og ég var alveg til í að gera það eins og að skrifa BA ritgerð,“ segir Þórhild- ur um það hvernig leið hennar lá á Snæfellsnes. Margt að sjá á Snæfellsnesi Þórhildur er með aðstöðu í Gesta- stofu Snæfellsness á Breiðabliki þar sem hún tekur á móti ferðamönnum ásamt samstarfsfólki sínu. „Ég geng í rauninni í öll verk við Gestastof- una en er líka með spurningakönn- un fyrir ferðamenn og fleira. Gesta- stofan opnaði bara núna í sumar og er enn að vaxa og starfsemin þar að mótast. Mitt hlutverk er í raun- inni að vera hér og læra af Kjartani og Ragnhildi, framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins. Fyrsta mánuðinn var mest áhersla lögð á að kynn- ast Snæfellsnesi en eins og ég segi þekkti ég svæðið ekki vel áður en ég kom hingað,“ segir Þórhildur og brosir. „En það hefur líka að mínu mati gefið mér einstaka sýn á Snæ- fellsnes, ég sé það í rauninni eins og ferðamaðurinn, sem alveg nýjan stað,“ bætir hún við. Spurð hvernig hennar sýn á Snæ- fellsnes sé sem aðkomumanneskja er hún ekki lengi að svara. „Það fyrsta sem maður sér er að nátt- úran á Snæfellsnesi er undurfögur og kemur svo mikið á óvart. Maður sér eitthvað nýtt í hvert skipti sem maður fer um Snæfellsnes og það er endalaust hægt að skoða. Þetta er ekki staður sem ferðamenn ættu að keyra í gegnum á einum degi, það er of mikið að sjá og það þarf allavega þrjá til fjóra daga til að hægt sé að skoða svæðið almenni- lega. Snæfellsnes ætti ekki að vera útúrdúr heldur áfangastaður fyr- ir ferðamenn. Það er svo margt skemmtilegt og áhugavert í boði. Náttúran hér er í rauninni bara al- veg sérstök upplifun sem virkjar öll skynfærin okkar. Það er einstakt að vera út í náttúrunni á Snæfellsnesi, sjá fegurðina, finna lyktina og anda að sér loftinu,“ segir Þórhildur og lygnir aftur augunum smá stund. „Á Snæfellsnesi eru ekki bara allir fallegu ferðamannastaðirnir, held- ur eru bæirnir á Snæfellsnesi líka áfangastaðir sem fólk verður að skoða. Þetta eru allt svo ólíkir bæir með ólíkum veitingastöðum og af- þreyingu og hver og einn svo fal- legur á sinn hátt. Ég fæ ekki nóg af því að skoða Snæfellsnes,“ bætir hún brosandi við. Fækkun ferðamanna ekki neikvæð En hvað er það sem ferðamennirnir eru helst að koma til að sjá á Snæ- fellsnesi? „Þeir sem koma á Gesta- stofuna vita það ekki. Þangað koma ferðamenn til að spyrja okkur hvað þeir ættu að sjá og við leiðbeinum þeim áfram. Við erum í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu og Markaðsstofu Vesturlands um hvert við ættum að vísa ferðamönnum en við viljum aðeins stjórna umferð- inni eftir því hvaða svæði eru und- ir það búin að taka á móti fólkinu,“ segir Þórhildur. Eins og mikið hef- ur verið talað um hefur orðið fækk- un ferðamanna á íslandi í sumar miðað við í fyrra og er Snæfellsnes þar engin undantekning. Þórhild- ur segist ekki sjá það sem neikvæða þróun heldur upplagt tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila að taka skref til baka og gera enn betur fyrir næsta sumar. „Við þurfum að gæta þess að ferðamönnum fjölgi ekki það hratt að við missum tökin. Við verðum að gefa okkur tækifæri til að ná ut- anum alla og gæta að uppbyggingu svo við lendum ekki í sömu stöðu og til dæmis við Gullfoss og Geysi. Þar eru þessar fallegu perlur lands- ins sem hafa þurft að þola mikinn ágang ferðamanna. Uppbygging á svæðinu hefur ekki verið nægilega hröð til að taka á móti öllu þessu fólki og nú sést það á landinu. Þetta viljum við forðast á Snæfellsnesi,“ segir Þórhildur. „Það er mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar, ferðamenn, bændur, sjómenn og aðrir íbúar geti allir lifað í sátt,“ bætir hún við. arg Blíða á miðunum Það var óvenjulega stillt og fallegt veður á miðunum norðan við Snæ- fellsnes á þriðjudaginn í síðustu viku. Alfons Finnsson fréttaritari var á strandveiðum og fagnaði því að fá einn svona blíðviðrisdag til tilbreytingar. „Ég var á Flákanum, um 24 sjómílur norður af Ólafsvík. Aflinn var blandaður, en þó betri en hann er nær landi. Menn hafa því verið að sigla þetta upp í 45 sjómíl- ur til að komast í betri fisk,“ sagði Alfons. Veiðimenn hafa einnig ver- ið að taka eftir makríltorfum á mið- unum, einkum suður af Svörtuloft- um. „Vestan við Flákann hafa menn einnig verið að fá makríl á krókana þannig að hann er mættur á svæð- ið,“ sagði Alfons. mm Koppalogn á Flákanum. „Fyrst og fremst er náttúran á Snæfellsnesi undurfögur“ -segir Þórhildur Sif Loftsdóttir nemandi í ferðamálafræði sem starfar í sumar við upplýsingagjöf „Til okkar í nýju upplýsingamiðstöðina í Breiðabliki koma ferðamenn til að spyrja hvað þeir ættu að sjá og skoða og við leiðbeinum þeim áfram. Ljósm. úr umferðinni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. gó. Þórhildur Sif Loftsdóttir þekkti Snæfellsnes lítið þegar hún kom þangað í verknám hjá Gestastofu Snæfellsness í sumar. Hún segir Snæfellsnes stað sem ferðamenn ættu að gefa sér góðan tíma til að skoða. Ljósm. arg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.