Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 201924 Olgeir Helgi Ragnarsson rennir hér þurrflugunni á laugardaginn í fallegri lænu á norðanverðri Arnarvatnsheiði. Ljósm. vk. Fyrsti hnúðlax sumarsins var veidd- ur í Ölfusá fyrir landi Hrauns í Ölf- usi 2. júlí síðastliðinn. Um var að ræða 2,4 kg nýgengna og vel haldna hrygnu. í kjölfar vaxandi gengd- ar hnúðlaxa í íslenskar ár sumar- ið 2017, þegar um 70 hnúðlaxar veiddust í ám víðsvegar um land- ið, má búast við að talsvert margir hnúðlaxar komi til með að veiðast í sumar. Lífsferill hnúðlaxa er stutt- ur. Þeir hrygna seinni hluta sum- ars og snemma hausts, jafnan fyrr en hefðbundnir laxfiskar. Hrognin klekjast út að vori og ganga til sjáv- ar aðeins nokkurra vikna gömul. Þannig eru í raun aðskildir stofn- ar í ánum með jafna tölu í ártali og oddatölu svo ekki verður blöndun á milli þeirra. Árgangurinn á odda- tölu ári er jafnan stærri. Hnúðlaxar drepast allir að lokinni hrygningu og því verður stundum vart við út- hrygnda fiska síðsumars. Sumarið 2017 varð mjög mi- kil aukning í fjölda hnúðlaxa og varð þeirra vart í talsverðum mæli í ám í Noregi, á Bretlandsey- jum, Frakklandi og Spáni. Hvort hnúðlaxar nái að nema land í ám hér á landi er ekki enn vitað, að sögn starfsmanna Hafrannsóknas- tofnunar, né hvort þeir kunni að hafa áhrif á stofna laxfiska hér á lan- di. Hnúðlaxahængar hafa áberan- di hnúð á baki og oft með rauðan lit á kvið. Hrygnum er oft ruglað saman við bleikju en hnúðlaxah- rygnur hafa m.a. doppur á sporði og bakugga sem eru ekki á bleikju. Hafrannsóknastofnun safnar up- plýsing um veidda hnúðlaxa. „Mi- kilvægt er að veiðimenn sem veiða hnúðlaxa, skrái þá í veiðibækur og komi upplýsingum um þá til Ha- frannsóknastofnunar,“ segir í til- kynningu. mm Hafrannsóknastofnun hefur gef- ið út yfirlit yfir lax- og silungsveiði sumarið 2018. Þá var skráð stang- veiði á laxi í ám á íslandi 45.291 lax. Af þeim var 19.409 (42,9%) sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra laxa því 25.882 laxar, eða 57,1%. Af veiddum löxum voru 36.044 laxar, eða 79,6%, með eins árs sjávardvöl og 9.247 stórlaxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði rétt tæp 69 tonn. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 22.907 laxar voru smálax- ar, alls 53.649 kg og 2.975 stórlax- ar sem voru 15.148 kg. Af þeim löx- um sem sleppt var aftur voru 13.137 (67,8%) smálaxar og 6.272 (32,3%) stórlaxar. „Fimm veiðihæstu laxveiðiárn- ar voru Ytri - Rangá, Hólsá Vest- urbakki með 4.039 laxa, Eystri - Rangá með 3.960 laxa, Miðfjarðará 2.725 laxa, Þverá og Kjarará 2.441 og Norðurá með 1.692 laxa. Heild- arafli landaðra laxa í stangveiði og netaveiði samanlagt var 49.901 lax sem vógu alls 81.712 kg. Af þeim voru 26.620 smálaxar og 3.856 stór- laxar. Þyngd smálaxa var 54.870 kg og þyngd stórlaxa 18.738 kg. Urriðaveiðin hefur verið á uppleið síðustu fjögur árin. Af urriðaveiði- svæðum landsins þar sem stangveiði var stunduð, veiddust flestir urriðar í Veiðivötnum, alls 10.330 þ.e. 1.006 fleiri veiddir urriðar en á árinu áður og í Laxá í Þingeyjarsýslu ofan Brúa, en þar veiddust 3.763 urriðar þ.e. 461 fleiri í ár en árið áður. í Fremri Laxá á Ásum var urriðaveiðin 2.536 fiskar sem var nánast sama veiði og árið áður. Bleikjuveiðin var svipuð árið 2018 og árið áður. Alls voru skráðar á landinu 27.909 bleikjur og af þeim var 4.413 (15,8%) sleppt aftur. Það veiddust 143 fleiri bleikjur 2018 en árið áður. Fjöldi í afla var því 23.496 bleikjur og heildarþyngd aflans var 17.318 kg. Eins og í urriðaveiðinni þá var mest veiði í landshlutum á bleikju á Suðurlandi en þar veiddust 14.749 bleikjur og 758 var sleppt. Bleikjuveiði á Norðurlandi vestra var 4.411 bleikjur og litlu færri voru á Norðurlandi eystra 4.373 bleikjur. Sumarið 2018 bar ekki mikið á hnúðlöxum í ám hér á landi líkt og árið 2017. Meira er af hnúðlaxi þeg- ar ártalið stendur á oddatölu en jafn- ari tölu. Mikilvægt er að veiðimenn skrái veiði á hnúðlöxum, þar sem bú- ast má við auknum fjölda hnúðlaxa sumarið 2019. Einnig er mikilvægt að skrá ef veiðist eldislax og koma sýnum af fiskum til erfðagreiningar hjá Hafrannsóknastofnun. Samantekt veiðinnar byggist á veiði sem skráð er í veiðibækur. Veiðifélög/veiðiréttarhafar bera ábyrgð á skráningu veiði skv. lögum. Hafrannsóknastofnun annast sam- antekt veiðitalna og skráningu í raf- rænan gagnagrunn í umboði Fiski- stofu. Nánari greiningu og umfjöllun í skýrslu má sjá á heimasíðu Hafrann- sóknastofnunar.“ mm „Við erum í Langá á Mýrum með erlenda veiðimenn þessa dagana og veiðin gengur rólega, samt rigndi ágætlega í fyrradag,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir þegar við spurð- um um stöðuna. Laxveiðin er langt frá því að vera góð. Það þarf að rigna meira til að búast megi við að glaðni yfir veiðinni. „Það er eitt- hvað af fiski en hann tekur ekki vel,“ sagði Harpa við Langá. Hún sagði veiðimenn reyna hvað þeir geti. Áin hefur gefið um 40 laxa. Veiðitölur úr öðrum ám tala sínu máli. í Norðurá var vikuveiðin 25 laxar sem verður að teljast í min- na lagi. jafnvel þótt kröftugar gön- gur hafi sést neðarlega í ánni, er fis- kurinn ekki í tökustuði í heitu og súrefnissnauðu vatni. í Haffjarðará hefur veiðin gengið ágætlega og þar voru komnir hun- drað laxar á land. Eftir rigningar þar um slóðir kom aukið líf í veiði- na og tökurnar urðu öllu skemm- tilegri. gb Lax- og silungsveiðin 2018 Fín veiði á Arnarvatnsheiði þegar lægði ,,Það var slæmt veður á föstudag- inn en miklu betra núna. Við erum búnir að fá 23 stykki,“ sagði Sævar Sverrisson sem var á Arnarvatns- heiði um helgina ásamt fleiri vösk- um silungsveiðimönnum. „Á föstu- daginn var varla hægt að veiða, fremur hvasst og kalt. Við vorum á báti og fengum góða veiði á laug- ardaginn. Stærstu fiskarnir eru um þrjú pundin, en flestir hinna í kring- um tvö pund. Það er alltaf gaman á Heiðinni,“ sagði Sævar. Við kvödd- um Sævar sem hélt áfram veiða. gb Það byrjaði að veiðast á Arnarvatnsheiði um leið og lægði. Ljósm. ss. Laxveiðin langt frá því að vera góð Flottur lax kominn á land í Langá á Mýrum. Ljósm. Harpa Hlín. Hrygnan sem veiddist í Ölfusá í byrjun mánaðarins. Fyrsti hnúðlax sumarsins kominn á land

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.