Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 201914 Anna Bjarnadóttir íþróttafræðing- ur og íþróttakennari á Akranesi sit- ur sjaldan auðum höndum. Hún stundar reglulegar göngur hing- að og þangað um náttúru íslands, sér um hreyfingu eldri borgara eða leikfimi, og reynir að fara sem mest um á hjóli eða gangandi innan bæjar á Akranesi. Það hefur alltaf blundað íþróttamaður í Önnu sem var mikið í frjálsum þegar hún var að alast upp vestur á fjörðum. Einnig spilaði hún fótbolta með strákunum þegar færi gafst, en boltaíþróttir voru hreint ekki í boði fyrir stelpur á þessum tíma í þorpinu. Það leyndi sér ekki ástríðan hjá Önnu fyrir bættri lýðheilsu og aukinni hreyfingu almennt þegar blaðamaður hitti á hana í liðinni viku. Fékk blaðamaður að heyra um það góða starf sem hún vinnur fyr- ir Fjölbrautaskólann á Akranesi og í þágu eldri borgara. Súgfirðingur á Akranesi Anna ólst upp á Suðureyri við sunn- anverðan Súgandafjörð þar sem góðir leikfimikennarar urðu inn- blástur hennar til að verða sjálf íþróttakennari þegar hún yrði stór. Eftir að hafa klárað nám við íþrótta- kennaraskóla íslands á Laugarvatni sótti hún aftur heim á Suðureyri um stund og kenndi krökkum íþrótt- ir á heimaslóðum. Nokkrum árum seinna flutti Anna til Danmerkur þar sem hún sótti sér B.S. gráðu í íþróttafræðum. Flutti hún svo aft- ur heim til íslands eftir námsdvöl- ina erlendis og hélt áfram að kenna íþróttir, þá í Kópavogi. „Ég hugs- aði með mér að ég gæti gert þetta svona, starfað í einhvern tíma sem íþróttakennari í ákveðnum bæ í nokkur ár og svo flutt til næsta bæj- ar og starfað þar í einhvern tíma og svo framvegis. Þannig fengi ég að ferðast um landið,“ segir Anna sem hefur verið búsett á Akranesi í 20 ár. „Ég man að ég sótti um á nokkrum stöðum á sínum tíma. Þeir svöruðu fyrstir hérna á Akranesi. Ég stökk í viðtal og fékk vinnuna. Ég byrj- aði haustið 1999 og keyrði á milli fyrsta árið svo flutti ég á Skagann ári seinna og hér hef ég verið síð- an,“ bætir hún við. Hefur kennt íþróttir í 37 ár í haust byrjar Anna sitt tuttugasta ár sem íþróttakennari við Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi og seg- ir hún á þessum tveimur áratugum miklar breytingar hafa átt sér stað og margar hverjar ekki af hinu góða. „Fyrir tuttugu árum fengu nemend- ur FVA að fara tvisvar sinnum í viku í leikfimi, klukkutíma í senn. Fyrir um tólf árum fengu nemendur FVA íþróttakennslu þrisvar í viku, sem var alveg frábært. Þetta var æðisleg- ur tími,“ segir Anna dreymin. „í dag fá nemendur einn tíma í viku sem er einungis 55 mínútna tími,“ útskýr- ir hún. Þessi niðurskurður kemur í kjöl- far þess að námstími í framhalds- skólum hefur verið styttur úr fjórum árum í þrjú ár og virðist vera sem að fyrst sé skorið niður í hreyfingunni áður en farið er í aðrar námsgreinar. „Helsta áskorunin mín sem íþrótta- kennari er að breyta viðhorfinu hjá krökkunum og fá þau til að langa til að hreyfa sig. Við þurfum hreyfingu til að halda okkur vakandi. í gegn- um hreyfingu fáum við meiri orku. Svo er hreyfing ekki bara það að fara í einhvern tækjasal og lyfta lóð- um. Maður þarf að vera duglegur að kanna hvað manni finnst gaman að stunda, hvort sem það er að fara í göngutúr, danstíma, taka þátt í hóp- íþrótt eða hvað það er, það er svo margt í boði í dag. Ég tala oft um bakpokann við nemendurna, segi þeim að safna að sér fróðleik í bak- pokann og taka svo þekkinguna upp úr pokanum í gegnum lífið,“ út- skýrir Anna. Kaup-kaups díll Ásamt því að vera íþróttakennari þá hefur Anna einnig umsjón með leikfimitímum fyrir fólk á aldrinum 67 og eldri í bænum, en þeir tímar áttu sitt upphaf úr óvæntri átti. „Við vorum nokkrar konur hérna í bænum sem vorum að æfa og dansa línudans, dönsuðum hér og þar um bæinn, bara þar sem við fengum pláss í rauninni. Við hittumst einu sinni í viku og það var alltaf mikið fjör hjá okkur. Svo kemur sú staða upp að okkur vantaði hreinlega sal til að æfa okkur. Við sömdum við félag eldri borgara um að fá salinn þeirra upp á Kirkjubraut með því að við myndum kenna þeim dans á móti. Þetta var svona kaup-kaups díll. Við vorum þrjár sem kennd- um eldri borgurum og í stað- inn fengum við rými til að æfa í,“ segir Anna. „Þessir danstímar eru ennþá og er fjölmennur hópur sem mætir og dansar. Árið 2006 byrj- aði Akraneskaupstaður markvisst með heilsueflingu fyrir eldri borg- ara. Haustið 2008 vantaði kennara og ég fór inn í afleysingu á með- an bærinn var að leita. Það þróað- ist þannig að ég er enn með þennan hóp, ellefu árum síðar.“ Hörku púl Anna segir æfingarnar vera al- vöru og eru tímarnir fyrir 67 ára og eldri. Þá byggir hún æfingarn- ar á styrk, liðleika og þoli. „Þetta er hörku-púl og góð mæting í hverri viku, alveg frá 67 ára upp í níræð- isaldur. Það er eitthvað fyrir alla að gera og fólk gerir það sem getan og orkan leyfir,“ útskýrir Anna. Hver tími er 45 mínútur tvisvar í viku og notast þátttakendur við eigin lík- amsþyngd en þó var fjárfest í lóð- um svo það er hægt að nýta þá við- bót. „Þau eru ánægð með þetta, ég hugsa að það væru ekki svona margir að koma ef þetta væri leið- inlegt.“ Anna segist vera af gamla skól- anum þegar kemur að tónlistinni að því leytinu til, að hún notast við geisladiska frekar en tónlist á þar til gerðum tónlistaveitum sem finnast á snjallbúnaði. Hún segist þá að vera fikra sig nær nútíman- um, h ægt og rólega. „Ég er farin að föndra örlítið með Spotify og hef lært að gera lagalista þar, þetta er allt að koma. Ég nýti taktinn í tónlistinni til að hvetja þau áfram. Svo dönsum við líka, það er svo skemmtilegt,“ segir Anna. Einnig býður hún upp á dýnuæf- ingar sem eru að vísu ekki fyrir alla, en þá tilkynnir Anna það fyrirfram að fólk þurfi að mæta með dýnur, þá mæta þeir sem geta. Skoraði á hópinn „Ég fékk þá hugmynd einn daginn í vor að fara út að ganga. Sagði við leikfimihópinn að næstu tvær vik- urnar, myndum við hittast á hverj- um morgni og fara í göngu klukk- an 9. Það var dúndurmæting hvern einasta göngutíma í tvær vikur. Ég hvatti þau svo til að halda áfram, sem þau gera og hittast ennþá tvisv- ar í viku 15-20 manns,“ segir Anna, ánægð með hópinn. „Þetta er frá- bært, við þurfum öll félagsskap og þau eru virkilega dugleg. Það verð- ur allt annað að fara í göngu þegar þú ert komin í hóp og ert partur af honum. Að fá 20 manns í göngu er alls ekki gefið. í haust stefnum við að því að festa okkur einn tíma á viku til að fara í göngu sem kemur þá sem viðbót við leikfimina,“ segir Anna að endingu. glh Kennir fólki á öllum aldri lýðheilsu Skjáskot úr hreyfifærnitíma eldri borgara. Ljósm. Aðsend. Anna á toppi Spákonufells ofan við Skagaströnd á Jónsmessunni. Ljósm. Aðsend. Anna Bjarnadóttir. Hópmynd af gönguhópnum sem myndaðist útfrá áskorun Önnu. Ljósm. Aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.