Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Afleiðingarnar Ég spái því að rætt verði manna á milli um fleira þetta sumarið, en almennt má telja. Af hverju; jú, vinsælasta umræðuefnið frá því elstu menn muna er nefnilega veðrið. Fyrir rúmu ári sagði góð kona, langþreytt á stöðugri úr- komu, eitthvað á þessa leið; „Ég mun hætta að tala um veðrið þegar það hættir að hegða sér eins og fífl.“ Það er akkúrat það sem hefur gerst. Veðrið er bara gott, sól og blíða dag eftir dag og fátt um það fleira að segja. En það er annað með afleiðingarnar. Gott veður og langvarandi þurrkar geta nefnilega átt sínar hliðarverkanir. Það þekkjum við sem hér búum. Öfgarnar geta verið svo miklar. í fyrrasumar rigndi látlaust frá vori og fram í miðjan júlí. Nú er þessu akkúrat öfugt farið. í lauslegri upptalningu má nefna eftirtalin áhrif: Vatnsból eru tekin að þorna upp og lækjarfarvegir minna okkur á vatn sem eitt sinn rann. Laxveiðiárnar eru sem þokkalegir bæjarlækir. Það eru fleiri ár en Gufuá sem gufað hafa upp. Þeir fiskar sem gengnir eru upp í árnar húka þar í dýpstu hyljum, reyna sem minnst að láta á sér kræla, enda vatnið alltof heitt og súrefnislaust fyrir þeirra smekk. Laxveiðimennirnir horfa á uggana og dreymir netalagnir. Eru brjálaðir í skapinu, farnir að hundskamma kokkinn í veiðihúsinu sem hættur er að geta töfrað fram nógu góðan mat til að gera þeim lífið bærilegra. Mýflugurnar eru fyrir löngu mættar og það sem verra er, frænkur þeirra lúsmýið líka. Svo lítil kvikindi að þau sjást varla, skaðræðisskepnur engu að síður, leggjast þó einkum á konur í ákveðnum blóðflokkum, nema ef vera kynni að karlarnir beri harm sinn frekar í hljóði. Afleiðingin er sú að allt sem heitið getur kuldagel, krem, töflur, borðviftur og annar varnarbúnaður er uppseldur í búðunum. Fólk sem vant er að verja kröftum sínum í að böl- sótast út í stjórnmálamenn, hefur með öllu gleymt því og beinir nú reiði sinni til tómra hilla í apótekum og helstu raftækjaverslunum. Bændur slá túnin svona venju samkvæmt, nýta þurrkinn. Ekki annað í boði en aka þessa lögbundnu hringi eftir túnunum, uppskeran er hins vegar sorglega lítil. Reyndar sparar það plast, olían er hins vegar sú sama. Leggj- ast á bæn fyrir góðum dembum þannig að háin komi sterk inn. Eldhætta eykst gríðarlega í þessum þrálátu þurrkum. Uppi varð fótur og fit þegar kviknaði í blómapotti fyrir utan íbúðarhús í Borgarnesi um dag- inn. Þar hafði ferðamaður hent frá sér sígarettustubb og kveikt bókstaflega í moldinni og öllum fínu sumarblómunum. Takmarkað tjón vissulega, en gaf vísbendingu um hvað vissulega getur gerst sé ekki varlega farið. Til lengri tíma er það verst að nú eru jöklarnir að flýja til sjávar. Þeir þola ekki hitann og hopa hraðar en nokkru sinni. Ég keyrði umhverfis Snæfells- jökul um daginn. Viðurkenni að ég fór að gjóa augunum upp í hlíðarnar. Velti því fyrir mér hvernig sá gamli mun líta út ef fer sem spáð er, að hann hverfi með öllu eftir þrjá áratugi. Verður hann þá Snæfjall og Breiðuvíkin hin nýja Snæfjallaströnd? Nei, það er ljótt að hafa þetta í flymtingum. Ég trúi því að þessi óvana- lega veðrátta hljóti að taka breytingum. Við munum fá okkar skerf af úr- komu eins og við erum vön. Og getum þá haldið áfram að tala um veðrið. Magnús Magnússon Leshópurinn Köttur úti í mýri, sem nýverið opnaði bókamarkað í Grundarfirði, hefur nú sett upp skiptibókakassa fyrir utan Bóka- markaðinn á Snæfellsnesi. Þar er hægt að setja bækur í kassann og fá aðrar að láni. Víðsvegar um heim- inn eru aðrir sambærilegir bóka- kassar en hægt er að fræðast um það á vefsíðunni littlefreelibrary. org. Einungis einn svona kassi er fyrir á íslandi en hann er staddur í Reykjavík. Nú hefur þeim fjölg- að upp í tvo með þessum kassa í Grundarfirði. Það var Ingi Hans jónsson sem smíðaði kassann fyr- ir leshópinn og var góð stemn- ing þegar hann var festur upp fyrir utan Bókamarkaðinn á Snæfellsnesi á dögunum. tfk Bændurnir og hjónin Anna Lísa Hilmarsdóttir og Brynjar Bergs- son á Refsstöðum í Hálsasveit festu nýverið kaup á gömlu húsi sem áður hýsti Bátasmiðju Akureyr- ar og fluttu húsið suður í Borgar- fjörð. Aðspurð segir Anna Lísa þau ætla að nota húsið fyrir ferðaþjón- ustu. Það verður þó ekkert opnað í sumar því enn á eftir að klára að koma húsinu saman og laga lóð- ina í kringum það. Húsið er stórt og þurfti að flytja í tveimur hlutum í lögreglufylgd alla leið. „Þetta var svakalegt ferðalag og það þurfti að loka Öxnadalsheiðinni fyrir okkur,“ segir Anna Lísa. arg Halla Signý Kristjánsdóttir alþing- ismaður vekur athygli á því að nú sé dýralæknalaust í fimm sveitarfé- lögum á Vestfjörðum; Súðavík, ísa- fjarðarbæ, Bolungarvík, Tálkna- fjarðarhreppi og Vesturbyggð. Dýralæknir sá er hefur sinnt þessu svæði hefur sagt upp eftir farsælt starf um árabil oft við erfiðar að- stæður. Þetta kemur fram í grein sem Halla Signý skrifaði í BB 4. júlí sl. „Dýralæknir er forsenda þess að bændur og dýraeigendur geti hald- ið dýravernd. Eftirliti með dýravel- ferð og dýralækningum í dreifðum byggðum er sinnt með verktaka- samningum. Dýravelferð og eftirlit er á hendi héraðsdýralæknis. Hér- aðsdýralæknir fyrir Vesturumdæmi situr í Borgarnesi og sinnir svæðinu frá Hvalfjarðarbotni að Hrútafirði að meðtöldum Vestfjörðum. Dýra- læknar er starfa einir á stóru svæði, án afleysinga, allt árið um kring eru undir miklu álagi,“ skrifar Halla Signý. „MAST hefur á liðnum vikum tvívegis auglýst eftir dýralækni til að taka við þjónustusamningi á svæði 3 en engin viðbrögð hafa verið. Seg- ir það kannski mikið um hvernig þessir samningar eru byggðir upp. Það er tímabært að skoða þessi mál heildstætt og um allt land. Dýra- lækningar og eftirlit með dýravel- ferð á að vera hægt að vinna sam- an, skapa þannig eftirsótt störf og ákjósanleg starfsskilyrði fyrir dýra- lækna að sækja í. Vinna þarf að lausn í þessum málum og tryggja þannig dýravelferð um allt land,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir. mm Telur að verið sé að brjóta lög um dýravelferð Nýju húsin eru svört að lit og til vinstri á mynd. Ljósm. Josefina Morell Hús flutt að Refsstöðum Hluti af leshópnum Köttur út í mýri ásamt Inga Hans við þennan glæsilega bókakassa. Bókasafnskassi kominn upp í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.