Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 201910 Nýverð var kynnt á vef Þjóðkirkj- unnar að fjórir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í samein- uðu Garða- og Hvalfjarðarstrand- arprestakalli. Þeir eru Dagur Fann- ar Magnússon, jón Ásgeir Sigur- vinsson, úrsúla Árnadóttir og Þrá- inn Haraldsson. Prestakallið nær yfir Akranes og Hvalfjarðarsveit. Eins og fram hefur komið fór biskup að tillögu kirkjuþings sem lagði til að Saur- bæjarprestakall og prestssetrið í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd yrði lagt niður og búsetuskylda prests jafnframt aflögð á staðnum. Þannig hafa Saurbæjarsókn, Innra-Hólms- sókn og Leirársókn verið samein- aðar Garðaprestakalli á Akranesi. Rökin fyrir því voru meðal annars sú að jafna starfsálag presta í sam- einaðri sókn. Séra Eðvarð Inólfsson sóknarprestur í Garðaprestakalli hætti störfum í vor og var embætti sóknarprests því auglýst. Biskup íslands skipar í embættið frá 1. september næstkomandi til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöll- un matsnefndar um hæfni til prests- embættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakalls- ins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup íslands þann um- sækjanda sem hlýtur löglega kosn- ingu. mm Aðfararnótt 2. júlí síðastliðins fraus víða um vestanvert landið einkum inn til dala og í skjólsælum lægðum í landslaginu. Sá verulega á kart- öflugrösum eftir nóttina. Svein- björn Eyjólfsson áhugamaður um kartöfluræktun vitjaði um kartöflu- rækt sína í garðinum í Þingnesi í Bæjarsveit. Segir hann ljóst að bæði næturfrost í maí, eftir að hann setti niður, og svo aftur núna muni draga úr þeim vaxtarauka sem hann hafði vænst í sumar með tilliti til hlýind- anna og hagstæðs veðurfars. Seg- ir hann afar óvanalegt að fá nætur- frost í byrjun júlí. Hann á þó von á að kartöflurnar haldi áfram að vaxa ofan í jörðinni. Sveinbjörn bætir því við að hann hafi hugsað sér gott til glóðarinnar með uppskeru í sumar, í ljósi slæmra skilyrða síðasta sum- ar til kartöfluræktunar, þegar allt var á floti fram í miðjan júlí. í fyrsta skipti í búskapartíð hans hafi hann því þurft að kaupa kartöflur í búð. mm/ Ljósm. se. Vestfjarðastofa og Vesturlands- stofa skrifuðu í síðustu viku und- ir samstarfssamning sem snýr að þróun ferðamannaleiðarinn- ar „Hringvegs 2“. Um er að ræða ferðamannaleið sem er um 850 km löng og liggur um sjö sveitarfélög á Vestfjörðum auk Dalabyggðar á Vesturlandi. „Lagt er upp með að ferðaleið- in Hringvegur 2 verði aðdráttarafl fyrir svæðið allt árið, en það verður raunhæfur möguleiki þegar Dýra- fjarðargöng opna og í framhaldi af því heilsársvegur um Dynjandi- heiði. Margir áhugaverðir staðir, söguslóðir og starfsemi eru á þess- ari leið og hér er um að ræða svæði sem við teljum að eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu,“ segja þær Margrét Björk Björns- dóttir hjá Markaðsstofu Vestur- lands og Díana jóhannsdóttir hjá Markaðsstofu Vestfjarða. Þá hefur einnig verið gengið frá samningi við breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail sem sérhæfir sig í þróun slíkra ferðamannaleiða og hefur með- al annars komið að verkefnunum Arctic Coast Way á Norðurlandi, Celtic Routes og Wild Atlantic Way. Gert er ráð fyrir að leiðin verði formlega opnuð á sama tíma og Dýrafjarðargöng sem áætlað er að verði í september 2020. mm Allt frá bankahruninu 2008 hefur er- lendum póstsendingum fjölgað mik- ið hjá íslandspósti. Þessi mikli fjöldi sendinga, sem helgast af netversl- un kaupglaðra íslendinga, bætti hins vegar ekki hag Póstsins, heldur jók tapið. Það var þó ekki fyrr en í októ- ber í fyrra sem íslandspóstur ósk- aði eftir framlagi úr jöfnunarsjóði al- þjónustu vegna þessa, en sá sjóður er tómur og fellur því bakreikningurinn á ríkissjóð. í fréttaskýringu Morgun- blaðsins um málið síðastliðinn laug- ardag sagði: „Tapið er einkum til- komið vegna endastöðvagjalda sem leiða af samningum við Alþjóðapóst- sambandið (UPU). íslandspósti er skylt að veita þjónustuna á tilteknum kjörum. Vegna þessara gjalda hafa m.a. sendingar frá Kína, sem skil- greint er sem þróunarland hjá UPU, verið niðurgreiddar á íslandi. Er slík- um niðurgreiðslum ætlað að jafna aðgang landa að póstmarkaðinum. Skyldan nær til erlendra pakka sem eru allt að 20 kíló.“ Með lögum sem samþykkt voru 3. júní síðastliðinn leggst nýtt við- bótargjald á sendingar hingað til lands og er því gert að endurspegla raunkostnaðinn við sendingarnar. Gjaldið er 400 krónur á sending- ar frá Evrópu og 600 krónur fyr- ir sendingar utan Evrópu. Þar við bætist að íslandspóstur innheimtir geyslugjald af sendingum séu þær ekki sóttar strax. Þannig eru dæmi um að sendingargjöld séu jafnvel margföld á við innkaupsverð vör- unnar. Gunnar Ásgeir Gunnarsson á Felli í Borgarfirði lýsir í sam- tali við Skessuhorn nýlegum við- skiptum sínum og varar fólk við að kaupa ódýra hluti í gegnum net- verslanir. Það sé einfaldlega hætt að borga sig: Mjólkurkúnni slátrað „Pósturinn hér á landi er algjör- lega að fara hamförum í gjaldtöku. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta. í síðustu viku fékk ég bréf frá Kína, ekki pakka. And- virðið var 87 dollarsent eða um 100 krónur með sendingarkostn- aði. Ég var rukkaður um 1.219 kr til að fá bréfið afhent. í dag fékk ég líka bréfpóst tollafgreiddan frá Bretlandi. Andvirðið er 11,2 pund þar af 2,89 pund í póstburðar- gjald úti, samtals 1.775 kr. Póst- urinn rukkar mig um 3.375 krónur til að fá afhent. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp svona svínarí,“ segir Gunnar Ásgeir og bætir við: „Pósturinn er búinn að klúðra „big time“ og nú slátra þeir mjólkur- kúnni. Eftir svona meðferð dett- ur engum manni í hug að reyna að versla ódýrt erlendis. Netverslun með ódýra vöru er því nánast sjálf- hætt. Slíkt getur einungis borgað sig þegar stærri og dýrari sending- ar eiga í hlut,“ segir Gunnar. mm Sendingarkostnaður, umsýslugjald, geymslugjald og annar kostnaður fyrir tveggja gramma bréf var í þessu tilfelli hátt í tvöfalt hærra en innkaupsverð vörunnar frá Bretlandi. Telur búið með póstverslun frá Asíu eftir hækkun Íslandspósts Hringvegur 2 opnaður um leið og Dýrafjarðargöng Fjórir umsækjendur um embætti sóknarprests Hrímuð grös að morgni 2. júlí. Frostskemmd kartöflugrös í byrjun júlí Kartöflugarðurinn í Þingnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.