Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Side 27

Skessuhorn - 10.07.2019, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 2019 27 Vísnahorn Hveragerði var lengi þekkt sem skáldabær enda töluvert þar af skáldum og hagyrðing- um. Þessi andans íþrótt hefur líka einhverja snjóboltatilhneygingu til að hlaða utan á sig. Séra Gunnar Benediktsson var lengi prest- ur þeirra Hvergerðinga og þegar það gerðist sér hreppur, en þurfti enn að jarða sína látnu í Kotstrandarkirkjugarði í Ölfusi, orti sérann: Hér er kominn hreppur nýr, hann er sagður kostarýr, þegar lífs við brjótum brýr, bæði segi og skrifa. Í öllum hreppnum engin mold, í að greftra látið hold. Við neyðumst til að nuddast við að lifa. En svo er aftur önnur sveit, einstaklega kostafeit, enga frjórri augað leit, um að tala og skrifa. Þar er þessi þykka mold, þar má greftra látið hold, þar eru menn sem þurfa ekki að lifa. Það er náttúrlega spurning hvaða máli það skiptir eftir dauðann í hvaða kirkjusókn holdið fær að rotna. Má vafalaust deila um það eins og margt fleira. Allavega orti Sturla Friðriksson: Búið að þjá bæði og þjaka mig og þjáningin aldeilis svakalig að karpa við segg um keisarans skegg og komast svo að því að hann er búinn að raka sig. Það gerist oft og ekki síst í aðdraganda kosninga að mönnum finnst bráðnauðsynlegt að halda ræður. Stundum (einstöku sinnum) er það þarfleg athöfn en oft held ég megi lýsa verkinu með vísu eftir Þormóð Pálsson á Njálsstöðum: Ógn var smátt um andans mátt efnisþátt að teygja. Galað hátt, en hugsað fátt, hefði átt að þegja. Sami maður yrkir einnig um áfengið: Vonin gyllir æskuár, ástin tryllir muna, vínið stillir villtar þrár, veitir fyllinguna. Það mér skímu bezta bar böls úr glímu flúinn, öls í vímu aldrei var andinn grímubúinn. Hofdala jónas orti einnig um sama vökva og samskipti sín við hann: Dýrar veigar drakk af stút, djarft var leikið stundum, gekk á snið við sorg og sút, sat á gleðifundum. Allfrægri afmælisveislu sem haldin var fyrir margt löngu lýsti jóhannes Benjamínsson með þessum orðum: Hress og kátur höfðinginn hellti vel í glasið. Fólk var borið út og inn andvana og lasið. Það er nú þetta að ganga svo um gleðinnar dyr sem aðrar með hæfilegri aðgæslu. (Gáttir allar áður gangi fram of skoðast skili, of skyggnast skili). Haukur Gíslason hafði þetta um málið að segja: Þegar maður orðinn er eitthvað meira en hálfur þá er best að blanda sér brennivínið sjálfur. Ekkert veit ég um höfund næstu vísu en hún er greinilega ort að morgni dags: Flækist um með föla kinn flúin burt er kæti. Ertu þyrstur auminginn eftir drykkjulæti? Það hefur lengi viljað loða við þó gleðin væri töluverð framan af kvöldi og eitthvað frameftir þá fer hún minnkandi morguninn eftir. Svo getur líka orðið eitthvað óljóst hver stjórnar ferlinu Bakkus eða maðurinn. Allavega orti Rósberg Snædal: Það varðar oft miklu að geðið sé glatt, að gleðjast er þrá alls er lifir. En áfengisdrykkja, það segi ég satt, er síst til að gleðja sig yfir. Ekki hafa borist miklar sögur hingað til lands af áfengisdrykkju þeirra feðga og stjórnarherra í Norður Kóreu en vafalítið dreypa þeir þó á innlendu afbragðsvíni við hátíðleg tækifæri. Böðvar Guðmundsson orti eitt sinn afmælisskeyti til hins ástsæla leiðtoga („Our Beloved Leader“) Norður-Kóreu, Kim il Sung: Kim er okkur kær il Sung, Kóre- stýrir Norður- -u. Aug- hann dregur -a í pung, Amri- fór í stríð við -ku. Og önnur afmælisvísa eftir Einar Svein Frímann kennara á Norðfirði Óska ég þess ljóst og leynt að lán þitt aldrei þverri, þó ekki sértu engill beint eru ýmsir djöflar verri. Á mínum sokkabandsárum voru minningabækur algengar í skólum. ,,Mundu mig ég man þig“ og þar fram eftir götunum. Oft kom þar fyrir vísa sem ég hef síðan komist að að er eignuð jóni Ásgeirssyni á Þingeyrum: Gleymdu aldrei gömlum vin, þótt gefist aðrir nýir þeir eru eins og skúraskin skammvinnir og hlýir. Allt er nú lífið okkur eitthvert sambland af skúrum og skini. Kannske ágætt að svo sé því ef ekkert væri verra væri heldur ekkert betra. Sigurður frá Brún var lengi kunnur ferðagarpur en lét að mestu af ferðalögum á efri árum en skrifaði þá stundum pistla um bæði þau og annað. Kannske hefur honum fundist þessir pistlar sínir óþarflega fagurlitaðir þegar hann orti: Fyrirgefið mér fjöll mín góð fjöllin köldu og gráu hve mín öræfaleiða ljóð lita ykkur með bláu. Þeirra vegna sem búa í bæ breiðum sveitum og sléttum vef ég fjarlægðar bláa blæ brekkur allar með klettum. Fjalli koma þeir aldrei að. Aðeins þeir bláu trúa miða allt við sitt heimahlað horfa augum sem ljúga. Stöðugt eykst tæknin og vandséð hvort gamlir menn ná að fylgjast með henni að gagni. Ekkert víst að menn kunni að yrkja nema handvirkt til dæmis. En auðvitað getur tæknin verið tímasparandi eins og Loftur Loftsson kvað: Tæknin þróast meir og meir - mikið sparar tímann - að láta tölvu taka leir og troða gegnum símann. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Þó ekki sértu engill beint - eru ýmsir djöflar verri Sumarlesari vikunnar Áfram heldur sumarlestur á Bóka- safni Akraness. Að þessu sinni er sumarlesari vikunnar Rúnar Berg. Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heit Rúnar Berg Vattar Hjart- arson og ég er 6 ára. Í hvaða skóla ertu? Brekkó! Hvaða bók varstu að lesa og hvernig var hún? Binna B. Bjarna og hún var bara mjög skemmtileg út af því að hún var með stórum stöfum sem mér fannst notalegt að lesa. Hvar er best að vera þegar þú ert að lesa? Inni í stofu því að þar eru bestu sætin. Hvernig bækur finnast þér skemmtilegastar? Prakkarabækur! Mér finnst líka svona bækur með stórum stöfum betri en hinar. Áttu þér uppáhalds bók eða uppá- halds rithöfund? já! Handbók fyrir ofurhetjur. Er þetta í fyrsta sinn sem þú tek- ur þátt í sumarlestrinum? já af því ég er í 1. bekk. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég ætla kannski að fara til útlanda með ömmu og afa. Ef þú gætir fengið hvaða of- urkrafta sem er hvaða krafta myndir þú velja? Ég myndi vilja vera ofursterkur og geta stjórnað eldi! Hvað myndir þú nota kraftana í? Ég myndi nota þá til að grilla syk- urpúða því það er það eina sem ég borða í útilegum! S K E S S U H O R N 2 01 9 Auglýsing á deiliskipulagstillögu í Narfastaðalandi Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 28. maí 2019 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Narfastaðaland 4. no.2A í Hvalfjarðarsveit sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir garðyrkjubýli, þ.e íbúðarhús, geymslu og gróðurhús. Stærð landsins er 28.3 ha en deiliskipulagið nær yfir hluta þess, þ.e. 6.036 m². Deiliskipulagstillagan liggur fammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is. Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 12.júlí á milli 10:00 – 12:00 Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Narfastaðaland”. fyrir 26. ágúst 2019. Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar Bogi Kristinsson Magnusen

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.