Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Side 13

Skessuhorn - 24.07.2019, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 2019 13 Knattspyrnufélag íA fékk góða gesti síðastliðinn fimmtudag, þeg- ar hópur ungra og efnilegra knatt- spyrnupilta frá þorpinu Got Agulu í Kenía kom í heimsókn. Kenísku strákarnir eru á aldrinum 11 til 14 ára og komu 14 saman til landsins, auk fararstjóra, en liðið tekur þátt í ReyCup mótinu sem hefst í dag og stendur yfir fram á sunnudag. Strákarnir æfðu með 4. flok- ki karla hjá íA og fóru með þeim í Guðlaugu og jaðarsbakkalaug og nutu dagsins á Akranesi. Eft- ir það tók við dagskrá á vegum Rauða krossins á Akranesi áður en strákarnir skelltu sér á leik Kára gegn Þrótti V. í Akraneshöllinni. Piltarnir búa við þröngan kost í heimalandi sínu og komu aðeins með tvær ferðatöskur til landsins. Sett var af stað söfnun fyrir félagið og brugðust Skagamenn heldur betur vel við kallinu. Munu pilt- arnir halda heim á leið með hvor- ki fleiri né færri en 28 ferðatöskur, fullar af íþróttafötum, fótboltaskóm og fatnaði. Forsaga heimsóknarinnar er sú að undanfarinn áratug hafa hjónin Paul Ramses Odour og Rosmary Atieno, sem búsett eru hér á landi, haldið úti verkefni sem miðar að því að koma á fót leik- og grunnskóla í keníska þorpinu. Tókst þeim að safna peningum til að hefja starf- semi leikskóla þar ytra árið 2012 og grunnskólinn tók til starfa í ágúst 2015. Næst á dagskrá er að koma á fót framhaldsskóla. Ekkert skipulagt íþróttastarf er í Got Agulu en áhugi fyrir knattspyr- nu er mikill. Undanfarið hefur því verið unnið að stofnun íþróttafélags í þorpinu. Nokkur íslensk íþrótta- félög hafa stutt við verkefnið un- danfarin ár með því að senda bún- inga og annan útbúnað. Reglulegar knattspyrnuæfingar hófust fljótlega og fyrir tveimur árum kom upp sú hugmynd að sækja um þátttöku- rétt í ReyCup í Reykjavík, en því var frestað um ár. En að þessu sin- ni verður draumur piltanna um að keppa í móti á íslandi að veruleika á ReyCup sem stendur sem fyrr segir frá deginum í dag til sunnudags. kgk Sumarlesari vikunnar Áfram heldur sumarlesturinn á Bókasafni Akraness. Að þessu sinni er Daníel gestur okkar. Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Daníel Guðjónsson og verð 10 ára í ágúst. Í hvaða skóla ertu? Grundaskóla. Hvaða bók varstu að lesa og hvernig var hún? Ég var að lesa Andrés blöð og mér fannst þau skemmtileg og spennandi, sérstaklega af því það eru margar sögur. Hvar er best að vera þegar þú ert að lesa? Bara lokaður uppi í herberginu mínu. Hvernig bækur finnast þér skemmtilegastar? Spennandi bækur, sérstaklega þar sem sögunum er skipt í nokkr- ar stuttar bækur ekki eina langa (framhaldsbækur). Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Neii gæti ekki sagt það… jú! Ævar Þór. Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? Nei þetta er í annað eða þriðja skiptið. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Lesa, lesa og lesa. Ef þú mættir velja ofurkrafta til að hafa í einn dag hvað myndir þú velja? Ofurhraða. Hvað myndir þú gera við þá krafta? Nota þá til að geta lesið bækur hraðar og fleiri á einum degi. Brot af þeim fatnaði og íþróttabúnaði sem piltarnir taka með sér heim til Kenía. Ljósm. ÍA. Kenískir knattspyrnudrengir sóttu Akranes heim Strákarnir stilltu sér að sjálfsögðu upp í liðsmynd á Akranesvelli. Hópurinn á Langasandi. Strákarnir njóta sín í Guðlaugu. Ljósm. ÍA. Nes fasteignasala ehf. hefur opn- að skrifstofu að Borgarbraut 57 í Borgarnesi. Það er Þórarinn Hall- dór Óðinsson, löggiltur fasteigna- sali, sem stendur fyrir rekstrin- um en jafnframt mun faðir hans, Óðinn Sigþórsson frá Einarsnesi, hafa starfsaðstöðu á skrifstofunni. „Við opnuðum formlega síðasta föstudag. Hann pabbi er svo hjá- trúarfullur að það kom ekki í mál að opna skrifstofuna á mánudegi því þá yrði þetta allt saman bara til mæðu,“ segir Þórarinn, fast- eignasali og viðskiptalögfræðing- ur, í samtali við blaðamann Skessu- horns sem kíkti til þeirra feðga á nýju skrifstofunni í gær. Þórarinn er löggiltur fasteignasali og hef- ur undanfarin tvö ár verið að sækja sér fasteignasöluréttindi ásamt því að stunda nám í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst, en hann útskrifaðist með B.S. gráðu í við- skiptalögfræði síðasta vetur og er kominn vel af stað í mastersnám- inu. „Ég starfaði hjá Fasteignamið- stöðinni samhliða náminu á síðasta ári og öðlaðist góða reynslu þar. En með því að opna fasteignasölu hérna í Borgarnesi þá viljum við auka þjónustustigið við íbúa í Borg- arbyggð og landshlutanum öllum en við horfum til Vesturlands eins og það leggur sig og viljum þjón- usta alla Vestlendinga. Við stefnum að því að hafa skrifstofuna opna á hefðbundnum vinnutíma, það er frá níu til fimm á daginn, virka daga vikunnar. Með þessu fyrirkomulagi getum við tekið á móti fólki og veitt góða þjónustu.“ Þórarinn mun sinna fasteignasöl- unni en faðir hans mun starfa sem ráðgjafi en hann hefur mikla reynslu af ráðgjöf vegna landsréttinda, veiðimála og þjóðlendumála svo fátt eitt sé nefnt en saman eru þeir sterkt teymi, að sögn Þórarins. „Við erum byrjaðir að taka eignir að okkur. En eins og gerist í svona rekstri þá tekur allt sinn tíma og þetta þarf að hafa sinn gang. Við erum núna fyrst og fremst að láta fólk vita af okkur hérna á svæðinu. Við munum leggja mikla áherslu á fagleg vinnubrögð. Það er nauðsynlegt að það sé gott traust á milli viðskiptavina og fast- eignasala, enda er oft mikið í húfi hjá fólki sem er að selja fasteign- ir sínar og ber okkur sem störfum við fasteignasölu skylda til að gæta fyllstu ábyrgðar í störfum okkar,“ segir Þórarinn að endingu. Hægt er að hafa samband við Nes fasteignasölu í síma 497-0040 eða á netfangið thorarinn@fastnes.is. glh Feðgarnir Þórarinn Halldór og Óðinn á nýju skrifstofu sinni í Borgarnesi. Nes fasteignasala hefur verið opnuð í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.