Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 20196 Leiðrétta vatns- gjald frá 2016 RVK: Veitur hafa leiðrétt vatnsgjöld ársins 2016 í kjölfar úrskurðar sem féll í vor. Leið- réttingin nær til vatnsveitn- anna í Reykjavík, á Akranesi, í Grundarfirði og Stykkishólmi. Í flestum tilvikum gengur leið- réttingin til lækkunar á vatns- gjöldum með gjalddaga nú í september. Í vor komst sam- göngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið að þeirri niður- stöðu að vatnsgjald á tiltekna íbúð í Reykjavík vegna ársins 2016, sem kært var til ráðu- neytisins, hafi verið of hátt. „Þótt Veitum þyki úrskurður- inn óljós um sumt var ákveð- ið að una niðurstöðunni og voru vatnsgjöldin því endur- reiknuð með tilliti til hennar. Það leiddi til þess að gjaldið hefur verið leiðrétt hjá öllum viðskiptavinum áðurnefndra vatnsveitna,“ segir í tilkynn- ingu. Leiðréttingin nú nemur 440 milljónum króna í heild- ina og vaxtagreiðslur 61 millj- ón króna. Heitir nú Brim hf. RVK: á hluthafafundi í HB Granda hf. síðastliðinn fimmtudag var borin upp til- laga um að breyta nafni félags- ins í Brim. Var tillagan sam- þykkt með 91% atkvæða. Þar með falla úr almennri mál- notkun nöfn beggja fyrirtækj- anna sem mynda þetta stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, það er Grandi í Reykjavík og Haraldur Böðvarsson & Co á Akranesi. -mm Hyggjast kort- leggja matarsóun LANDIÐ: Umhverfisstofnun hefur afráðið að hrinda af stað ít- arlegri rannsókn á umfangi mat- arsóunar á Íslandi. Í þessari viku verður byrjað að hringja út til ríflega eitt þúsund heimila sem lenda í slembiúrtaki og heimil- isfólk beðið að taka þátt í rann- sókninni. Þátttakendur verða beðnir að vigta mat og matar- úrgang sem fer til spillis á heim- ilinu í eina viku og skrá inn í gagnagátt sem vistuð er á heima- síðu Umhverfisstofnunar. Síðar verður hringt í fyrirtæki, einn- ig samkvæmt slembivali. Gallup sér um úthringingarnar. -mm Ekið á barn á hjóli BORGARNES: Umferðaró- happ varð í Borgarnesi um miðj- an dag á þriðjudaginn í síðustu viku þegar ekið var á barn á hjóli. Bæði barni og ökumanni bif- reiðarinnar var töluvert brugð- ið en barnið meiddist ekki við óhappið. -kgk Ekið of hratt og án réttinda VESTURLAND: töluvert var um hraðakstur í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið, en hraðakstur hefur verið nokkuð áberandi í vor og sumar. Nokkuð var um að ekið væri án ökuréttinda í vikunni og dæmi um að réttindi væru út- runnin. Lögregla vill minna á að fólk þarf að fylgjast með því að endurnýja ökuskírteini sín tím- anlega. -kgk Búfé í umferðinni VESTURLAND: Ekið var á lömb á þriðjudaginn í síðustu viku nálægt Fellsenda í Dölum, en lögregla segir að nokkur slík mál hafi komið upp í vikunni. tíu hross sáust á hlaupum þvert yfir Vesturlandsveg í Borgar- firðinum á miðvikudaginn í síð- ustu viku. Að sögn lögreglu var haft samband við hrossaeftir- litsmann, en eigandi hrossanna mætti síðan á staðinn og gekk í málið. -kgk Sitthvað úr liðinni viku VESTURLAND: Dansk- ir dagar voru haldnir hátíðleg- ir í Stykkishólmi um liðna helgi. Að sögn lögreglu fóru þeir vel fram, gestir hátíðarinnar til fyr- irmyndar og engar uppákomur sem komu inn á borð lögreglu. tilkynnt var um trampólin að fjúka við Brekkubraut á Akra- nesi síðastliðinn laugardag. Far- ið var á staðinn og trampólínið fest niður og settar hellur ofan á það til að fergja það. Nú á mánu- dagsmorgun var lögregla síðan við leit að bifreið sem tekin var ófrjálsri hendi á Akranesi. Málið er til rannsóknar. -kgk Gæsaveiði var heimil frá og með gærdeginum, 20. ágúst en tímabilið stendur til 15. mars næstkomand. Gildir það bæði um veiðar á grágæs og heiðargæs. Margir skotveiði- menn hafa beðið gæsaveiðitímabils- ins með eftirvæntingu og dæmi um að menn hafi haldið til veiða þegar klukkan sló miðnætti og verið við veiðar aðfararnótt gærdagsins. Að jafnaði stunda milli þrjú- og fjögurþúsund manns gæsaveiðar á haustin, að því er fram kemur á vef RúV. Þar er haft eftir áka ármanni Jónssyni, formanni Skotveiði- félags Íslands, að allt að 40-45 þús- und grágæsir séu veiddar á hverju hausti, en á bilinu 10 til 15 þúsund heiðargæsir. kgk Tómas Ingi, Hermann og Styrmir Þór eru slungnar gæsaskyttur. Hér eru þeir með prýðilega veiði á síðasta tímabili. Myndin er úr safni Skessuhorns. Gæsaveiðitímabilið er hafið Síðdegis í gær var Slökkvilið Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar kall- að út vegna elds í fjölbýlishúsi við Kirkjubraut 12 á Akranesi. Eldur hafði kviknað út frá gaskút við grill á lokuðum svölum á þriðju hæð í byggingunni. Sökum þess að sval- irnar eru yfirbyggðar barst reykur inn í íbúðina svo reykræsta þurfti hana. Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig. Að sögn slökkviliðsmanns á vettvangi er talið að skemmdir af völdum reyks hafi verið minnihátt- ar. kgk Eldur í fjölbýlishúsi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.