Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 2019 13 RARIK - Febrúar 2019: 167x214mm RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is Rafvirki í Borgarnesi RARIK ohf auglýsir eftir rafvirkja til starfa á starfsstöð fyrirtækisins í Borgarnesi. Hér rarik.is/atvinna. Atvinna RARIK - ágúst 2019: 167x228mm • • Eftirlit með tækjum og búnaði • Viðgerðir • • Vinna samkvæmt öryggisreglum Helstu verkefni Hæfniskröfur • • • Almenn tölvukunnátta • Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt • Arnarstofninn hefur stækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi eft- ir að hafa verið í bráðri útrým- ingarhættu á fimmtíu ára tíma- bili frá 1920-1970. á vef Náttúru- stofu Vesturlands kemur fram að í ár komust fleiri arnarungar á legg en nokkru sinni og gekk arnarvarp- ið sérlega vel við sunnanverðan Breiðafjörð. Arnarstofninn er vakt- aður af Náttúrufræðistofnun Ís- lands, Náttúrustofu Vesturlands og fuglaáhugafólki. talið er að 87 óðöl arna hafi verið í ábúð í sumar og telur stofninn nú um 300 fugla. mm Síðastliðinn föstudag hófu UNI- CEF á Íslandi og crossfit kappinn Einar Hansberg árnason hringferð um landið í baráttu gegn ofbeldi á börnum. Er hann nú í ferð réttsælis um landið en byrjaði för sína á Vest- urlandi. Kom við á Akranesi klukk- an 10 fyrsta morguninn, klukkan 14 var hann í Stykkishólmi, klukk- an 17 í Búðardal og deginum lauk svo á Patreksfirði fyrsta kvöldið. „átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum sem hófst í vor undir yfirskriftinni Stöðvum felu- leikinn er enn í fullum gangi. Þá boðaði UNICEF byltingu fyrir börn og nær ákakið hámarki með ferð Einars Hansberg. Hann fer hringinn í kringum landið til að styðja baráttu UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum með held- ur óvenjulegum hætti. Einar, fjöl- skylda hans og vinir, stoppa í 36 sveitarfélögum á einni viku þar sem Einar ætlar að róa, skíða eða hjóla 13 þúsund metra á hverjum stað, einn fyrir hvert barn sem verður fyrir ofbeldi á Íslandi. Í heildina mun Einar því fara um 500 kíló- metra,“ segir í tilkynningu. Markmið átaksins er að vekja at- hygli á því hversu alvarlegt ofbeldi gegn börnum á Íslandi er (13.000 börn á Íslandi verða fyrir ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn), þrýsta á stjórnvöld að standa vakt- ina og búa til breiðfylkingu fólks sem heitir því að bregðast við of- beldi gegn börnum. Nú þegar hafa yfir 11 þúsund manns skrifað undir ákall UNICEF. „Það er svo auðvelt að horfa í hina áttina og vonast til að einhver annar taki slaginn. En það þarf ákveðið hugrekki til að rísa upp og taka slaginn sjálfur,“ seg- ir Einar spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að hefja þessa áskor- un. Hann hyggst síðan enda hring- ferðina með því að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu laugardaginn 24. ágúst til stuðnings UNICEF. Samhliða hringferðinni mun UNICEF á Íslandi ítreka áskorun sína á sveitarfélög landsins að taka þátt og bregðast við ofbeldi á börn- um. UNICEF hefur nú þegar sent ákall á öll sveitarfélög landsins og mun nýta slagkraftinn sem mynd- ast með hringferðinni til að þrýsta á að öll sveitarfélög landsins setji sér skýra viðbragðsáætlun gegn of- beldi. Hægt er að skrifa undir ákall UNICEF á vefslóðinni: https:// feluleikur.unicef.is/ mm Arnarvarpið gekk sérlega vel við sunnanverðan Breiðafjörð Fer hringferð í baráttu gegn ofbeldi á börnum Einar Hansberg byrjaði róðurinn á Akranesi og iðkendur frá Crossfit Ægi komu og réru með honum fyrstu metrana. Ljósm. arg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.