Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 2019 25 Föstudaginn 16. ágúst fór fram í Nesi í Reykholtsdal þriðja og síð- asta púttkeppni ársins milli eldri borgara úr Borgarbyggð og frá Akranesi. Þar var keppt um Húsa- smiðjubikarinn sem fyrirtækið á Akranesi gaf og keppa skal um í 20 ár. á hverju ári keppa liðin á þrem- ur stöðum: Garðavelli á Akranesi, Hamri í Borgarnesi og að Nesi. Er þetta sjöunda árið í röð sem þessi keppni fer fram undir styrkri stjórn þeirra Ingimundar Ingimundarson- ar, Flemming Jessen og Þorvaldar Valgarðssonar. Fyrirkomulag keppni er þann- ig að árangur sjö bestu einstak- linga hjá hvoru liði telst hverju sinni. Lokatölur sumarsins voru ný met hjá báðum liðum. En Borgar- byggð vann að þessu sinni með 1.438 höggum gegn 1.444 högg- um Skagamanna. Hefur munurinn á liðunum aldrei verið minni að loknu sumri. Þetta var þriðja árið í röð sem Borgarbyggðarliðið ber sigur úr býtum. „Miklar framfarið hafa greinilega orðið hjá hópnum á þessum árum, því árið 2013 voru tölurnar 1.603 högg á móti 1.620 höggum Borg- firðingum í hag,“ segir Ingimund- ur sem segir framfarir spilara vera mælanlegar með hverju árinu sem líður. Einnig er keppt um einstak- lingsbikar fyrir besta árangur sum- arsins. Að þessu sinni var keppnin um gripinn jafnari en nokkru sinni áður. áttu alls tíu einstaklingar möguleika að hljóta hann í upphafi keppni á föstudaginn. úrslit urðu þau að Edda Elíasdóttir á Akranesi og Guðmundur Auðunn Arason í Borgarnesi urðu hnífjöfn með 205 högg en það er jafnt besta árangri til þessa, en Guðrún Birna Har- aldsdóttir í Borgarnesi hlaut þá tölu sumarið 2018. Háðu þau Edda og Guðmundur þriggja holu einvígi sem fór þannig að Edda vann með fimm höggum gegn sjö. á næsta ári mun keppnin hefjast á Akranesi en lokakeppnin verður þá að Hamri í Borgarnesi. mm Púttsumri Borgfirðinga og Skagamanna lauk á föstudaginn Slakað á í síðsumarsólinni. Edda Elíasdóttir á Akranesi varð sigurvegari í einstaklingskeppni sumarsins, sigraði Guðmund Arason eftir bráðabana. Jöfnuðu þau mótsmet Guðrúnar Birnu Haraldsdóttur frá síðasta ári. Lið Borgfirðinga vann Húsasmiðjubikarinn með sex högga mun eftir sumarið. Lið Skagamanna. Ingimundur, Þorvaldur og Flemming báru hita og þunga af skipulagningu og framkvæmd mótsins. Hér eru þeir Guðmundur Egilsson úr Borgarnesi og Halldór Jónsson frá Akranesi að keppa á púttvellinum. Lokahringurinn leikinn á öðrum púttvellinum í Nesi. Þétt setið í Golfskálanum í Nesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.