Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201914
Í liðinni viku komu út átta skýrslur
með niðurstöðum ferðavenjukönn-
unar sem unnin var á síðasta ári
meðal erlendra gesta á jafn mörg-
um áfangastöðum víðsvegar um
landið. Í könnuninni var aflað upp-
lýsinga um ýmsa einkennandi þætti
ferðamanna á rannsóknarsvæð-
unum, svo sem búsetuland, ferða-
máta, gistimáta og dvalarlengd, auk
þess sem ástæða heimsóknar og út-
gjaldamynstur þeirra var skoðað.
Ferðamálastofa fól Rannsókna-
miðstöð ferðamála að framkvæma
könnunina sumarið 2018.
Könnunin náði til áfangastað-
anna Reykjavíkur, Reykjanesbæj-
ar, Víkur, Stykkishólms, Ísafjarðar,
Hvammstanga, Húsavíkur og Eg-
ilsstaða. Helstu niðurstöður sýna
að ferðavenjur og útgjöld erlendra
gesta voru talsvert ólík eftir stöðum
og lá helsti munurinn í ástæðum
heimsóknar, dvalartíma og neyslu-
mynstri gesta. Gestir allra staðanna
voru almennt ánægðir með dvöl-
ina og víða komu fram jákvæðar at-
hugasemdir um náttúrufegurð og
þjónustu en þó var einnig greinileg
óánægja með hátt verðlag. Gestir
sem heimsóttu Stykkishólm gáfu
staðnum mjög góða einkunn, en
hér að neðan má sjá helstu niður-
stöður þeirrar könnunar:
Vegna fegurðar
Stykkishólms
Í skýrslunni þar sem fjallað er um
niðurstöður könnunar í Stykkis-
hólmi kemur fram að ferðaþjón-
ustu í Stykkishólmi hefur verið í
töluverðri sókn undanfarin ár enda
býr svæðið yfir áhugaverðri sögu
og skartar mikilli náttúrufegurð.
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna
í bæjarfélaginu árið 2018 var um
235 þúsund og flestir (64%) heim-
sóttu staðinn á tímabilinu júní til
september svo árstíðasveiflan er
nokkur á svæðinu. Erlendir ferða-
menn heimsóttu Stykkishólm helst
vegna fegurðar staðarins og með-
mæla. Um þriðjungur gesta sagði
heimsóknina þó vera hluta af heild-
arferð um landið án þess að til-
greina frekari ástæðu. Ferðamenn-
irnir vildu ganga um svæðið, kaupa
veitingar, skoða fugla og heimsækja
söfn í Stykkishólmi.
Þriðjungur átti
þar náttstað
Meðallengd dvalar gestanna í
Stykkishólmi var um 12 klukku-
stundir og rúmur þriðjungur gest-
anna dvaldi yfir nótt í Stykkis-
hólmi líkt og kom fram í sambæri-
legri könnun sumarið 2016. Vin-
sælasti gistimátinn voru hótel og
gistiheimili bæjarins en heldur
fleiri völdu þann kost nú en fyrir
tveimur árum. Heldur fleiri völdu
einnig einkagistingu en vinsældir
tjaldsvæða höfðu nokkuð dalað frá
fyrri könnun. Hlutfall sumargesta
frá Frakklandi og Þýskalandi var
hærra í Stykkishólmi en á landsvísu
og hlutfall Bandaríkjamanna lægra
samkvæmt talningum ferðamanna
á Keflavíkurflugvelli.
Orðspor gott
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar virðist orðspor Stykkis-
hólms sem áfangastaðar vera gott
meðal erlendra gesta þar sem með-
mæli um staðinn voru ein af helstu
ástæðum heimsóknar þeirra til hans.
Vægi meðmæla í ástæðu heimsókn-
ar hafði hækkað nokkuð á milli ára
og almenn ánægja var meðal gesta
staðarins með dvölina. á skalanum
1-5 mældist ánægjustigið 4,5 sem
er hækkun úr 4,1 sumarið 2016
sem eru góðar niðurstöður fyr-
ir ferðaþjónustuna á staðnum. Um
helmingur gesta taldist líklegur til
að mæla með Stykkishólmi sem
áfangastað og meðmælaskor stað-
arins (Net Promoter Score - NPS)
mældist +41. Bandaríkjamenn voru
líklegri en Þjóðverjar og Frakkar til
að mæla með heimsókn í Stykkis-
hólm.
Það sem helst hvatti ferðamenn
til meðmæla var fegurð bæjarins
og umhverfis hans en einnig gest-
risni bæjarbúa og staðsetning bæj-
arins. Af þeim sem voru hlutlaus-
ir eða töldust ólíklegir til að mæla
með staðnum sögðu flestir að auka
þyrfti þjónustuframboð til ferða-
manna í bænum til að þeir yrðu lík-
legri til meðmæla.
Stykkishólmur
sterkari segull
Meðalútgjöld ferðamanna á sólar-
hring mældust 10.358 kr. sumarið
2018. Er það hækkun frá 2016 þeg-
ar þau voru um 8.388 kr. útgjöldin
voru hæst í flokki gistingar og veit-
inga. Í langflestum tilvika (98%)
var megintilgangur ferðarinn-
ar frí og ferðafélagarnir fjölskylda
og vinir. Í samanburði við fyrri ár
taka fleiri ferðamenn nú ákvörðun
um að heimsækja staðinn áður en
til landsins er komið og færri ætla
einungis að keyra í gegnum hann.
Í ljósi þess má ætla að Stykkishólm-
ur sé að verða sterkari ferðamanna-
segull þó breytingarnar séu ekki
stórvægilegar á milli ára. Banda-
ríkjamenn dvöldu lengur í Stykk-
ishólmi en Þjóðverjar og Frakkar.
Þeir völdu dýrari gistingu og voru
líklegri til að kaupa vörur og þjón-
ustu á staðnum. Þeir voru almennt
ánægðari með dvölina og líklegri
til að mæla með Stykkishólmi sem
áfangastað ferðamanna.
Niðurstöður könnunarinnar gefa
vísbendingu um stöðu ákveðinna
þátta ferðaþjónustu í Stykkishólmi
sumarið 2018. „Varast ber að alhæfa
út frá niðurstöðunum þar sem um
úrtaksrannsókn er að ræða en engu
að síður eru þessar upplýsingar
ásamt öðrum gögnum í ferðaþjón-
ustu mikilvægt púsl í heildarmynd
atvinnugreinarinnar á landsvísu.
Athugasemdir og óskir ferðamanna
sem koma fram í könnuninni auka
einnig skilning á þörfum þeirra og
upplifun meðan á dvöl stendur og
eru mikilvægar fyrir svæðisbundna
stefnumótun og uppbyggingu at-
vinnugreinarinnar,“ segir í niður-
stöðum skýrslunnar. mm
Stykkishólmur er sífellt að verða
sterkari ferðamannasegull
Niðurstöður ferðavenjukönnunar sem framkvæmd var á átta stöðum á landinu í fyrrasumar
Nokkur ummæla gesta sem þátt tóku í könnuninni.
Bryggjupolli við Súgandisey. Ljósm. mm.
Hamingjusamir ferðamenn taka sjálfu. Ljósm. glh.
Samkvæmt könnuninni kemur 36% ferðafólks til Stykkishólms utan háannar
mánuðina júní til september. Ljósm. sá.