Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 2019 21 veturinn samkvæmt stundaskrá á föstudag. Hlöðver Ingi Gunnars- son, skólastjóri Auðarskóla, seg- ir að alltaf séu gerðar miklar vænt- ingar til vetrarins í upphafi hvers skólaárs og að væntingarnar séu ávallt að gera skólastarfið betra ár hvert. „Nú byrja allir með hreint borð og við erum spennt fyrir kom- andi vetri. Við erum alltaf að þróa og aðlaga skólastarfið að nýjum áskorunum því nútímasamfélag- ið er síbreytilegt. Skólinn þarf allt- af að vera á tánum og vera tilbúinn að mæta nýjum áskorunum. Það er mikið forréttindastarf að vinna í skóla og við erum heppin hér í Auðarskóla að samfélagið okkar í Dalabyggð hefur jákvætt viðhorf til okkar og vinnur vel með stofnun- inni,“ segir Hlöðver Ingi ánægður. „Það hefur verið aðeins erfið- ara að manna allar stöður með fólki með réttindi. Við erum láns- söm í grunnskólanum að við skól- ann starfa núna tveir kennaranemar þannig að búið er að manna í allar stöður,“ bætir skólastjórinn ánægð- ur við. Að sögn Hlöðvers þá er Auðar- skóli kominn langt með að aðlaga sig að breyttum kennsluaðferðum samkvæmt Aðalnámskrá grunn- skóla og segir hann að haldið verði uppteknum hætti í ár. „Við leit- umst alltaf við að nálgast nem- endur á þeirra forsendum svo þeir blómstri í sínu námi. Það er mikil- vægt að allir finni sína styrkleika og fái að njóta sín í skólanum. Lestur- inn er og verður alltaf grunnstoð í námi og við vorum svo heppin að á síðasta ári fengum við að taka þátt í verkefni sem heitir Skapandi skrif og það mun án efa skila sér inn í starfið í vetur.“ Hlöðver Ingi segist hlakka til vetrarins en hann er að koma aft- ur til starfa eftir fæðingarorlof. „Það eru miklar breytingar hjá mér en dóttir mín fæddist núna í maí- lok. Það gefur manni að sjálfsögðu nýja sýn á lífið og tilveruna að verða faðir í fyrsta skipti og það verður áhugavert að verða foreldri með allri þeirri miklu ábyrgð sem því fylgir,“ segir Hlöðver að endingu. Grunnskólinn í Stykkishólmi Grunnskólinn í Stykkishólmi verð- ur settur á morgun, fimmtudag- inn 22. ágúst, á Amtsbókasafn- inu. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. 14 nemendur eru að hefja sitt fyrsta grunnskólaár en í heildina verða rétt um 150 nemendur í skólan- um. Að sögn Berglindar Axelsdótt- ur skólastjóra þá hefur gengið vel að manna stöður fyrir komandi vet- ur. „Allir kennarar eru með rétt- indi fyrir utan einn leiðbeinanda sem er í kennaranámi. Enn á eft- ir að ráða einn starfsmann í Regn- bogaland, sem er heilsdagsskóli. Fyrir utan það hefur lítil hreyfing átt sér stað á starfsliðinu og erum við mjög glöð með þann mannauð sem við höfum,“ segir skólastjórinn sem lýsir einnig yfir mikilli gleði vegna framkvæmda á nýrri skóla- lóð. „Fyrsta áfanga er að ljúka nú í ágúst og mun það bæta leikaðstöðu nemenda mikið. Auk þess er breyt- ing á bílastæðamálunum til mikilla bóta,“ bætir hún við. 15. ágúst síðastliðinn hýsti Grunnskóli Stykkishólm kennara- þing Vesturlands sem gekk að sögn skólastjórans mjög vel. „á þinginu kviknuðu bæði nýjar hugmyndir og fengum við staðfestingu á þeim aðferðum sem við erum að nota. Það má kannski helst nefna að við hyggjumst gefa leiðsagnarmati enn meira svigrúm í vetur. Þá sjáum við sóknarfæri í fyrirkomulagi for- eldraviðtala,“ segir Berglind skóla- stjóri að lokum. Grunnskóli Grundarfjarðar Skólasetning Grunnskóla Grund- arfjarðar verður í dag 21. ágúst og fer hefðbundið skólastarf á fullt á morgun, fimmtudag. 93 nemendur eru skráðir í skólann þennan vet- ur sem er svipaður fjöldi frá því í fyrra og er Sigurður Gísli Guð- jónsson skólastjóri spenntur fyrir skólaárinu. „Starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar fer ætíð inn í nýtt skólaár fullt bjartsýni og með góð- ar væntingar til starfsins. Starfs- andi innan stofnunarinnar er góð- ur, bæði meðal starfsmanna sem og foreldra og nemenda og við von- umst til að svo verði áfram,“ segir skólastjórinn en vel hefur gengið að manna starfsmannateymið fyr- ir veturinn og eru stöður fullmann- aðar. Eins og aðrir grunnskólar þá er stöðugt verið að betrumbæta og uppfæra kennsluaðferðir. Spurður um þau efni segir Sigurður að mark- miðið með slíkum uppfærslum sé að gera skólastarf markvissara og betra og er ekki síst gert með það að leið- arljósi að mæta hverjum nemenda á hans forsendum. „Efling læsis verður áfram í forgangi því læsi er undirstaða alls. Svo ber að geta þess að við vorum að taka í gagnið snill- ismiðju sem við hlökkum mikið til að nýta í kennslunni. Gott skóla- starf byggir á samvinnu heimila og skóla. Við í Grunnskóla Grundar- fjarðar hlökkum til að taka á móti nemendum okkar, vinna með þeim og forráðamönnum þeirra og von- um að samvinnan verði höfð í fyrir- rúmi,“ segir Sigurður að endingu. Grunnskóli Snæfellsbæjar Skólasetning Grunnskóla Snæfells- bæjar verður á morgun, fimmtu- daginn 22. ágúst, og hefst hefð- bundin kennsla degi síðar sam- kvæmt stundaskrá. 238 nemendur eru skráðir í skólann í 17 bekkjar- deildum og á þremur starfsstöðv- um. Af þessum 238 nemendum eru 117 nemendur skráðir í skólann í 5.-10. bekk og er kennt í Ólafsvík, 94 nemendur eru í 1.-4. bekk sem er kennt á Hellissandi og 27 nem- endur í Lýsuhólsskóla, þar af sjö í leikskóladeildinni og 20 nemend- ur í 1.-10.bekk. „Við höfum góða tilfinningu fyrir vetrinum, erum vel mönnuð, með góða nemend- ur og samstarfsfúsa foreldra,“ seg- ir Hilmar Már Arason skólastjóri. „Það hefur gengið mjög vel að manna stöður fyrir komandi vetur. Við erum með gott starfsfólk sem er vel menntað, leggur sig fram um að gera sitt besta og er óhrætt við að leita nýrra leiða,“ bætir hann við. Grunnskóli Snæfellsbæjar mun innleiða nokkrar nýjungar í kennsluaðferðum þetta skólaárið, ásamt því að leggja frekari áherslu á fyrri aðferðir sem hafa skilað góðum árangri. Einnig hefur skól- inn endurnýjað einkunnarorð sín sem eru nú, Sjálfstæði - Metnað- ur - Samkennd. „Við höfum þá trú að einstaklingi, sem hefur tileink- að sér þessi gildi, komi til með að vegna vel í lífinu sama hvaða verk- efni hann taki sér fyrir hendur, á því er ekki nokkur vafi,“ segir Hilmar Már ákveðinn. Skólinn mun halda áfram með læsisfimmuna frá því í fyrra, sem er ákveðin kennsluaðferð sem byggir á lýðræðislegu ívafi til að auka læsi og bæta íslensku nemenda. „Við leggjum einnig sérstaka áhersla á teymiskennslu og teymisvinnu með það að markmiði að bæta starfið og koma betur til móts við alla okkar nemendur. ávinningur þessa fyrir- komulags er ótvíræður að okkar mati,“ útskýrir skólastjórinn. „á þessu skólaári ætlum við líka að þróa þematengt nám í unglinga- deildinni okkar en oft hefur ung- lingadeildum grunnskóla verið legið á hálsi að vera of greinamið- aðar, ósveigjanlegar og einhæfar. Markmiðið er að þróa fjölbreytt- ari náms- og kennsluhætti þar sem meginviðfangsefnin eru að mestu eða að öllu leyti samþætt við sem flestar námsgreinar. Í haust mun- um við svo innleiða í 8.-10. bekk hæfnimiðað námsmat sem byggir á hæfniviðmiðum úr aðalnámskrá,“ bætir hann við. Skólastjórinn segir lestur og læsi gríðarlega mikilvæga færni í nú- tímasamfélagi svo einstaklingar geti verið virkir samfélagsþegn- ar og hafi betri skilning á því um- hverfi sem þeir lifa og hrærast í. Lestur er lykill að ævintýrum lífs- ins, er yfirskrift læsisstefnu Grunn- skóla Snæfellsbæjar. „Við leggjum áherslu á að læsi er ekki stök náms- grein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Við erum líka eini skólinn á landinu sem á námskrá í átthagafræðum sem nær til kennslu í öllum bekkjum. Við leggjum sér- staka áherslu á að nemendur okk- ar afli sér þekkingar á heimabyggð sinni svo að þeir þekki sögu henn- ar, náttúru og staðhætti og geri sér líka grein fyrir möguleikum þar til framtíðar,“ segir Hilmar Már að lokum. Laugargerðisskóli Laugargerðisskóli verður settur í dag klukkan 15:00 og hefst skól- inn samkvæmt stundaskrá á morg- un. 17 nemendur eru í grunnskóla- deildinni og segir Ingveldur Ei- ríksdóttir skólastjóri mikið gleði- efni að það hefur fjölgað um einn í skólanum. töluverð tilhlökkun ríkir í starfsmannahópnum að taka á móti krökkunum og kveðst Ing- veldur ávallt vera miklar vænting- ar til skólaársins á haustin. „Í skól- anum starfar hópur fólks með fjöl- breytta menntun og reynslu og slíkt er ómetanlegt fyrir lítinn sveita- skóla. Við vonumst því öll eftir öfl- ugu skólastarfi þar sem fjölbreytni og farsæld fara saman. Nemendur okkar eru frábært fólk sem gam- an er að vinna með og við vænt- um mikils af samstarfinu við þá og heimilin,“ segir Ingveldur og bæt- ir við: „Nokkur mannaskipti eru frá síðasta ári og í hópinn hefur bæst fólk sem er með frábæra reynslu í farteskinu sem vonandi mun setja svip sinn á skólastarfið, útivist og einstök náttúra hér í nágrenninu verður því hluti af náminu.“ Nú í haust, þann 4. september, verður haldið íbúaþing þar sem allir íbúar skólahverfisins eru vel- komnir til að ræða stöðu skólans og væntingar til skólastarfs framtíðar- innar. Þingið er haldið í samstarfi við Skólastofuna ehf. og afrakstur þess verður nýttur við mótun skóla- stefnu sveitarfélagsins og þróun kennsluhátta við skólann. Í vor fékk skólinn styrk úr Endurmenntunar- sjóði grunnskóla til að þróa svo- kallaðar vinnustofur sem fela í sér áherslu á sjálfstæði og ábyrgð nem- enda, sjálfstæði og námsval hvers og eins. Ingveldur segir það vera spennandi verkefni sem fellur vel að aðalnámskrá grunnskóla. „Þetta verkefni ásamt því að leggja áherslu á nærumhverfi skólans í námskrá verða helstu verkefni okkar í vet- ur. til gamans má geta að skólinn stefnir einnig að því að verða ARt- vottaður skóli í samstarfi við ARt á Suðurlandi, en ARt er módel sem vinnur að því að efla félags- færni nemenda, þjálfa reiðistjórn- un og siðferðisvitundina. Nú þeg- ar eru þrír ARt þjálfarar starfandi við skólann og um áramót stefnum við að því að verða orðin fimm,“ út- skýrir skólastjórinn og bætir við að lokum: „Við tökum fagnandi á móti nýju skólaári og hlökkum til verk- efnanna sem bíða.“ Reykhólaskóli Reykhólaskóli verður settur á morg- un, fimmtudaginn 22. ágúst og hefst skólastarf samkvæmt stunda- skrá strax á eftir skólasetningu. Fyrr í sumar tók nýr skólastjóri við lykla- völdunum. Anna Björg Ingadótt- ir er nú orðin skólastjóri Reykhóla- skóla en hún er mörgum íbúum Reykhólahrepps kunn þar sem hún kenndi við skólann fyrir þremur árum og ætlar nú að taka að sér að leiða skólastarfið í hreppnum. „Vet- urinn leggst gríðarlega vel í mig. Ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til að við getum í samein- ingu gert skólann okkar enn betri,“ segir Anna Björg. 45 nemendur eru skráðir í Reyk- hólaskóla og 15 nemendur í leik- skólanum að sögn nýja skólastjór- ans sem hefur mikla væntingar til vetrarins. „Við ætlum meðal ann- ars að leggja mikla áherslu á læsi og lesskilning í öllum skólanum ásamt umhverfismennt. Einnig verður hreyfing á dagskrá flesta daga,“ út- skýrir skólastjórinn en enn á eftir að taka saman hve margir verða í tón- listarskólanum. Það hefur að mestu leyti geng- ið vel að fylla í stöður fyrir skóla- árið. „Við erum búin að manna bæði grunn- og leikskólann. Við búum svo vel hér í Reykhólaskóla að hafa vel menntaða kennara, leik- skólakennara, þroskaþjálfa, iðju- þjálfa ásamt öllu hinu góða starfs- fólki okkar.“ Aðspurð út í nýjungar í kennslu- aðferðum kveðst Anna Björg að slíkt sé í stöðugri þróun. „Það má búast við einhverjum nýjungum og breyt- ingum eins og oft gerist þegar skipt er um í brúnni,“ segir hún kímin og bæti enn fremur við að lokum: „Það er líka gott að það komi fram hvað það er gott að búa í Reykhóla- hreppi.“ glh. Ljósm/ úr safni. Hressir krakkar úr Grunnskólanum í Borgarnesi í rennibrautarlauginni. Nemendur úr Grunnskólanum í Stykkishólmi einbeittir með prjónana. Nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar á toppi Snæfellsjökuls. Gangan er liður í átthagafræðum sem kennd er við skólann. SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.