Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201918 Vatnsrennsli í Reykjadalsá í Borg- arfirði er nú komið niður fyrir þol- mörk. Efsti laxtæki staður í ánni er Giljafoss, milli bæjanna Gilja og Kollslækjar. Hér má sjá tvær mynd- ir af fossinum. Önnur tekin 19. ágúst 2019, en hin sumarið 2018. mm/ Ljósm. Josefine Morell. Giljafoss þá og nú Grundarfjarðarbær hefur undanfarna viku flaggað hinum lit- ríka fána fjölbreyti- leikans bæði við bæjar- skrifstofurnar og einn- ig í miðjum bænum. Gleðigangan fór fram 17. ágúst í Reykjavík en nú í ár fagna Hin- segin dagar 20 ára af- mæli. Grundfirðing- ar fagna því fjölbreyti- leikanum ásamt öðrum landsmönnum. tfk Þegar skólar hefja starfsemi sína á haustin verður mikil breyting í umferðinni. Hún þyngist til muna þegar skólabörn og nemar streyma í og úr skóla og allir koma til vinnu eftir sumarfrí. Í haust hefja á fimmta þúsund börn skólagöngu sína í fyrsta sinn og þúsundir ann- arra barna og ungmenna eru á ferð. Mikilvægt er að ökumenn taki tillit til þeirra og muni að börn geta átt það til að gera óvænta hluti. Jafn- framt þurfa forráðamenn barna að fara yfir öruggasta ferðamátann til og frá skóla með börnunum. Hér eru nokkur atriði sem ástæða er til að hvetja akandi, gangandi og hjól- andi fólk til að lesa. Það er nefni- lega aldrei of varlega farið og allt- af viljum við að allir komi heilir heim: Akandi Gefa sér nægan tíma í akstur-• inn. Virða hámarkshraða.• Hafa alla athygli við akstur-• inn. tryggja að allir í bílnum séu í • viðeigandi öryggisbúnaði. Sjá til þess að barn lægra en • 150 sm sitji ekki fyrir framan loftpúða í framsæti. Stöðva á öruggum stað við • skólann og hleypa barni út gangstéttarmegin. Sýna tilli tsemi og stoppa fyrir • gangandi og hjólandi. Gangandi Velja öruggustu leiðina í skól-• ann sem er ekki endilega sú stysta. Vera með athyglina við um-• hverfið en t.d. ekki símann eða tónlist. Auka sýnileika með endur-• skini. Vera viss um að ökumaður sjái • sig ef fara á yfir götu og nota gangbrautir þar sem unnt er. Horfa vel til beggja hliða áður • en farið er yfir götu. Ganga meðfram bílastæðum • en ekki þvert yfir þau. Hjólandi Hafa hjól í lagi. • Nota hjálm og hafa hann rétt • stilltan. Nota ljós að framan og aftan • í myrkri. Auka sýnileika með endur-• skini. Velja öruggustu leiðina í skól-• ann sem er ekki endilega sú stysta. Nota gangbrautir ef unnt er.• Horfa vel til beggja hliða áður • en farið er yfir götu. Sýna gangandi tillitsemi. • Læsa hjóli og setja hjálm á • öruggan stað. mm Neytendasamtökin hafa sent inn umsögn vegna áforma atvinnu- vegaráðuneytisins um að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum til að taka á ólöglegri smá- lánastarfsemi. Fram kemur í um- sögninni að Neytendasamtökin telji nauðsynlegt að farið verði í heildstætt átak margra aðila til að tryggja að ólögmæt lánastarfsemi þrífist ekki hér á landi. til að ná því markmiði þá leggja Neytenda- samtökin til eftirfarandi fimmtán tillögur sem eru útfærðar nánar í umsögninni: tryggja þarf að enginn geti 1. greitt hærra hærri vexti enn lög gera ráð fyrir. Smálánafyrirtækjum ber að 2. vera skráningar- og/eða leyf- isskylt. Lánveitandi skuli bera sönn-3. unarbyrði fyrir því að lánveit- andi sé borgunarmaður fyr- ir láni. tilhögun eftirlits með lána-4. fyrirtækjum verði breytt þannig að Fjármálaeftirlit- ið fari með allt eftirlit og hafi virk úrræði til að bregðast við ólögmætri lánastarfsemi. Regluverki verði breytt þann-5. ig að lántakar hafi skýlaus- an rétt á að fá sundurliðun á lánum, innheimtukostnaði og vöxtum. Þak verði sett á allan inn-6. heimtukostnað, þar með talið löginnheimtu, eins og í tilfelli frum- og milliinnheimtu. Virkt eftirlit og úrræði standi 7. neytendum til boða ef verið er að innheimta ólögmætar kröfur. Fjármálaeftirlitið fari með eftirlit með öllum inn- heimtufyrirtækjum. Endurskoða þurfi verkferla og 8. heimildir fyrirtækja til að skrá aðila á vanskilaskrá. Jafnframt að slíkum fyrirtækjum beri að veita tölulegar upplýsingar úr rekstri sínum um umfang og greiningu vanskila. Bregðast þarf við víðtækum 9. skuldfærsluheimildum í skil- málum þar sem lántakanda er gert að samþykkja t.d. fram- tíðar skuldfærslur af banka- reikningi eða korti. Koma þarf í veg fyrir ágenga 10. markaðssetningu smálánafyr- irtækja. Fella smálán undir gildissvið 11. laga um lagaskil á sviði samn- ingaréttar. Lækka þarf hámark árlegrar 12. hlutfallstölu kostnaðar lána. tryggja þarf neytendum skil-13. virk og ódýr úrræði til að leita réttar síns vegna brota á lánastarfsemi, innheimtu og skuldfærslu. tryggja þarf rannsóknir á 14. sviði neytendamála og ekki síst á sviði fjármála. Efla þarf fjármálalæsi og jafn-15. framt að tryggja að umhverfi hins opinbera og atvinnulífs styðji við almenning. mm Tillögur til að stemma stigu við smálánum Fjölbreytileikanum fagnað Margir smáir og óvanir á ferð í umferðinni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.