Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 21.08.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201912 Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveit- arfélaga fyrir árin 2019-2033. Er þetta í fyrsta sinn sem slík heild- stæð stefna á vegum ríkisins er mótuð fyrir sveitarstjórnarstig- ið. Þar er meðal annars lagt til að stefnt verði að fækkun sveitarfélaga með því að setja mörk um að lág- marki 250 búi í hverju sveitarfélagi við kosningarnar 2022. Þrjú sveit- arfélög á Vesturlandi eru nú með færri íbúa, þ.e. Skorradalshreppur, Helgafellssveit og Eyja- og Mikla- holtshreppur. Þá er að auki lagt til að þúsund íbúar verði að lág- marki í hverju sveitarfélagi í kosn- ingum 2026. Bætast þá að óbreyttu við sveitarfélögin Hvalfjarðar- sveit, Dalabyggð og Grundarfjarð- arbær sem öll eru með innan við þúsund íbúa. Verði tillagan sam- þykkt mun sveitarfélögum á Vest- urlandi því fækka um a.m.k. sex á næstu sjö árum og verða því hugs- anlega fjögur árið 2026. Lands- menn hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar við tillög- una. Frestur til að skila umsögn er til og með 9. september nk. Stefnt er að framlagningu þingsályktun- artillögunnar á Alþingi í byrjun október. Í þingsályktunartillögunni er áhersla einkum lögð á tvö megin- markmið. Það fyrra snýr að sjálf- bærni sveitarfélaga og lýðræðislegri starfsemi þeirra og það seinna að sjálfsstjórn sveitarfélaga og ábyrgð þeirra, m.a. við að tryggja sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Skilgreindar eru áherslur við hvort markmið fyrir sig, sem geta leitt til skilgreindra aðgerða eða til samþættingar við aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Aðgerðir í ellefu liðum Í tillögu að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára (2019-2023) eru kynntar ellefu skilgreindar aðgerðir sem eiga að tryggja framgang mark- miða áætlunarinnar. Þær eru: Lagt er til að lágmarksíbúa-1. fjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022 en 1.000 frá kosningum árið 2026. Reglum Jöfnunarsjóðs verði 2. breytt til að tryggja aukinn stuðning við sameiningar sveit- arfélaga og heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði fyrir árið 2022. Greinargerð verði unnin um 3. núverandi tekjustofnakerfi til að meta hvaða tekjustofnar gætu færst á milli ríkis og sveit- arfélaga og nýir tekjustofnar sveitarfélaga kannaðir. Gisti- náttagjald verði flutt til sveit- arstjórna á kjörtímabilinu í tengslum við viðræður ríkis og sveitarfélaga um endurskoðun tekjustofna. Skuldaviðmið sveitarstjórnar-4. laga fyrir A-hluta sveitarsjóða verði lækkað í 100% með tíu ára aðlögunartíma. Skuldavið- mið er nú að hámarki 150%. Aðgerðaáætlun verður mótuð 5. um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að meta hvort og hvaða verkefni rétt væri að flytja frá ríki til sveitar- félaga eða öfugt. Staða og hlutverk landshluta-6. samtaka sveitarfélaga verði skýrð og unnið verði í samræmi við tillögur starfandi ráðherra- skipaðrar nefndar um starfsemi landshlutasamtaka. Unnið verði að því að greina 7. kosti þess að koma á fót nefnd eða gerðardómi að nor- rænni fyrirmynd sem taki fyrir ágreiningsmál sem upp kunna að koma í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, og ekki eru fal- in öðrum stjórnvöldum til úr- lausnar. Starfsaðstæður kjörinna full-8. trúa verði bættar og gætt að kynjajafnrétti sveitarstjórnar- fólks. Lagt er til að greining verði unnin á starfsaðstæðum hér á landi í samanburði við aðstæður í nágrannalöndum á Norðurlöndum. Lagt er til að komið verði á fót 9. lýðræðislegum vettvangi sveit- arfélaganna til að tryggja íbúum sveitarfélaga og þeim sem njóta þjónustu þeirra möguleika á að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar. Ráðist verði í átak til að efla 10. stafræna stjórnsýslu og þjón- ustu sveitarfélaga og komið á miðlægu kerfi sveitarfélaga til að efla samstarf þeirra á svipi upplýsingatækni. átak verði gert í fjölgun opin-11. berra starfa á landsbyggðinni og atvinnugrundvöllur í ný- sameinuðum sveitarfélögum styrktur. Unnið er að því að kostnaðar- meta einstakar aðgerðir og því er ekki gerð grein fyrir kostnaði í til- lögunni eins og hún liggur fyrir,“ segir í tilkynningu frá ráðuneyt- inu. Í greinargerð þingsályktun- artillögunnar segir m.a. að farsæl framkvæmd á stefnu og aðgerð- um í málefnum sveitarfélaga ráðist af nánu samstarfi ríkis og sveitar- félaga. Jafnframt þurfi að tryggja samhæfingu við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera og náið samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd stefnunnar. Eins og fyrr segir er tillagan til þingsályktunar nú í samráðsgátt stjórnvalda og gefst öllum kostur á að senda inn athugasemdir til og með 9. september 2019. mm Óbyggðanefnd kvað í síðustu viku upp úrskurði í þjóðlendumál- um á Snæfellsnesi, nánar tiltek- ið í málum 1-4/2018. Niðurstöð- ur nefndarinnar eru m.a. þær að Snæfellsjökull og landsvæði sunn- an og austan hans séu þjóðlendur. Síðarnefnda svæðið, þ.e. landsvæði sunnan og austan Snæfellsjökuls, var jafnframt úrskurðað afréttur jarða í fyrrum Breiðuvíkurhreppi. Einnig var Eyrarbotn úrskurðað- ur þjóðlenda og jafnframt í afrétt- areign fimm tiltekinna jarða. Aft- ur á móti hafnaði óbyggðanefnd kröfum íslenska ríkisins um að tvö svæði væru þjóðlendur, þ.e. annars vegar landsvæði milli Hraunhafn- ardals, Mælifells og Bjarnarfoss- dals og hins vegar fjalllendið milli Elliða og Lágafells auk Baulár- valla. á meðfylgjandi yfirlitskorti um svæðið má sjá það svæði sem Óbyggðanefnd telur að tilheyra eigi íslenska ríkinu. Nákvæm- ari úrskurðarkort og úrskurðina í heild má finna á vefsíðu nefndar- innar. Óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 í þeim tilgangi að rann- sakað yrði hvaða svæði á landinu væru utan eignarlanda og þau yrðu úrskurðuð þjóðlendur. Einnig hef- ur nefndin það hlutverk að úr- skurða um afmörkun afrétta innan þjóðlendna og önnur eignarrétt- indi í þjóðlendum. Svæði 9B er tólfta svæðið af sautján sem óbyggðanefnd úr- skurðar um. Með uppkvaðningu úrskurða þar hefur nefndin lok- ið umfjöllun um rúmlega 88% af flatarmáli landsins alls. Niðurstað- an er að 43,5% lands sem nefnd- in hefur lokið meðferð á teljast til þjóðlendna en 56,5% eru eignar- lönd, að teknu tilliti til endanlegra niðurstaðna dómstóla. Af þeim hluta miðhálendisins sem nefndin hefur lokið meðferð á eru tæplega 86% þjóðlendur en rúmlega 14% eignarlönd. Heildarfjöldi skjala sem lögð hafa verið fram og rann- sökuð við meðferð óbyggðanefnd- ar á svæðum er 25.176. mm Óbyggðanefnd telur Snæfellsjökul vera þjóðlendu Frá Helgafelli í Helgafellssveit. Verði tillagan samþykkt munu fámennustu sveitarfélög landsins verða þvinguð til sameiningar við önnur fyrir árið 2022. Lagt til að íbúafjöldi sveitarfélaga verði að lágmarki 250 í næstu kosningum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.