Skessuhorn - 23.10.2019, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 2019 9
Sími: 666 5110
smaprent@smaprent.is
www.smaprent.is Smáprent
Bolir
í mörgum litum
Við hönnum, prentum og merkjum fyrir þig og þína
Sæfrost
ehf
Dalakot
ehf
Þökkum eftirtöldum styrktaraðilum kærlega fyrir þeirra framlag til hátíðarinnar:
Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu
25.-27. október 2019
25. október
Lambhrútasýning, söluhrútar og kynning á landbúnaðartengdum vörum að
Stóra-Vatnshorni í Haukadal kl. 18:00.
Sviðaveisla og hagyrðingakvöld í Dalabúð kl. 20:00
Veislustjóri: Sveinbjörn Eyjólfsson
Hagyrðingar:
Sigurjón Valdimar Jónsson Skollagróf
Helgi Björnsson Snartarstöðum
Þórður Brynjarsson Refstöðum
Þórdís Sigurbjörnsdóttir Hrísum
Alvöru sveitaball með Greifunum kl. 24:00
Miðaverð:
sviðaveisla + ball 8000 kr
ball 3500 kr (18 ára aldurstakmark)
Nánari upplýsingar um hátíðina á dalir.is og á facebooksíðu
félagsins (Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu)
26. október
Lambhrútasýning, söluhrútar, verðlaunaafhendingar og markaður með handverk og
heimaunnar matvörur að Breiðabólstað á Fellsströnd kl. 11:00.
www.skessuhorn.is
Föstudaginn 25. október verður
skrifstofa Skessuhorns lokuð eftir hádegi.
Við flytjum allt okkar hafurtask og opnum
á nýjum stað við Garðabraut 2A á
Akranesi mánudaginn 28. október.
Við flytjum!
Skessuhorn
-Fréttaveita Vesturlands
Sími 433-5500 - skessuhorn@skessuhorn.is
Garðabraut 2A - 300 Akranesi
„Veitur, að höfðu samráði við Heil-
brigðiseftirlit Vesturlands, aflétta
hér með tilmælum til viðskiptavina
vatnsveitu fyrirtækisins úr Grábrók-
arhrauni um suðu neysluvatns,“ sagði
í tilkynningu frá Veitum síðastliðinn
miðvikudag. „Sýni tekin úr vatns-
bólinu sjálfu og víðar úr veitukerfinu
síðustu daga hafa staðist gæðakröf-
ur og settur hefur verið upp lýsing-
arbúnaður við vatnsbólið sem trygg-
ir enn frekar öryggi vatnsins. Veitur
biðja viðskiptavini velvirðingar á öll-
um þeim óþægindum sem þetta hef-
ur valdið og þakka þeim fyrir að sýna
stöðunni skilning.“
Vísindafólk Veitna á nú í samstarfi
við rannsóknastofur til að útiloka til-
tekna möguleika á upptökum meng-
unarinnar og til að rannsaka aðra
kosti frekar. Slíkar rannsóknir munu
taka nokkurn tíma. „Lýsingarbún-
aðurinn sem settur hefur verið upp
á að tryggja öryggi vatnsbólsins en
engu að síður verður áfram grannt
fylgst með gæðum vatnsins úr Grá-
brókarhrauni,“ segir í tilkynningu
frá fyrirtækinu.
mm
Byggðarráð Borgarbyggðar af-
greiddi á síðasta fundi sínum tvö
aðskilin mál sem bæði fjalla um
beiðni um endurskoðun á niður-
stöðu máls sem fjallar um tvöfalda
skólavist barns við Grunnskólann
í Borgarnesi. Í tvöfaldri skólavist
felst að barn getur til skiptis sótt
skóla í tveimur sveitarfélögum með
samþykki viðkomandi sveitarfé-
laga og foreldra. „Byggðarráð tel-
ur að þar sem ekki liggja fyrir skýr-
ar reglur um meðferð mála af þessu
tagi sé ekki rétt að hafna beiðni um
tvöfalda skólavist að svo komnu.
Skólaganga barnsins [barnanna,
innsk. blm] er þegar hafin með
þessum hætti og lögheimilissveitar-
félög og skólar barnsins hafa gefið
sitt samþykki. Fyrir liggja fordæmi
þar sem grunnskólabörnum hefur
verið heimiluð tvöföld grunnskóla-
vist af skólastjórnendum grunn-
skóla í Borgarbyggð,“ segir í bókun
byggðarráðs. Byggðarráð áréttaði
þó að leyfi þetta er veitt með fyrir-
vara um að það eigi eftir að fjalla um
tvöfalda skólavist í viðeigandi fasta-
nefndum sveitarfélagsins og móta
verklagsreglur um málið í Borgar-
byggð. Einnig er það áréttað að sú
staða getur komið upp í kjölfarið af
framangreindri vinnu að slíku fyr-
irkomulagi verði alfarið hafnað á
grundvelli nýrra reglna.
mm/ Ljósm. úr safni
Ekki lengur þörf á að sjóða
vatn úr Grábrókarhrauni
Samþykktu beiðnir
um tvöfalda skólavist