Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2019, Síða 11

Skessuhorn - 23.10.2019, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 2019 11 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög SK ES SU H O R N 2 01 9 Bæjarstjórn Akraness samþykkti 24. september 2019 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í stækkun skólalóðar (stofnanalóðar) S16 til norðurs, á kostnað íbúðasvæðis Íb13 sem er minnkað til samræmis við stækkun S16. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 13. september 2019. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs eða á netfangið skipulag@akranes.is. Bæjarstjóri Akraneskaupstaðar Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 Stækkun skólalóðar í Skógarhverfi Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 SK ES SU H O R N 2 01 9 Breyting á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 Landnotkunarbreyting við Ögur Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti 18. júní 2019 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að óbyggðu svæði við Ögur u.þ.b. 1,4 ha að stærð er breytt í iðnaðarsvæði. Á svæðinu hefur Stykkishólmsbær starfrækt urðunarstað fyrir óvirkan úrgang frá árinu 2000. Með þessari breytingu á aðal- skipulaginu er verið að aðlaga skipulagið að nýtingu svæðisins til margra ára. Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 7. maí 2018 í mkv. 1:50.000. Breytingin verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Stykkishólmsbæjar. Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar. Engu er logið þegar sagt er að harðar deilur séu uppi innan veggja Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Deiluaðilar eru Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari annars vegar, en hins vegar nær allir kenn- arar við skólann sem lýst hafa van- trausti á störf hennar. Menntamála- ráðherra ákvað í sumar að auglýsa starf skólameistara laust til um- sóknar frá næstu áramótum, þegar skipunartími núverandi skólameist- ara rennur út. Fjórir sóttu um starf- ið og hefur Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verið falið að velja úr hópi umsækjenda. Foreldrar áhyggjufullir Foreldrar og aðstandendur nem- enda við skólann hafa sömuleið- is tjáð ótta sinn um að deilurnar séu farnar að bitna á gæðum náms. Meðal annarra Bjarnheiður Halls- dóttir sem ritaði á Facebook síð- una Ég er íbúi á Akranesi: „Fjöl- brautaskóli Vesturlands má greini- lega muna sinn fífil fegurri og mér finnst það grafalvarlegt og sorg- legt mál. Skólinn er stór vinnu- staður, mjög mikilvæg stofnun fyr- ir samfélagið á Akranesi og sterk stoð við búsetu i bænum. Þarna fá flest barnanna okkar veganesti út í lífið og það hlýtur því að vera for- gangsmál að stuðla að því að styrkja og efla skólann til framtíðar og sjá til þess að hann sé aðlaðandi bæði fyrir nemendur og ekki síður góða kennara. Það segir sig allavega sjálft að það getur varla verið mjög upp- byggilegt andrúmsloft í skólanum núna og það hlýtur að bitna á gæð- um starfsins. Ekki veit ég, frekar en margir, hvað er nákvæmlega í gangi þarna, en ég vona svo sannarlega að það sé verið að róa að því öllum til- tækum árum, að þessi óásættanlega staða verði leyst sem fyrst. Hvað svo sem það kann að kosta. Við hljótum öll að krefjast þess!“ Fjöl- margir taka undir áhyggjur Bjarn- heiðar. Ráðningu verði flýtt Síðastliðinn föstudag beindu Félag framhaldsskólakennara (FF) og Fé- lag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) þeim tilmælum til menntayf- irvalda að ákvörðun um ráðningu skólameistara í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) verði flýtt og að þegar í stað verði gerð- ar ráðstafanir til að leiðrétta laun starfsfólks FVA þannig að þau verði sambærileg og tíðkast í öðrum framhaldsskólum. Þá lýsa stjórnir beggja félaga yfir vilja til samstarfs um lausn þessara mála. Loks lýsa stjórnir FF og FS vilja til samstarfs við menntamálayfirvöld um lausn þessara mála og fara þess á leit að tryggt verði í komandi kjaraviðræð- um að tilvik eins og þetta geti ekki átt sér stað. Skólameistari ritar yfirlýsingu Ágústa Elín Ingþórsdóttir skóla- meistari sendi um helgina frá sér yfirlýsingu vegna málsins og vísar í fréttaflutning um málefni FVA und- anfarna daga: „Kjör kennara ráðast af kjarasamningi og stofnanasamn- ingi, sem telst hluti kjarasamnings. Það er hlutverk stjórnenda skóla annars vegar og kennara hins vegar að gera með sér stofnanasamning á grundvelli kjarasamnings. Eins og í öðrum samningum þarf tvo til að semja. Í ákvæðum kjarasamnings um stofnanasamninga eru ákvæði um að hvor aðili geti vísað ágrein- ingi til sáttanefndar, takist ekki samningur.“ Segir Ágústa Elína að viðræður um nýjan stofnanasamn- ing hafa staðið í um tvö ár með hlé- um, og enn hefur ekki náðst sam- komulag. Á síðasta ári vísuðu kenn- arar málinu til sáttanefndar en drógu málið sjálfir til baka, í þeim tilgangi að eiga frekari viðræð- ur við skólameistara. Gott og vel. Skólameistari hefur boðið ýmsar útfærslur að nýjum stofnanasamn- ingi, sem hefðu í för með sér tals- verðar launahækkanir, en þeim hef- ur öllum verið hafnað. Segja má að ágreiningur felist í því að kennar- ar vilja leggja höfuðáherslu á starfs- aldurstengdar hækkanir, en skóla- meistari samspil starfsaldurstengdra hækkana og frammistöðumats, auk áherslna á viðbótarmenntun, þró- unarstarf og nýliða í kennslu. Þar sem samkomulag hefur ekki náðst hefur skólameistari nú vísað málinu áfram til sáttanefndar, eftir að hafa ráðfært sig við fjármála- og efna- hagsráðuneytið.“ Í yfirlýsingu Ágústu Elínar segir jafnframt: „Að kennarar beiti sér gegn skólameistara vegna þess að hann hafi ekki fallist á kröfur kenn- ara um efni stofnanasamnings, án þess að þeir hafi sjálfir neytt úrræða sem þeim eru ákveðin í kjarasamn- ingi, sýnir að hér er um blygðun- arlausa hagsmunabaráttu að ræða þar sem ein persóna hefur verið tekin fyrir. Nýjustu kröfur kenn- ara við FVA eru allt að 15% hækk- un grunnlauna, með mögulegri afturvirkni, auk einnar milljónar króna eingreiðslu til allra kennara sem hafa starfað frá 1. ágúst 2015. Ágreiningur aðila snýr því að um- fangi hækkana og hvernig þær koma til framkvæmda. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni hvort kjarabarátta fagstétta eigi að fara fram með þessum hætti, og hvort forstöðumenn ríkisstofnana eigi að láta undan svona óraunhæf- um kjarakröfum, til að ávinna sér vinsældir innan vinnustaðar. For- stöðumönnum ríkisstofnana ber skylda til að fara vel með opin- bert fé og þeir bera ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunarinnar sé í samræmi við fjárlög,“ segir í yfirlýsingu Ágústu Elínar. mm Hvetja menntayfirvöld til að leysa erfitt ástand í FVA

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.