Skessuhorn - 23.10.2019, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 2019 13
VR óskar eftir orlofshúsum
VR óskar eftir að leigja vönduð sumar hús eða
orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína.
Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir
næsta sumar.
Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is
fyrir 15. nóvember 2019.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa
að fylgja:
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
• Lýsing á eign og því sem henni fylgir
• Ástand íbúðar og staðsetning
• Stærð, öldi svefnplássa og byggingarár
• Lýsing á möguleikum til útivistar og
afþreyingar í næsta nágrenni
Öllum tilboðum verður svarað.
Íbúar Vesturlands
ATH..
Vetrardekkin komin á lager !!
Get tekið nánast öll dekk í umfelgun
og ballansseringu
Er með ný og nákvæm tæki
Tímapantaninr í síma 893-7616
Hjólbarðaverkstæðið í Nýja-Bæ Bæjars-
veit
Kveðja Kiddi Nýja-Bæ
,,Hjartað í fjallinu“ er tónlistardag-
skrá sem flutt verður í Reykholts-
kirkju laugardaginn 2. nóvember
nk. tileinkuð listamanninum Páli
Guðmundssyni á Húsafelli sem
fagnaði sextíu ára afmæli fyrr á
þessu ári. Flytjendur eru Kammer-
kór Suðurlands undir stjórn Hilm-
ars Arnar Agnarssonar ásamt Reyk-
holtskórnum undir stjórn Viðars
Guðmundssonar. Ýmis hljóðfæra-
leikarar leika með. Meðal annarra
Herdís Anna Jónsdóttir víóluleik-
ari og slagverksleikarar úr Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, þeir Frank
Aarnink og Steef van oosterho-
ut sem leika á steinhörpur Páls,
ásamt honum sjálfum. Þá hefur
Páll hannað ýmis hljóðfæri, þ.á.m.
panflautur úr rabarbara, sem hann
leikur sjálfur á. Borgfirðingurinn
Hjörtur Hjartarson frá Fljótstungu
leikur einnig á ýmsar flautur Páls.
Nýjustu hljóðfæri hans eru síðan
steinflautur sem leikið verður á nú í
fyrsta sinn opinberlega.
Kammerkór Suðurlands og
Hilmar Örn hafa verið í farsælu
samstarfi við Pál um árabil. Í júní
síðastliðnum heiðraði kórinn Pál
í tilefni sextugs afmælis hans á
Sönghátíð í Hafnarborg með flutn-
ingi fjölmargra laga hans í útsetn-
ingum ýmissa tónskálda, þ.á.m.
Þóru Marteinsdóttur, Abélia Nor-
dmann, Iveta Licha og Hilmari
Erni, stjórnanda kórsins. Páll leik-
ur og semur tónmyndir á nátúru-
hljóðfæri sín á einstakan og óhefð-
bundinn hátt. Samspil tóna og texta
er afar sterkt, enda eru náttúran og
Páll eitt þegar kemur að list hans.
Kammerkór Suðurlands hefur
frumflutt margar tónmyndir Páls
m.a. á Listahátíð í Reykjavík 2014
og við Verðlaunaafhendingu Norð-
urlandaráðs í Hörpu 2016 sem sjón-
varpað var beint á Norðurlöndum.
Þar var flutt verk Páls Norðurljós,
við ljóð Einars Benediktssonar, sem
mun hljóma í flutningi beggja kór-
anna á þessum tónleikum.
Aðspurður segir Páll að hann
hlakki mikið til tónleikanna og
er þakklátur fyrir þann heið-
ur sem honum er sýndur af lista-
fólkinu. Ljóðin við verk Páls eru
í flestum tilfellum ort til hans eða
um hann, eins og t.d. titillag tón-
leikanna ,,Hjartað í fjallinu” eftir
Um helgina var undirritaður kjara-
samningur milli fimm stéttarfélaga
innan Bandalags háskólamanna og
fjármála- og efnahagsráðherra fyr-
ir hönd ríkissjóðs. Helstu tíðindi
samningsins eru að vinnutími verð-
ur styttur og er breytingin í takt við
það sem samið var um á almenn-
um vinnumarkaði í vor. Markmið
styttingarinnar er að bæta vinnu-
staðamenningu og starfsumhverfi
starfsfólks. Í breytingunum felst
líka mikið tækifæri til umbóta í
starfsemi ríkisins. Þá var samið um
breytingar á sumarorlofi sem nýtast
ungu fólki best.
Samningurinn stuðlar að bættum
lífskjörum, aukinni samræmingu
fjölskyldu- og atvinnulífs og trygg-
ir áframhaldandi kaupmáttaraukn-
ingu. Fram undan er áframhaldandi
vinna við gerð samninga við önnur
stéttarfélög ríkisstarfsmanna. Alls
gerir ríkið um 60 kjarasamninga
við um 100 stéttarfélög með um 20
þúsund félagsmenn.
Félögin sem samið var við um
helgina eru Félag háskólamennt-
aðra starfsmanna Stjórnarráðs-
ins, Félag íslenskra félagsvísinda-
manna, Fræðagarður, Stéttarfélag
bókasafns- og upplýsingafræðinga
og Stéttarfélag lögfræðinga. Í þeim
eru samtals um 2.300 félagsmenn
sem starfa á velflestum stofnunum
ríkisins. mm
Samið um styttri vinnu-
viku við fimm stéttarfélög
Hjartað í fjallinu
Hátíðartónleikar tileinkaðir Páli á Húsafelli sextugum
Hér er Páll ásamt hljóðfæraleikurum og útsetjara Norðurljósa, Örlygi Benedikts-
syni, og Hilmari Erni kórstjóra.
Páll spilar á rabarbaraflautu innan við glugga í slaghörpuhúsinu. Bæjargilið
speglast í glugganum. Tónleikarnir nefnast Hjartað í fjallinu. Ljósm. mm.
Sigurð Pálsson. Fyrir hlé á tónleik-
unum í Reykholtskirkju verða flutt
lög Páls, útsett af ýmsum, en allt
við ljóð sem ort hafa verið um Pál.
Eftir hlé sameinast Reykholtskór-
inn Kammerkór Suðurlands. Flutt
verður verkið Norðurljósin í heild
sinni, lög eftir Pál við ljóð Einars
Ben við útsetningu Örlygs Ben.
Þetta verk var frumflutt í Elborgar-
sal Hörpu þegar Norðurlandaverð-
launin voru afhent 2015. mm