Skessuhorn - 23.10.2019, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 201914
Volvo dælubifreið Slökkviliðs Akra-
ness og Hvalfjarðarsveitar hefur
gengið í endurnýjun lífdaga. Eftir
að dæla bílsins hrundi fyrir nokkru
síðan hefur bíllinn staðið ónothæf-
ur, þar til nú. Spánýjum one Seven
dælubúnaði hefur verið komið fyrir
í bílnum, ásamt mónitor. Bíllinn er
orðinn eins og nýr, að sögn slökkvi-
liðsstjórans. Það var Bílaverkstæði
Hjalta sem annaðist allar breyting-
ar á bílnum, en verkstæðið er þjón-
ustuaðili slökkviliðsins. Skessuhorn
settist niður með þeim Þráni ólafs-
syni, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs
Akraness og Hvalfjarðarsveitar og
Sölva Má Hjaltasyni, verkfræðingi
hjá Bílaverkstæði Hjalta, sem sögðu
frá þessu ferli.
Sáum okkur leik á borði
„Aðdragandinn að þessu verkefni
er sá að dælan í Volvo dælubíln-
um okkar eyðilagðist. Þá stóð pen-
ingalaust slökkviliðið frammi fyr-
ir spurningunni; hvað eigum við
að gera? Við fengum heimsókn frá
Daniel Halldórssyni Apeland, fram-
kvæmdastjóra Daga, sem er sölu-
aðili one Seven búnaðarins hér á
landi. Í viðræðum okkar kviknaði
sú hugmynd að fá nýjan one Se-
ven dælubúnað í bílinn og fá okkar
þjónustuaðila, Bílaverkstæði Hjalta
og verkfræðinginn sem þar er starf-
andi, til að setja búnaðinn upp,“
segir Þráinn. „Þetta tækifæri grip-
um við. Þarna sáum við hjá slökkvi-
liðinu okkur leik á borði að koma
þessu verkefni í hendurnar á þeim
feðgum, Sölva og Hjalta, þannig að
þeir gætu sett sig betur inn í kerfið
og lært á það frá fyrstu hendi,“ bæt-
ir hann við.
„Fjárveiting fékkst hjá bæjaryfir-
völdum upp á þær 17 milljónir sem
við áætluðum að myndi kosta að laga
og breyta dælubílnum okkar. Ann-
ars hefðum við þurft að kaupa nýjan
bíl, sem hefði kostað á að giska ein-
hvers staðar á bilinu 50 til 70 millj-
ónir. Hægt var að hefjast handa og
núna erum við með bíl í höndunum
með one Seven kerfi sem er eins
og nýr bíll, þó hann sé 2001 módel.
Hann er lítið keyrður og með alveg
nýjum dælubúnaði,“ segir slökkvi-
liðsstjórinn. „Þar að auki má taka
kassann með dælubúnaðinum af og
flytja á nýja grind, ef svo ber und-
ir. En stærsti þátturinn, segi ég, er
sá að Bílaverkstæði Hjalta hafi tekið
þátt í þessu með okkur, því allir nýir
hlutir, sama hversu fullkomnir þeir
eru, geta bilað og þá þarf menn með
kunnáttu til að gera við þá,“ segir
Þráinn.
Búnaðurinn reynst vel
Bílum með svokölluðum one Seven
búnaði hefur farið fjölgandi í land-
inu undanfarinn áratug. Þráinn seg-
ir búnaðinn enda hafa reynst vel.
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðar-
sveitar fékk fyrsta bílinn með þess-
um búnaði árið 2008 en bætir því
við að kerfið sem nú hefur verið sett
upp í Volvonum sé öflugra en í þeim
bíl. „Þetta hefur gefist vel og skil-
að sínu. Núna erum við að slökkva
milli 85 og 90% elda mjög fljótt,
með þessu one Seven kerfi,“ seg-
ir hann. Telur Þráinn að tækifæri sé
fyrir Bílaverkstæði Hjalta að setja
upp slíkt kerfi í fleiri bíla og Sölvi
tekur undir það.
„Við erum þegar komnir með ann-
an bíl í breytingu, frá Slökkviliði Ak-
ureyrar. Ég veit ekki hvernig fram-
haldið verður en við höfum sann-
arlega möguleika á að setja þennan
búnað upp í fleiri bílum í framtíð-
inni,“ segir Sölvi. Áður en hafist var
handa hér heima fór hann í viku til
Noregs og var í læri hjá Daniel þar
sem þjónustaðir voru í kringum tíu
slökkviliðsbílar. „Ég þekki gamla
og nýja one Seven búnaðinn orðið
nokkuð vel, enda fékk ég að kynnast
öllum kerfunum úti í Noregi. Síðan
er pabbi vel kunnugur eldri kerfun-
um,“ segir hann.
„Þetta er framtíðin“
Sölvi segir breytingarnar á dælubíl
Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarð-
arsveitar hafa gengið vel en verið
töluverð vinna. „Það þurfti að fjar-
lægja gömlu vatnsdæluna, setja upp
nýtt dælukerfi og síðan one Seven
búnaðinn, sem er tölvustýrt kerfi,
stjórnað með snertiskjá aftan á bíln-
um. Þetta kerfi kemur þannig séð
komplett frá Þýskalandi, þannig að
verkefnið var aldrei neitt óyfirstíg-
anlegt. En vissulega var þetta mik-
il vinna, af því við þurftum að skipta
um dæluna auk þess að endurnýja
ýmislegt gamalt sem við áttum ekki
von á í upphafi,“ segir hann. „Heilt
yfir gekk þetta þó allt saman nokkuð
smurt,“ segir Sölvi „og var faglega
unnið hjá þeim feðgum og þeirra
mönnum,“ skýtur Þráinn að.
Það var síðan síðastliðinn mið-
vikudag, 16. október, sem breyt-
ingum á dælubílnum lauk. „Þá tók-
um við bílinn í prófanir og fórum
yfir stillingar á vatnsmagni á móti
lofti og froðu,“ segir Sölvi og Þrá-
inn bætir því við að prófanir hafi
komið mjög vel út og allur búnað-
ur virkað sem skyldi. „Þetta er fram-
tíðin,“ segir Þráinn, sem vill gjarn-
an sjá fleiri one Seven kerfi sett upp
í framtíðinni. Sölvi segir slíkt vel
mögulegt. „Ég sá alls konar stærð-
ir og gerðir af þessum kerfum úti í
Noregi. Það er hægt að bæta one
Seven kerfi við nánast hvaða dælu
sem er,“ segir Sölvi að endingu. kgk Sölvi og Þorvaldur Sveinsson frá Bílaverkstæði Hjalta fylgjast með búnaðinum í prófuninni síðasta miðvikudag.
„Eins og nýr bíll“
Settu upp One Seven búnað í dælubíl slökkviliðsins
Sölvi Már Hjaltason og Þráinn Ólafsson.
Volvo dælubíll Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, sem breytt var í One
Seven dælubíl á Bifreiðaverkstæði Hjalta.
Nýja dælubúnaðinum var komið þannig fyrir að kassann utan um hann má fjar-
lægja í heilu lagi og flytja á nýja grind, ef svo ber undir.
Nýi búnaðurinn var prófaður síðasta miðvikudag. Slökkviliðsstjórinn sprautar froðunni úr „nýja“ dælubílnum.