Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2019, Side 22

Skessuhorn - 23.10.2019, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 201922 Snæfellsbær kallaði nýverið eftir tillögum íbúa að framkvæmd- um og viðhaldsverkefnum í sveitarfélaginu á vefsvæðinu Betri Snæfellsbær. Um var að ræða tilraunaverkefni til eins mán- aðar til að kanna áhuga íbúa en hugmyndin er að taka á móti tillögum allt árið. Ekki stóð á svörum íbúa, en 45 fjölbreyttar og áhugaverðar tillögur bárust og verða þær teknar til form- legrar meðferðar hjá Tæknideild Snæfellsbæjar og síðar um- hverfis- og skipulagsnefnd, að því er fram kemur á vef Snæ- fellsbæjar. Þá segir einnig að tillögur og hugmyndir sem fyrir- hugað er að framkvæma og setja á fjárhagsáætlun 2020 verði kynntar sérstaklega. Eftirfarandi tillögur bárust: • Laga gangstéttir á Grundarbraut og Hábrekku • Sáið – framtíðarsýn • Útilíkamsræktarstöð • Hjólarampur • Hundasvæði í Snæfellsbæ • Afþreying fyrir börn í Rifi • Skautasvell í miðbæinn • Trjárækt innan þéttbýlis • Lýsing á Arnarstapa • Röst Hellissandi – laga • Setja handrið á brú við hraðfrystihúsið á Hellissandi • Laga brú í Bug • Mini-golf • Bílastæði og áning á Snagabökkum • Röstin og íþróttahúsið á Hellissandi • Áætlun fyrir verndun fuglalífs í Rifi fyrir sumar 2020 • Setja ljós við göngustíga fyrir veturinn • Sækja um af hörku að fá störf frá ríkinu • Klára Keflavíkurgötu • Laga gangstéttar • Endurbætur á Höskuldsá • Göngustíg á Arnarstapa • Auglýsa Snæfellsbæ • Leita að heitu vatni • Lýsing við Klifbraut • Skipulag v/Ólafsbraut • Laga íþróttahúsið á Hellissandi • Útbúa vinnuaðstöðu á efri hæð í Röstinni • Hjólastígur í Bug • Lýsa upp vegglistaverk á Hellissandi • Lýðháskóli í Röstina • Kofabær á sumrin • Skólagarðar/Kartöflugarðar • Skjalasafn • Setja upp myndavélakerfi í þéttbýli • Laga eða færa félagsmiðstöð • Magnúsarstígur í Ólafsvík • Íbúðir fyrir aldraða líkt og eru í Engihlíð • Halda reglulega íbúafundi • Tengja saman göngustíga • Íbúabyggð á Arnarstapa • Grenndargámar fyrir dreifbýli • Að halda vörð um störf í bæjarfélaginu • Setja upp fleiri útivistarbekki • Fríar lóðir í Snæfellsbæ. arg Síðastliðinn laugardag tók Skátafé- lagið Stígandi í Dölum þátt í ár- legu alheimsskátamóti á netinu. Að sögn Kristjáns Elvars Meldal skáta- foringja er þetta með stærstu skáta- mótum sem haldin eru í heimin- um en þetta mun vera í fyrsta skipti sem Stígandi tekur þátt í móti á Internetinu. Það gekk þó ekki alveg hnökralaust fyrir sig þar sem tækni- mál voru að stríða félagsmönnum en engu að síður náði hópurinn að tengjast skátum úr hinum ýmsu heimsálfum. Í lok skátamóts fór fram skáta- vígsla Fálkaskáta og Rekkaskáta og að endingu sameinuðust skátarnir við kaffiborðið þar sem boðið var upp á vöfflur með rjóma og ávöxt- um. sm Fálkaskátar vígðir í lok alheimsskátamóts. Skátafélagið Stígandi á alheimsskátamóti á netinu Áhugasamir skátar á alheimsskátamóti á netinu. 45 tillögur bárust um Betri Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.