Skessuhorn - 23.10.2019, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 201924
Fjölmenningarhátíð var haldin í
Klifi í ólafsvík síðastliðinn sunnu-
dag. Var þetta í fimmta skipti sem
hátíðin er haldin og tókst mjög vel
til í ár. „Við náðum að fylla Klifið,“
sagði Rebekka Unnarsdóttir verk-
efnastjóri Átthagastofu í samtali við
Skessuhorn. Á hátíðinni býðst gest-
um að smakka þjóðarrétti frá ýms-
um löndum en í ár voru hópar frá
sex þjóðum sem buðu upp á mat;
fólk frá Póllandi, Bosníu, Noregi,
Þýskalandi, Rúmeníu og Íslandi.
„Þetta gekk allt rosalega vel og ég
veit ekki betur en allir hafi ver-
ið mjög ánægðir. Skemmtiatrið-
in voru líka mjög flott og matur-
inn góður, en mikill metnaður var
lagður í allt,“ segir Rebekka.
Þá voru fáein félög sem settu
upp kynningarbása á hátíðinni og
kynntu þar starfsemi sína fyrir íbú-
um. Kvenfélag ólafsvíkur var með
bás auk þess sem Símenntunarmið-
stöðin, Svæðisgarðurinn Snæfells-
nes, Krabbameinsfélögin á svæðinu,
félags- og skólaþjónustan, Þjóð-
garðurinn Snæfellsjökull, HSH og
ungmennafélagið Víkingur/Reynir
voru með kynningarbása. „Krakk-
ar frá Grunnskóla Snæfellsbæjar
sýndu verkefni sín sem þau gerðu
í tengslum við menningarmót sem
haldið var í skólanum í vikunni fyr-
ir hátíðina,“ segir Rebekka. Sorop-
timistaklúbbur Snæfellsness sá um
að hella upp á kaffi, hreinsa rusl,
vaska upp og aðstoða á meðan á há-
tíðinni stóð. „Þetta er annað árið
í röð sem þær taka þetta verkefni
að sér og dýrmætt að njóta vinnu-
semi þeirra og mikil hjálp þar sem
allt þarf að gerast hratt á meðan há-
tíðin stendur yfir,“ segir Rebekka
ánægð.
arg/ Ljósm. Pólska félagið
á Snæfellsnesi.
Sýningin Maximus Músikús trítlar
í tónlistarskólanum verður sett upp
í Tónbergi af nemendum og kenn-
urum Tónlistarskólans á Akranesi
ásamt sögumanni og myndasýn-
ingu fimmtudaginn 24. október.
Maximus tónlistarmús er sköp-
unarverk Hallfríðar ólafsdóttur
og Þórarins Más Baldurssonar og
í þessari sýningu er músin fjöruga
stödd í tónlistarskóla og flækist þar
á milli og segir frá mismunandi
hljóðfærum og tónlist á skemmti-
legan hátt.
Þrjár skólasýningar verða á
fimmtudag fyrir fimm til sjö ára
börn og svo opin sýning kl. 17.00
þar sem allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
-fréttatilkynning
Margrét Guðmundsdóttir skóg-
arbóndi deildi nýverið skemmti-
legri mynd á síðu Félags skógar-
bænda á Vesturlandi. Hún hef-
ur tínt reyniber og leggur þau til
á greinar annarra trjáa fuglum til
hægðarauka. Með þessu móti auð-
veldar hún fuglunum að éta berin
og þar af leiðandi eykur líkur á að
fræ dreifist sem víðast. Skemmtileg
tilraun, sem Margrét segir að virki
prýðilega.
mm
Maximus trítlar í tón-
listarskólann á Akranesi
Nýstárleg
leið
til fræ-
dreifingar
Fólk nýtti tækifærið til að klæða sig
upp í þjóðbúninga.
Fylltu Klifið á Fjölmenningarhátíð
Boðið var upp á andlitsmálun fyrir börnin. Ljósm. þa
Klifið var fullt af fólki á sunnudaginn.
Boðið var upp á þjóðarrétti frá ýmsum löndum.
Sex þjóðir kynntu sitt land fyrir
gestum.
Gestir hátíðarinna voru ánægðir með daginn.
Þessi tvö kynntu sitt land fyrir gestum. Ljósm. þa